15.7.2008 | 13:29
Forleikur að Evrópusambandsaðild
Hugmynd Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um samningsbundna upptöku evrunnar er góðra gjalda verð. Björn sýnir með þessu frumkvæði í Evrópuumræðu innan Sjálfstæðisflokksins. Öllu máli skiptir að horfa til framtíðar þegar kemur að tengslum Íslands við Evrópusambandið.
Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar mun ræða hugmynd Björns Bjarnasonar. Forsætisráðherra hefur m.a. vísað þessari hugmynd til nefndarinnar. Eitt af meginhlutverkum Evrópuvaktarinnar er að kanna gaumgæfilega hvernig hagsmunum Íslendinga verður best borgið í framtíðinni gagnvart Evrópusambandinu. Og hugmynd Björns fellur vitaskuld undir það hlutverk vaktarinnar.
Verður rætt í Brussel
Evrópuvaktin mun einnig ræða leið Björns Bjarnasonar við forsvarsmenn Evrópusambandsins þegar við höldum til Brussel í september. Sjálfur hef ég hins vegar verulegar efasemdir um að þessi kostur teljist tækur, en hins vegar verður að fá endanlegt svar um þetta atriði eins og önnur.
Ég er hins vegar sammála orðum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hingað til hefur afstaða Evrópusambandsins verið nokkuð afdráttarlaus og í sjálfu sér þarf ekki að koma á óvart að sambandinu hugnist lítt að þjóðir taki evruna upp bakdyramegin - hvort sem það er gert einhliða eða tvíhliða.
Þrýstingurinn stöðugt að aukast
Á endanum veltur þetta einfaldlega á því hvort að pólitískur vilji standi til þess að fara þessa leið hjá ESB. Er pólitískur vilji hjá Evrópusambandinu fyrir því að semja á þessum nótum við Íslendinga? Hvaða hag hefur ESB af því að semja með þeim hætti? Og er pólitískur vilji hjá Íslendingum að fara þennan millileik?
Í mínum huga er þessi hugmynd Björns Bjarnasonar millileikur. Ég spái því að þrýstingur frá samtökum atvinnurekenda sem og verkalýðshreyfingunni verði enn þyngri á næstu mánuðum og misserum og í sjálfu sér er það athyglisvert að þrýstingurinn á ESB aðild er stöðugt að aukast. Núverandi ástand er ekki boðlegt fyrir íslensk fyrirtæki og heimili.
Hagsmunamatið býður upp á opnun
Það er ekkert launungarmál að stjórnarflokkarnir vilja fara mismunandi leiðir í Evrópumálunum. En þó þarf að minnast þess að í Sjálfstæðisflokknum hefur spurningin um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu verið sögð snúast hagsmunamat. Nú kann að vera að þetta mat á hagsmunum sé að breytast.
Þessi nálgun felur jafnframt í sér leið til að nálgast Evrópusambandsspurninguna á nýjan hátt, kalli hagsmunir Íslands á það. Hugmynd Björns Bjarnasonar birtist því mér sem forleikur að fullri aðild að Evrópusambandinu.
Náttröllin láta í sér heyra
Það vakti athygli mína að spurningin í íslenskum stjórnmálum lýtur ekki aðeins að því hvort hagsmunum Íslendinga sé best borgið með því að ganga í ESB eða standa utan þess. Vinstri græn kynna til leiks þriðju leiðina og af henni má ráða að flokkurinn er að festast í hlutverki nátttröllsins í íslenskri pólitík. Ögmundur Jónasson benti nýverið á þá leið að Ísland færi einfaldlega úr EES-samstarfinu. Með þessu útspili sínu sagði Ögmundur í Kastljósinu í gærkvöldi að hann ,,vildi dýpka umræðuna og ,,fara nær skynseminni.
Þessi hugmynd Ögmundar getur þó hvorki talist skynsöm né djúp. Það vita allir sem eitthvað þekkja til þeirra kosta sem EES-samningurinn hafði í för með sér, með innri markaðinum og fjórfrelsinu, sem hefur haft grundvallarþýðingu fyrir atvinnulíf sem og íslensk heimili.
Vandséð er að greina kosti samfara þessari leið og læt ég Vinstri Grænum eftir að reifa þau sjónarmið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Sko Einar, ég er alls ekki neinn Kommi, það getur pápi þinn fullkomlega staðfest fyrir mína hönd. Hinsvegar vil ég hyggja að, hvað þeir kvaka, sem vilja aðrar leiðir í villum.
Það ver gert vestra og var affarasælt.
Svo mun enn.
Svisslendingar fengu miklu miklu betri samning TVÍHLIÐA en við í EES bullinu.
Við ættum að skoða þá leið gaumgæfilega ÁÐUR en sleggjurnar falla í dómum.
Það gerði afi þinn.
Kratismi hefur hvurgi orðið til heilla, svo mikið er víst, þeir búa til stirð og leiðinleg Kerfi og leggja svo alla sína trú á þau.
Mér leiðist skoðunar þöggun, bæði hjá mínum mönnum og öðrum.
Það er allsendis óskoðað, að við fengjum ekki mun betri samninga og héldum enn meiri völdum um okkar mál en í inngöngu landráðum.
Það er nefnilega mín skoðun og mjög margra annarra, að EES samningurinn hafi jaðrar við drottinssvik og barði ég á hlustum Davíðs og Kjartans um þau efni með löngu og hrútleiðinlegu máli.
Læt hér lokið að sinni en berðu föður þínum kveðju mína frá Miðbæjarskólanum og feliri menntastofnunum og götulífinu í Vesturbænum og Miðbæ.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 15.7.2008 kl. 13:48
Sæll Ágúst Ólafur
Evrópumálum?
Ísland er í Evrópu, er það ekki?
Af hverju segið þið þetta ekki bara eins og það er og þá beint við ESB: hendið í okkur peningunum og látið okkur svo í friði!
Þetta er átakanleg umræða og sem undarlega ekki fór fram þegar "gengið", já gengið, var "hærra". ESB er ekki gjaldmiðill. ESB er félagsskapur 27 þjóða sem alltaf eru að verða fátækari og fátækari miðað við Ísland og Bandaríkin. Atvinnuleysi hér er núna 7,2% en er samt í sögulegu lágmarki. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri er 15%. Skattar sem hlutfall af heildar landaframleiðslu ESB eru komnir í 40% og fara hækkandi og ekki lækkandi. Þetta hlutfall er 29% á Íslandi.
Hinn innri markaður virkar ekki. Hann er kenning á pappír. 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME). Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB. Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB. Aðeins 12% af aðföngum (inputs) fyrirtækjanna eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
Lissabon markmið ESB sem áttu að gera okkur hér í ESB að ríkasta og samkeppnishæfasta hagkerfi í heims árið 2010. Það stendur núna svona:
Þjóðartekjur á mann í ESB 2004 voru 18 árum á eftir tekjum í BNA
Þjóðartekjur á mann í ESB 2006 voru 21 árum á eftir tekjum í BNA
Þjóðartekjur á mann í ESB 2007 voru 22 árum á eftir tekjum í BNA
Framleiðni í ESB 2004 var 14 árum á eftir framleiðni BNA
Framleiðni í ESB 2006 var 17 árum á eftir framleiðni BNA
Framleiðni í ESB 2007 var 19 árum á eftir framleiðni BNA
Rannsóknir og þróun í ESB 2004 var 23 árum á eftir BNA
Rannsóknir og þróun í ESB 2006 var 28 árum á eftir BNA
Rannsóknir og þróun í ESB 2007 var 30 árum á eftir BNA
Atvinnuþáttaka í ESB er núna 11 til 28 árum á eftir BNA
Hafið þið enga sómakennd? Blekið er varla þornað á sjálfstæðisyfirlýsingu Íslenska Lýðveldisins. Það hefur aldrei í sögunni skeð að svo ríkt land sem Ísland nú er orðið, þökk sé frelsinu sem vannst árið 1944, hafi gengið í ESB. Aldrei! Öll þau lönd sem á undanförnum mörgum árum hafa gegnið í ESB hafa verið nánast gjaldþrota eða verið af flýja undan kommúnisma eða hálfgjaldþrota velferðarkerfum sem gátu ekki fjármagnað sig lengur.
Sum hin eldri og "ríku" lönd ESB eru að detta niður á skala OECD yfir ríkustu þjóðir í OECD. Á meðan þá hefur Ísland þotið framúr flestum af þeim. ESB er staðnað og situr fast, því fer aftur og hrakar hratt. Það er að verða fátækara miðað við sett markmið ESB og miðað við efnahag þegna á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Ísland er alltof ríkt til að geta fengið nokkurn skapaðan hlut út úr ESB aðild. Nema ef væri mikið og landlægt atvinnuleysi áratugum saman, versnandi lífskjör, verra heilbrigðiskerfi, minni velmegun, minna lýðræði, minna frelsi, minni möguleika, minni velferð og meiri visnun á þeim virku vöðvum frelsisins sem hafa gert Ísland að ríkri þjóð. Sterkur framtíðarvilji og virkir vöðvar frelsisins munu alltaf visna í faðmi ESB því þeir verða notaðir minna og minna. Kassahugsun, nýlenduótti og þverrandi sjálfsábyrgð og framtíðarvilji mun setjast að í hjörtum Íslendinga.
Sósíal-demo-kratar og skriffinnar eru búnir að yfirtaka ESB. Þetta var í byrjun óskabarn íhaldsmanna og atvinnurekenda en er núna orðið óskabarn Sósíal-demo-kratar, embættimanna, kassamanna og áætlunargerðamanna með penna. Allir vita hvernig svona verk enda. Það þarf ekki annað en að kíkja í sögu svokallaðra "byltingarkenndra framfara" í Evrópu síðustu 100 árin. Hún var öll framkvæmd undir formerkjum SÓSÍAL
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.7.2008 kl. 14:48
Það kann að vera að sjálfstæðismenn spyrji sig hvaða hagsmunum verði fórnað þegar að gengið er í ESB. Samfylkingin hefur aftur á móti gert upp hug sinn. Hún er reiðubúin að fórna sjálfstæðum sjávarútvegi og landbúnaði í landinu. Þó svo að þú og félagi þinn ályktið í skýrslu Evrópunefndarinnar að Íslendingar muni halda óbreyttum veiðiréttindum um ókomna tíð í íslenskri lögsögu þá er sú ályktun hrein og klár ósannindi. Jú vissulega er það rétt að það eru til undanþágur frá þeirri meginreglu að öll nýting náttúrauðlinda eins og fiskistofna sé sameiginleg en þið hljótið að sjá að það eru undanþágur. Þess vegna getur sú staða komið upp að Evrópuþingið afnemi undanþágurnar og þá höfum við sannarlega glatað fiskimiðunum.
Eitt af óvissuþáttunum varðandi kostnað við ESB er hversu mikið dregið verður úr styrkjum við landbúnaðinn. Ríkisstjórn Íslands verður hreinlega hagur í því að draga styrkjum til atvinnugreinar sem að stendur nú þegar höllum fæti. Hvaða ályktun getur maður dregið aðra en þá að Samfylkingin sé einfaldlega sama um landbúnaðinn.
Hagsmunamat Samfylkingarinnar liggur alveg ljóst fyrir. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram að styðja hagsmuni þjóðarinnar, nú þegar Samfylkingin virðist vera reiðubúin að fórna þeim.
Jóhann Pétur Pétursson, 15.7.2008 kl. 23:16
Kæri Jóhann Pétur. Sjálfstæður sjávarútvegur, ertu ekki að grínast?
Hversu mikið verður dregið úr styrkjum til landbúnaðarins? Í fyrsta lagi styrkir ESB landbúnaðinn á ýmsan hátt og í annan stað langar mig til að vita hvort þú sért ekki fylgismaður sjálfstæðs landbúnaðar, fyrst þú ert fylgjandi sjálfstæðum sjávarútvegi?
Jón Halldór Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 00:43
Gunnar Rögnvaldsson talar um að skattar hér séu 40% í ESB miðað við 29% hér á landi. Ertu að kasta ryki í augu fólks? Eru skattar hér ekki 37% með útsvarinu? Ekki mikill munur.
Svo er skrýtið hvað menn eru fastir í því að vera á móti, er Davíðisminn enn að stríða ykkur? Sjálfstæðisflokkurinn leitar nú allra leiða til að breyta um skoðun og þið undirtátar flokksins eruð ekki að gera honum þetta léttara með endalausum Davíðisma. Það er reyndar gaman að sjá hvernig flokkurinn engist sundur og saman við tilburðina, því það vita allir hvert stefnir.
Kannski að þessi kreppa verði okkur Íslendingum til góðs, þ.e. að við göngum fyrr en ella inn í ESB,
Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 06:58
Valsól -> lesa aftur
Skattar sem hlutfall af heildar landaframleiðslu ESB eru komnir í 40% og fara hækkandi og ekki lækkandi. Þetta hlutfall er 29% á Íslandi
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 16.7.2008 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.