26.1.2008 | 09:10
Formennska í tveimur mikilvægum nefndum
Það er stundum sagt að tveir hópar í samfélaginu eigi að vera settir í forgang, börnin og aldraðir. Og í raun kemur slíkt fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Það er því mikill heiður og ábyrgð að fá að gegna formennsku í tveimur nefndum sem fjalla einmitt um stöðu þessara mikilvægu hópa.
Fyrri nefndin sem ég gegni formennsku í er samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Verkefni samstarfsnefndar um málefni aldraðra eru að stjórna Framkvæmdasjóði aldraðra og gera tillögur til ráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Þá ber nefndinni að vera félags- og tryggingamálaráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra og að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra. Þessi málaflokkur hefur lengi verið pólitísk bitbein enda verkefnin næg. Það verður því afar spennandi og krefjandi að leiða þessa nefnd.
Seinni nefndin sem ég leiði á að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. Nefndinni verður jafnframt falið að fjalla um réttarstöðu stjúpforeldra og aðstæður þeirra. Meginverkefni nefndarinnar verða að kanna fjárhagslega og félagslega stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpforeldra, að skipuleggja og vinna að söfnun upplýsinga um þessa hópa foreldra og stöðu þeirra, að fara yfir réttarreglur sem varða hópana og gera tillögur til hlutaðeigandi ráðherra um hugsanlegar úrbætur í málefnum þeirra á grundvelli löggjafar og/eða tiltekinna aðgerða.
Eins og má sjá þá er þetta risavaxið verkefni enda mörg álitaefni hér á ferð. Nú erum við í þessari nefnd búin að hittast tvisvar sinnum en einvalalið situr í þessari nefnd með mér, eins og reyndar í þeirri fyrri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Varstu nokkuð búinn að gleyma því Ágúst Ólafur að skýra fyrir mér í hverju stórkostlegu kjarabæturnar til handa öryrkjum væru fólgnar?
Eða er það stjórnmálamanni samboðið að slá svona fram án rökstuðnings og þverskallast við að gera grein fyrir máli sínu?
Ég er þolinmóður og minnugur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2008 kl. 14:14
Nú þarf ríkisstjórnin að reka af sér slyðruorðið í málefnum eldra fólksins. Þau hafa verið til háborinnar skammar að ekkisé meira sagt. Kynslóðin sem lagði til tölulega mest á sig ber minnst úr bítum!
Taka þarf á öllu þessu ranglæti sem eldri borgaranir eru beittir: tekjuskattur á lífeyrisgreiðslur - þar ætti fjármagnsskattprósentan að nægja!
Greiðslur til heilbrigðiskerfisins eru mörgum efnalitlum ellilífeyrisþegum mjög þungbærar og núverandi heilbrigðisráðherra hækkaði þær! Hvar voruð þið Samfylkingarfólk þegar sú ákvörðun var tekin?
Svon má lengi telja.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2008 kl. 15:41
Láttu ekki tæknilegar orðaflækjur og úrtölur embættismanna draga úr þér kjark við að koma hugsjónunum í framkvæmd.
Calvín, 26.1.2008 kl. 18:21
Nafnið hljómar vel og lítur vel út á pappír, en hvað gerir þessi nefnd, Það er varla margra manna verk að úthluta úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru ær og kýr stjórnmálamanna að skipa í nefndir, sem oftar en ekki skila litlu og engu, eða þá einhverju, sem kemur þeim sem eiga að njóta, að litlu gagni. Nú átt þú leik ungi maður, segist hafa áhuga á að rétta hlut eldri borgara, brettu þá upp ermarnar og láttu verkin tala.Ég bendi þér á það sem Calvin skrifar hér fyrir ofan,er sammála honum. KVeðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.1.2008 kl. 22:05
Búin að skrifa hér romsu um mál eldri borgara og öryrkja en það kemur ekki ????? Finst nú að Ríkisstjórnin eigi að láta til sín taka........
Erna Friðriksdóttir, 28.1.2008 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.