Of rík, of sterk og síđan er ţađ frjálslyndiđ

Ţađ er fróđlegt ađ vera í Bandaríkjunum og fylgjast međ umfjöllun ţarlendra fjölmiđla af  forsetakosningunum. Ţrátt fyrir nánast stöđuga umrćđu á fréttastöđvunum um Obama og McCain er mađur litlu nćr um málefnin sem liggja ađ baki frambođunum. Ég veit hins vegar ţeim mun meira um eiginkonur ţeirra og allt um ţađ hvađ Jesse Jackson sagđi um tiltekna ađgerđ sem hann vildi framkvćma á Obama. Ţetta sagđi hann ađ vísu í ţeirri trú ađ hann vćri ekki í upptöku.

Kjarni umrćđunnar, eđa gagnrýninnar á eiginkonunum, lýtur ađ ţví ađ Michelle Obama ţykir vera of sterkur karakter og Cindy McCain of rík. Michelle hefur veriđ gagnrýnd fyrir ákveđin ummćli en um Cindy hefur gagnrýnin fyrst og fremst lotiđ ađ ţví ađ eiginmađur hennar kunni ađ vera háđur auđćfum og rekstri um of, verđi hann forseti.

Um málefnin er hins vegar ekki fjallađ nema í miklum upphrópunarstíl og virđist sem tvö lykilmálefni séu í raun ţađ sem allt snýst um. Hátt bensínsverđ, sem á íslenskan mćlikvarđa myndi teljast vera algjört útsöluverđ, og svo Írak. Annađ kemst ekki ađ, enda ţurfa stjörnunar og ástarmál Lindsey Lohan ađ fá sinn stađ í kvöldfréttunum, sem og umrćđuţáttunum sem á eftir fylgja.               

Helv. frjálslyndiđ
Úvarp Saga Bandaríkjannna, Fox News, er í essinu sínu ţessa mánuđina međ Bill O´Reilly í fararbroddi. Ţar er skotiđ hart á alla demókrata/umhverfisverndarsinna/femínista/Clinton. Ekkert er ţó verra en ađ vera liberal á Fox. Ţađ er versta skammayrđiđ í orđabókinni. Ćra óvinarins er markvisst vegin og ţví lengra sem menn ganga í ţví hefur bein áhrif á ţađ hversu oft álitsgjafinn birtist á skjánum.

Bush forseti sést ekkert í fjölmiđlum og virđist Bush vera hćttur, áđur en hann hćttir. Hann sést ekkert og Repúblikanar nefna síđustu 8 árin lítiđ sem ekkert í umrćđunni um kosningarnar. Ţađ kristallar kannski hvernig hvađa augum menn líta árangurinn í forsetatíđ Bush.

Rósastríđiđ 2007
Ţrátt fyrir takmarkađa umfjöllun um raunveruleg stefnumál er fróđlegt og skemmtilegt ađ fylgjast međ ţví hvernig Bandaríkjamenn haga sér í kosningabaráttu. Ég var í Boston fyrir fjórum árum ţegar síđasta kosningabarátta stóđ sem hćst. Ţá var lögđ mikil áhersla á persónulega nálgun gagnvart kjósendum. Frambjóđandinn sjálfur reyndi ađ hitta sem flesta sjálfur og persónulegar hringingar og rölt sjálfbođaliđa heim til fólks var áberandi hluti af kosningabaráttunni. Ţetta er ađ mínu viti skynsamleg og góđ leiđ - og í raun ótrúlegt ađ hún skuli skipa stóran sess í Bandaríkjunum. Auglýsingaflóđiđ er ţó ólýsanlegt og ţćr auglýsingar sem hér sjást eru mjög ólíkar ţví sem viđ ţekkjum heima.

Ţessari ađferđafrćđi um ađ komast sem nćst kjósendum er engu ađ síđur beitt í stórum ríkjum og ţá hlutum viđ ađ geta gert ţađ á Íslandi. Og ţetta gerđum viđ í Samfylkingunni í síđustu Alţingiskosningum og vildum einmitt nálgast kjósendur sem mest og heyra ţeirra sjónarmiđ. Viđ vildum ekki bara tala, heldur hlusta á ţađ sem fólk hafđi ađ segja okkur um ţau mál sem helst brunnu á ţeim. Viđ ákváđum ţví ađ ganga hús úr húsi međ bćklinga og rós og ég fann ţađ, og hef heyrt ţađ bćđi hjá frambjóđendum flokksins sem og kjósendum, ađ ţessi leiđ hafi veriđ mjög góđ fyrir alla. Viđ fengum tćkifćri til ţess ađ hlusta á kjósendur, mađur á mann og kjósendur tćkifćri á ţví ađ rćđa málin viđ frambjóđendur flokksins.

Vinna kannski repúblikanar? 
Ég held ađ ţađ sé beinlínis nauđsynlegt fyrir Bandaríkin ađ demókratar vinni forsetaembćttiđ. Ég er hins vegar ekki jafnviss um ađ sú verđi raunin og margir. Enn er langt í kosningar og ţađ hefur sýnst sig ađ repúblikanar kunna ađ setja fram sín sjónarmiđ međ sannfćrandi hćtti. Ţeir beita jafnframt óspart ţví ráđi ađ rćgja andstćđinginn eins og varđ raunin međ John Kerry. Stríđshetja varđ ađ föđurlandssvikara. Enn hefur Obama nokkra yfirburđi en mér hefur sýnst sem ađ forskotiđ sé ţannig ađ ţađ sé ekki óyfirstíganlegt og ađ McCain sé heldur ađ sćkja í sig veđriđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heimsins vegna og friđarins vegna verđa Demokratar ađ vinna. Demokratar eru miklu skárri kostur ţó hann sé enganveginn fullnćgjandi enda lýđrćđislitrófiđ afleitt í Bandaríkjunum. Ţar ríkja tveir keimlíkir Stjórnmálaflokkar sem skiptast á ađ stjórna. Fyrir mér er slíkt uppskrift á afleiddu lýđrćđi.

Brynjar Jóhannsson, 22.7.2008 kl. 21:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband