Hvað höfum við gert?

Samfylkingin hefur nú verið í ríkisstjórn í liðlega eitt ár. Árið hefur verið viðburðaríkt og þrátt fyrir að efnahagsástand sé nokkuð erfitt hefur mörg jákvæð mál náð fram að ganga þetta fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar. Eftir stendur vitaskuld að margt er eftir og auðvitað verða efnahagsmálin í forgrunni á komandi mánuðum.

Ég ætla að leyfa mér að birta hér stutta samantekt  (sem einnig birtist í 24 stundum) á þeim fjölmörgu verkefnum sem nú þegar hafa komið til framkvæmda eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Að sama skapi er ástæða til að geta þess að neðangreindur listi er engan veginn tæmandi, eðli málsins samkvæmt.

• Bætt stuðningskerfi fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra

• 17% hækkun á fjárframlögum til menntunar og rannsókna milli ára

• Þreföldun á fjármagni í heimahjúkrun á þremur árum

• Stimpilgjöld afnumin fyrir fyrstu kaupendur íbúðahúsnæðis

• Fyrsta aðgerðaráætlunin fyrir börn samþykkt - Unga Ísland samþykkt

• Skattleysismörk verða hækkuð um 20.000 kr á kjörtímabilinu ofan á verðlagshækkanir

• Skerðing bóta vegna tekna maka afnumin

• Skerðing lífeyrisgreiðslna vegna séreignasparnaðar afnumin

• Lífeyrisgreiðslur hækkaðar um 9 milljarða króna á heilu ári og jafngildir það u.þ.b. 17% hækkun lífeyris, miðað við síðasta ár

• Hækkun greiðslna til lífeyrisþega sem hafa hvað verst kjör um 24.000 kr. á mánuði

•  Afnám tekjutengingar vegna launatekna þeirra sem eru 70 ára og eldri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað í 100.000 kr.

• 300.000 króna frítekjumark á lífeyrisgreiðslur örorkulífeyrisþega

• Aldurstengd örorkuuppbót hækkuð

• 60% aukning á fjármagni til Samkeppniseftirlitsins á 2 árum

• 50% aukning á fjármagni til Fjármálaeftirlitsins milli ára

• 25% aukning á fjármagni til Umboðsmanns Alþingis milli ára

• Fjárframlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tryggð á fjárlögum

• Tæplega helmings aukning á fjármagni til samgöngumála milli ára

• Ný jafnréttislög sett og aðgerðir gegn kynbundnum launamun hafnar

• Ný orkulög sett þar sem opinbert eignahald er tryggt á auðlindunum

• Vinna hafin við rammáætlun um umhverfisvernd og öllum umsóknum um ný rannsóknarleyfi vísað frá á meðan

• Skerðingarmörk barnabóta hækkuð um 50%

• Hámark húsaleigubóta hækkað um 50%

• Eignaskerðingarmörk vaxtabóta hækkuð um 35%

• 24 ára reglan þurrkuð út úr útlendingalögunum

• Íbúðalán Íbúðalánasjóðs miðast nú við markaðsvirði en ekki brunabótamat

• Stóraukið frumkvæði á alþjóðavettvangi og aukið fjármagn í þróunarmál

• Trúfélögum heimilað að staðfesta samvist samkynhneigðra

• Einhleypum konum heimilað að fara í tæknifrjóvgun

• Fyrstu innheimtulögin sett

• Stjórnarráðinu og þingskaparlögunum breytt með róttækum hætti

Eins og má sjá á þessari upptalningu hefur ríkisstjórnin nú þegar komið fjölmörgum málum til leiða. Það er hins vegar augljóst að málefni eldri borgara, öryrkja og barnafjölskyldna eru í forgangi hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Fjárfestingar í innviðum samfélagsins s.s. í samgöngu- og menntamálum hafa verið tryggðar ásamt í nauðsynlegum eftirlitsstofnunum. Þá hafa jafnréttismál verið sett á oddinn ásamt hagsmunamálum neytenda en það var löngu tímabært.

Verk hinnar frjálslyndu umbótastjórnar tala sínu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ólafsdóttir

Hvernig væri að bæta á þennan lista að þið hafið beitt ykkur fyrir því að borga ljósmæðurum mannsæmandi laun og stand við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum um að meta menntun til launa og leiðrétta kynbundin launamun. Eru þetta bara orðin tóm sem standa þar?

kv

Hrafnhildur

Hrafnhildur Ólafsdóttir, 9.7.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

ég gleðst yfir því hvað þið hafið verið að gera, gott mál.

En langar að vita ef þú getur svarð mér um hvað mörg % aldurstengd örorka hækkaði ???

Annað sem að mér persónulega finst.  Hvernig dettur Ríkissjóði í hug að innheimta bifreiðagjöld af eldri borgurum ?   Þessir aðilar sem eru að keyra um þe fá læknisvottorð um akstursgetu  og eru allflestir rétt aðeins að aka innanbæjar

Að lokum, ég er ánægð með hækkun húsaleigubóta og vona að það komi mörgum til góða. En hvernig er það ef að ég á íbúð, verð að leigja hana vegna þess að ég stunda nám annarstaðar, þá á ég ekki rétt á húsaleigubótum sjálf ?     Auk þess á ég ekki rétt á vaxtabótum af mínu húsnæði sem ég er að leigja , samt verð ég auðvitað að borga af húsnæðinu mínu öll þau lán sem að á henni hvíla,  auk þess borga ég 10 % af leigutekjum í skatt??  

Þetta er amk sagt og hvernig má þetta vera ?

Að lokum, ég er með dæmi um 17 ára einstakling sem að missti annað foreldri sitt, fékk því greiddan út arf sem líklegast framfærslueyrir   og þessi sami einstaklingur er í námi ,leigir húsnæði en er skert um húsaleigubætur út af því það fékk arf eftir foreldri sitt, sem það mundi mikið frekar vilja hafa hér hjá sér..  Hvaða helv tvískinnungur er þetta

ég vona að þú hafir manndóm í þér að svara mér ef ekki hér á síðunni þá á netfang mitt ef þú óskar

Erna Friðriksdóttir, 9.7.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Glæsilegur listi.

En "aðgerðaráætlun" er alveg fáránlegt orðskrípi, að mínu mati. Hér er varla um eina "aðgerð" að ræða og "framkvæmdaáætlun" hljómar mun betur í mínum eyrum. "Við ætlum að framkvæma þessa hluti." "'Áætlun um framkvæmdir." "Framkvæmdaáætlun."

Þorsteinn Briem, 9.7.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Áætlun um framkvæmdir   geta verið misvísandi.........    Betra er : þetta erum við búin að gera ..........er það ekki ??

Erna Friðriksdóttir, 9.7.2008 kl. 22:44

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erna. Ég var nú að meina það sem stendur hér að ofan:

• Fyrsta aðgerðaráætlunin fyrir börn samþykkt."

"Aðgerðaráætlun" vísar væntanlega til þess sem ætlunin er að gera.

Örorkubótakerfið er tóm steypa og hrærigrautur eins og það er núna og vonandi verður því breytt og það einfaldað mjög mikið um áramótin.

Enda þótt öryrkjar geti nú haft 100 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði til næstu áramóta, án þess að þær skerði lífeyrisgreiðslur þeirra frá Tryggingastofnun, myndu greiðslur til þeirra frá lífeyrissjóðunum væntanlega skerðast mjög mikið vegna þessara atvinnutekna.

Hér geturðu séð hvað hver og einn fékk mikla hækkun á aldurstengdri örorkuuppbót 1. júlí síðastliðinn. Hækkunin er mismikil eftir aldri, 5-67% frá 20 til 66 ára aldurs, sýnist mér:

http://www.tr.is/tryggingastofnun/breytingar-a-lifeyrisgreidslum/

Þorsteinn Briem, 9.7.2008 kl. 23:20

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ég skil ekki að stjórmarmenn, þe á Alþingi ,  geti ekki bara sagt þetta fólki á einfaldri ÍSLENSKU ????

kerfið hér er orði'svo rotið.FÓlk bíður langtímum sama í símanum af þvi það er nr 25 eftir svari

Erna Friðriksdóttir, 10.7.2008 kl. 01:21

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Úff það er naumast það er bruðlað í Stjórnarráðinu á meðan almenningur er hvattur til að herða ólina. Sennilega er það kosturinn við að hafa tekjulind sem enginn getur valið frá að tilheyra.

Geir Ágústsson, 15.7.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 144254

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband