Vestrænar beljur

Það væri óskandi að Doha-viðræðurnar gætu leitt til afnám hafta og tolla í heiminum. Ein skilvirkasta leið þróunarlanda úr þeirri fátækt sem þau búa við er að þessu ríki fái aðgang að mörkuðum hinna ríku. Það að hver vestræn kú fái hærri fjárhagslega styrki en sem nemur meðallaunum bóndans sunnan Sahara segir allt sem segja þarf. Hér þurfa almannahagsmunir að ríkja og sérhagsmunir að víkja.

Afnám hafta og tolla er líka stórt neytendamál hér á landi. Kerfi sem býður upp á eitt hæsta matvælaverð í heimi á sama tíma og hér er við lýði eitt mesta styrkjakerfi sem til þekkist og bændastétt sem býr við bág kjör er kerfi sem ber að varpa fyrir róða.

Hér á landi er til fjöldinn allur af fólki sem nær ekki endum saman. Hagsmunir einstæðu móðurinnar í Breiðholti sem hefur ekki efni á að kaupa í matinn trompar aðra hagsmuni. Þeir hagsmunir eru ekki í forgrunni í málflutningi Vinstri grænna eða Framsóknarmanna eins má vel heyra.

Auðvitað veit ég að fólk hefur atvinnu af íslenskum landbúnaði og því er ég ekki að tala um kollsteypu gagnvart bændum. Við þurfum hins vegar að hafa stuðninginn óframleiðslutengdan og í formi svokallaðra grænna styrkja. Íslenskir bændur eiga ekki að óttast erlenda samkeppni. Þeir eiga að fagna henni og þeir eiga að fagna auknu frelsi á sínu sviði. Það á almenningur einnig að gera.


mbl.is Tvöfalt meiri innflutningur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Við erum matvælaframleiðendur sem stöndum frami fyrir nýju styrkjakerfi sjávarútvegs í Evrópu. Getum við ekki sett þetta í samhengi í baráttu við EB.

Jón Sigurgeirsson , 29.7.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Stærsta ógnin við frið og velsæld þess heimshlut sem vbið byggjum liggur við síaukinni fátækt og misskiptingu á milli heims og mennigarsvæða. Það er einungi ein leið út - minni viðskiptahömlur og aukin viðskipti. Í þessu máli sem og í umhverfisvernd verða menn að fara temja sér að hugsa GLOBAL frekar en LOCAL. Því miður þá eru of margir sem eingöngu vilja tryggja þrönga hagsmuyni á kostnað heildarinnar, en það mun hitta þá í bakið sem það gera.

Kristinn Halldór Einarsson, 29.7.2008 kl. 15:37

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Fagna og fagna,,,,,,,,,,, hverju skulum við fagna? þá á ég við okkur sem minnstu tekjurnar hafa ?  Fagna helv..skattseðlunum sem að við fengum núna eftir verslunnarmannahelgina ?  Sumir jú fagna, en það er lágmark að kenna þá öllum þeim sem að lágtekjur hafa að svindla á kerfinu .......... svo ALLLLLLir geti nú fagnað......sérlega eldri borgurum sem ég tel að eigi að geta lifað sóamasamlegu lífi eftir allan sinn starfsaldur.............ennnnnnnn nei nei borga til baka til TR .........Hvað er að ????????

Erna Friðriksdóttir, 5.8.2008 kl. 16:35

4 identicon

Bara að gefa innlitskvitt!

Ása (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 20:31

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þeir háskólamenn, sem helst hafa talað um fátækt á Íslandi, og hafa hver af öðrum verið að taka við bitlingum úr hendi Samfylkingarinnar af einhverjum ástæðum á síðustu mánuðum, hafa ekkert fjallað um þá stétt þar sem fátækt er hvað útbreiddust.

Það er meðal bænda.

Það er líklegast þess vegna sem Samfylkingunni virðist algerlega fyrirmunað að hugsa um þá, eins og forverum hennar, Alþýðuflokknum og Kvennalistanum. Það er ekki hægt að vera með þá þversögn að kalla eftir lægra verði á landbúnaðarvörum um leið og boðað er að draga úr stuðningi við landbúnaðinn án þess að taka fátæktarumræðuna í sveitunum með.

Gestur Guðjónsson, 6.8.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband