7.2.2008 | 13:17
Okurbúllan Ísland
Enn á ný fáum við fréttir að Ísland er okurbúlla. Nýjar upplýsingar frá Hagstofu Íslands sýna samanburð á landsframleiðslu og verðlagi í ríkjum Evrópu. Ísland er í sjötta sæti hvað varðar landsframleiðslu en er með hæsta verðlagið.
Svona samanburður á verðlagi annars vegar og landsframleiðslu hins vegar er talinn geta gefið ágætar vísbendingar um lífskjörin. Í þessum samanburði kemur Ísland ekki sérlega vel út, miðað við nágrannalöndin, og þetta staðfestir að verðlagið hér á landi er óþarflega hátt.
Ég hef ítrekað talað fyrir því að eitt stærsta baráttumál almennings í þessu landi er lægra verðlag. Neytendamálin eru fyrst núna, hjá þessari ríkisstjórn, að nálgast þann sess sem þau eiga skilið. Hér þurfa almannahagsmunir að ríkja og sérhagsmunir að víkja.
Matur og drykkur 64% dýrari en í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Okurbúllunni Íslandi verður ekki breytt nema með grundvallarbreytingu í kerfinu hjá okkur. Þú veist eins og ég að það verður að fella niður tolla og vörugjaldavitleysuna. Í samhengi við það verður að gera landbúnaðinn að sjálfbærri framleiðslugrein.
Vegna fjarlægðar verðum við óhjákvæmilega með eitthvað hærra vöruverð vegna flutningskostnaðar, en þar skortir nú sárlega samkeppni. Það er ekki virk samkeppni í flutningum til Íslands, frekar en í bankakerfinu, tryggingum, orkusölu, smásölu og mörgu öðru sem hægt er að telja upp.
Ekki segja mér að við verðum að ganga í ESB, okurvandamálið okkar er nefnilega bara heimatilbúið, við þurfum ekki að henda endanlega frá okkur vandfengnu sjálfstæði til að laga til í okurmálunum hér heima.
Sem formaður viðskiptanefndar, og auk þess í stjórnarmeirihluta, ertu í aðstöðu til að hreyfa við málum, notaðu nú tækifærið. Í næstu kosningum verður þú nefnilega minntur á árangurinn af þessari stjórnarþátttöku.
Haukur Nikulásson, 7.2.2008 kl. 13:55
Hvernig væri að setja þeta í samhengi við kaupmátt launa? Síðast var verðlagið lægst í Rúmeníu að mig minnir. Viljum við kannski rúmenskan kaupmátt hér á landi?
Hjörtur J. Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 15:49
Hjörtur, hvernig færðu út að kaumáttur launa og okur eigi að vera í einhverju samhengi?
Haukur Nikulásson, 7.2.2008 kl. 16:16
Haukur hvernig stendur á því að þú sért ekki samhengið á milli launakostnaðar og verðs á vöru og þjónustu?
Þess vegna ætti að miða við hversu mikill kaupmáttur lægstu launataxta er í hverju landi ekki verðið beint það gefur betri samanburð. Ég er aftur á móti ekki sanfærður um að okrið hér álandi batni mikið við það en kannski eitthvað.
Reyndar er ég með tillögu um hvernig við getum látið þingmenn taka á málinu og það hratt, það er að láta laun þeirra fylgja lægsta taxta á vinnumarkaði þannig að þeir finndu á eigin skinni hvernig það er að láta þau laun duga.
En ég er aftur á móti nokkuð viss um að enginn þeirra 63. sem á þingi sitja muni nenna að lggja það til, því til þess eru þeir of upptekir af að láta sér líða vel.
Einar Þór Strand, 7.2.2008 kl. 19:20
Það er alveg nokkuð til í þessu hjá Hirti.
Laun og ýmis tilkostnaður annar heldur uppi háu verðlagi hér á landi. Þessi dýrtíð veldur því að kaupkröfur eru hærri hér en viða annars staðar í Evrópu.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 21:04
Ef menn hafa áhuga á að spá í framtíðina og jafnvel græða á því þá eru allir helstu fjárfestar heimsins að snúa sér landbúnaðar hrávöru. Síðustu 35 ár höfum við búið við offramleiðslu matvæla, sem er einstakt tímabil í þekktri sögu, en nú er það búið. Öll matvælafjöllin eru uppurinn og fólki fjölgar um 200.000 á dag í heiminum. Ríkir Asíubúar sem orðnir fleiri en allir Evrópubúar eru að koma inn á markaðina og spyrja ekki um verð. Búvöruframleiðslan í heiminum hefur ekki verið að aukast og sem dæmi að ef þú ákveður í dag að fara að framleiða nautakjöt þá varan tilbúinn eftir 3 ár en á meðan fjölgar neytendum um 200 000 á dag. Hveiti, undirstaðan fyrir 80% allra matvæla í heiminum (kjöt,pasta,brauð og fleira)er orðin skortsvara Hérna er verð þróunun Síðustu tíu ár á heimsmarkaði. Ég held að allir skynsamir menn hljóti að sjá að það rétt að fara varleg. Ég veit það að var ekkert sjálfgefið að bændur fengju áburð nú í vor. Indverjar tæmdu alla hveitilagera á einu bretti í Danmörku í fyrrahaust, fyrsta skipti frá stríði að þeir tæmast
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.2.2008 kl. 21:44
Þið stjórnmálamenn sem viljið láta taka ykkur alvarlega ættuð að fara að huga að matvælaöryggi fyrir þjóðina en ekki að eyða tímanum núna í þrætur um verð. Ástandið í heiminum í að tryggja fólki mat er orðið heldur óhugnanlegt. Það heyrast tölur um hækkanir á matvöru í Evrópu á bilinu 15-50% vegna hruns í framboði. Um fimmtugur af uppskeru í Kína fór fyrir lítið í kuldakastinu síðustu vikurnar, áburður er að hækka um 70%, korn um svipaðar hlutfallstölur og svona mætti lengi telja.
Svo hafa bloggarar bent á hér að ofan að það þarf að setja verð á vörum í samhengi við kaupmátt launa.
Calvín, 8.2.2008 kl. 00:03
Einar Þór, ég er eins og Haukur, ég sé ekki af hverju góð laun á Íslandi réttlæta ósanngjarna álagningu á innfluttum vörum.
Ég sé sjampóbrúsa sem kosta 3 dollara í Bandaríkjunum selda hér á 1200 krónur. Er það af því ég er með betri laun en ef ég byggi í Rúmeníu?
Það er eins og að segja að búðahnupl sé í lagi af því verslunareigendurnir séu svo ríkir.
Kári Harðarson, 8.2.2008 kl. 10:50
Kári
Ætli það sé ekki vegna afgreiðslufólkið í Rúmenu er með 18.000 Kr á mánuði í laun en í bónus með 180.000 Kr
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 11:06
Samkvæmt blaðagrein sem ég sá fyrir nokkru er Wal-mart að greiða fólki í kringum 280 kr á tíma fyrir 8 tímana en hafa ekkert greitt fyrir yfirvinnu en fara fram á hana og ef þú neita geturðu fengið þér vinnu annarstaðar
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 11:14
Ég hef unnið við innflutning og sölu á tölvubúnaði í bráðum 27 ár.
Okurverð á Íslandi tengist fyrst og fremst tollum, vörugjöldum, hárri virðisaukaskattsprósentu og síðan skorti á virkri samkeppni í of mörgum greinum.
Eins og Kári benti á eru laun hér ekki helsta ástæða fyrir okri. Í minni grein er álagning með því lægsta sem gerist vegna vel virkrar samkeppni.
Hærra verð á tölvubúnaði hér á landi er bara tilkomið vegna hærri flutningskostnaðar og virðisaukaskatts sem fólk gleymir að reikna með þegar verðsamanburður er gerður við útlönd.
Haukur Nikulásson, 8.2.2008 kl. 13:11
Ég er að hugsa um að kaupa mér tölvu, HP Compaq 6715b. Þessi tölva kostar á tilboði 159.900kr hjá fartölvur.is en kostar á Ebay $600 til $700 sem er frá 41.000 til 47.000 og ekki eru það tollarnir sem eru að þvælast fyrir. Þetta er fjórfaldur verðmunur. Ég held að menn ættu að hætta að væla yfir matarverðinu þó það sé 60% hærra
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 13:56
Í Færeyjum er verð á matvöru mikið lægra en hér á landi,Ég hef keypt mikið af matvöru í Færeyjum um langt skeið og það munar umtalsvert.
Laun hjá okkur er upp til hópa ekkert sérstaklega gott,lágmarkslaun undir 150.000
Tannlæknaþjónusta fer með fjárhag barnafjölskyldunnar.
Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 14:58
Ég er sammála mörgum "kommentum" hér að ofan. Hátt verð fyrir hinar ýmsu vörur er einhvern veginn alltaf tengt velmegun o.s.frv. Íslendingar geta ekki horft framhjá þeirri staðreynd, að Ísland er eitt besta ríki í heimi til að lifa í. Hér er best að fæðas, lifa og deyja. Samt sem áður er hér að finna fátækt og þröngar aðstæður hjá mörgum fjölskyldum. Slíkt verðu alltaf við lýði, alveg sama hvernig "kerfi" er við lýði.
Samheiti á uppnefni Ágústs Ólafs, Okurbúllan Ísland gæti verið Hilton hótelið Ísland.
Hvað er það sem ýtir verðlaginu upp? Verð á matvöru? Eldsneyti? Íbúðaverð?
Hvar er staðreynda leit fjölmiðlana í þessum málum?
Heiðar Lind Hansson, 9.2.2008 kl. 22:56
Úps. Staðreyndirnar eru á sínum stað í Mogganum!
Heiðar Lind Hansson, 9.2.2008 kl. 22:59
Algjörlega sammála þér Ágúst.
Ef hér væri samkeppni þá væri verðmiðinn annar. Hér er verði stýrt til hagsbóta fyrir þá er eiga matvöruverslanirnar. En það er algjört "tapú" að tala um það og algjörlega bannað. Ég reyndi það eitt sinn á minni síðu og fékk í hausinn að ég væri eins og Jónína "Baugsdóttir".
Halla Rut , 11.2.2008 kl. 19:38
Það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Ég hef séð í Hagkaup svínakjöt frá Tyson í Bandaríkjunum sem er næst stærsti svínakjötsframleiðandi í heiminum með 800 þúsund gyltur
Hérna er ég með frétt úr Landbrugs Avisen sem segir að þeir (Tyson) hafi ekki áhuga á að flytja kjöt til Kína vegna þess að Kínverjar leyfa ekki vaxtahormónið Ractoparmin. Ef þeir fá ekki að nota það borgar sig ekki flytja kjötið kjötið þangað.
Ég spurðist fyrir hvernig stæði á því að þetta sterakjöt væri í verslunum hér.
Svarið sem ég fékk hjá landbúnaðarstofnun var að ekki væri gerð krafa hér á Íslandi um sterafrítt kjöt ef um elduð matvæli væri að ræða
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 13.2.2008 kl. 11:42
Hvað mega þeir segja sem búa út á landi, hafa ekki lágvöruverslanir, launin eru þau lægstu sem hægt er að fá ef þú ert bara verkamaður......... húsnæði okkar er metið ansi lítið ef við viljum seljaog reyna að koma okkur á svæði kring um Höfuðborgina þá megum teljast heppin ef við fáum 2 herb íbúð á Höfuðborgarsvæðinu fyrir kanski 160 fm íbúð + bílskúr. Er þetta í lagi ?
Erna Friðriksdóttir, 14.2.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.