24.1.2008 | 17:43
Dúsu-kallarnir
Atburðarrás síðustu daga í borgarstjórn endurspeglar ekkert annað en nakta valdapólitík þeirra sem stuðluðu að því að sprengja meirihluta Tjarnarkvartettsins. Það segir sína sögu að 74% borgarbúa styðja ekki meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Tölurnar benda til þess að kjósendur Sjálfstæðisflokks séu sömuleiðis margir hverjir ósáttir við þennan ráðahag.
Aðdragandinn að slitum 100 daga-meirihlutans var enginn, hvorki pólitískur né persónulegur. Allt önnur staða var uppi þegar að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk fyrr í haust. Það blasir við. Það verður fróðlegt að sjá hvernig að þessum veiklaða meirihluta tekst að vinna úr REImálinu sem beinlínis splundraði borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks fyrir örfáum mánuðum síðan.
Það vekur nokkra athygli sem í ljós hefur komið að Sjálfstæðismenn voru í þeirri trú að Margrét Sverrisdóttir væri fylgjandi þessum ráðahag. Það kæmi mér ekki á óvart, miðað við það hvernig meirihlutinn var myndaður, að upp úr dúrnum komi að einhverjir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ekki fengið upplýsingar um það sem í vændum var fyrr en á lokametrunum. Þeir hljóta að vera hugsi um sína stöðu nú.
Í dag virðist því miður sem að borgarpólitíkin snúist um lítið annað en dúsur. Borgarstjórnarfundurinn í dag snerist um það eitt af hálfu meirihlutans að skipta niður bitlingum. Þeir Ólafur F. og Vilhjálmur Þ. eru ekki öfundsverðir af því að fara af stað með þetta samstarf, jafn veikt og það er og án stuðnings þorra almennings. Ég spái því að þessi meirihluti muni ekki lifa kjörtímabilið á enda.
Annað sem maður hefur heyrt í dag er að fáir virðast leggja trúnað á að Björn Ingi sé í raun hættur í pólitík. Það sé einfaldlega ekki í hans karakter að yfirgefa hið pólitíska sviðsljós. Vísað er til þess að tímasetningin sé heppileg í ljósi þess að nú hafi Tjarnarkvartettinn misst völdin og að fatakaup Björns hefðu ella dregið dilk á eftir sér. Það mál hefði einfaldlega reynst honum mjög erfitt viðureignar. Ákvörðun Björns Inga um að hætta sem borgarfulltrúi muni drepa þeirri umræðu á dreif og beina athyglinni að flokksbróður hans Guðjóni Ólafi sem upphafsmanni fatapókersins.
Ég ætla í sjálfu sér ekki að meta það en það blasir engu að síður við að það er mikill órói innan Framsóknar sem margir innan flokksins virðast tengja við persónu Björns Inga. Björn Ingi er að sönnu umdeildur maður en mér hefur sýnst sem að þar fari metnaðarfullur og einbeittur stjórnmálamaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Innlent
- Mærir árvekni tollgæslu
- Húsfyllir á öryggisráðstefnu Syndis
- Fór í mál því hún var kölluð andlega veik
- Deildu um uppsögn á barnshafandi konu
- Inga Sæland skipar bara sitt fólk
- Kastaði bollum og diskum á kaffihúsi
- Þrýstingur á Ísland í óformlegum samtölum
- Björg Ásta Þórðardóttir nýr framkvæmdastjóri í Valhöll
Erlent
- Veit ekki hvað mörgæsirnar gerðu Trump
- 6,9 stiga skjálfti við Papúa Nýju-Gíneu
- Trump frestar TikTok-banni á ný
- Lækkaðu vexti Jerome
- Starfsmenn þjóðaröryggisráðsins látnir fjúka
- Sex börn létust í árás Rússa á heimaborg Selenskís
- Ný gögn í máli prinsins og kínversks njósnara
- Trump segir að Kína hafi gert mistök
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Athugasemdir
Vinstrimenn kvörtuðu yfir því að Ólafur F. Magnússon hefði of fá atkvæði bak við sig til að geta orðið traustverðugur borgarstjóri með aðeins 5-6000 atkvæði. Það eru um 5-6000 sinnum fleiri aðkvæði en Þórólfur Árnason fyrrum borgarstjóri R-listans hafði.
Af hverju ætti Ólafur F. Magnússon að vera ótraustverðugur borgarstjóri?
Sigurbjörn Friðriksson, 24.1.2008 kl. 20:50
Ég var að horfa á sjónvarpsfréttirnar áðan og er verulega hryggur yfir því hvernig ungliðahreyfingar vinstri flokkanna bókstaflega eyðilögðu virðuleikann og reisnina sem mér hefði fundist æskilegt að væri yfir valdaafsali Dags og félaga. Það er sorglegt að þessa dags skuli minnst fyrir skrílslætin en ekki fyrir það að þetta fólk, sem varð fyrir svo undarlegri sniðgöngu eins félaga síns, héldi fullri hógværð og virðingu á þessari mikilvægu stundu. Það hefði skilað sér í atkvæðakassann, en skríilslætinn fækkuðu tvímælalaust væntanlegum atkvæðum.
Guðbjörn Jónsson, 24.1.2008 kl. 21:13
Dagur og Svandís féllu á prófinu í dag. Skrílslætin voru andlýðræðisleg og hindruðu framgang lýðræðislegra umræðna. Svandís sást taka undir skrílslætin og fagna og Dagur mótmælti þeim ekki. Í bloggi mínu í dag lýsi ég betur skoðun minni. Það er sorglegt að horfa upp á hvernig borgarfulltrúar allra flokka hafa á þessu kjörtímabili dregið úr tiltrú almennings á stjórnmálum.
Calvín, 24.1.2008 kl. 21:47
Ágúst Ólafur ég var ekki sátt hvernig ungir jafnaðarmenn komu fram í dag, þeir hefðu átt a nýta krafta sína á annan og skynsamlegri hátt. Mér fannst þeir gera lítið úr sér með þessu
eins og mér finnst nauðsynlegt að andstaða sýni aðhald, en það er spurning hvernig það er gert.
Kær kveðja,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 24.1.2008 kl. 22:17
Sæll Ágúst Ólafur,
dagurinn í dag var sannarlega sorglegur á margan hátt. Það er með ólíkindum hvernig sumir stjórnmálamenn í borginni brjóta á lýðræðinu og hundsa vilja borgaranna. En fólki er nóg boðið, mótmælin á pöllum ráðhússins sýndu það í dag. Ég ætla mér ekki að mæla því bót að þeir sem þar voru hafi truflað fundinn með þeim háreisti og hrópum. En mér er engu að síður spurn, hvað annað gátu þau gert? Það er ekki eins og núverandi meirihluti borgarstjórnar hafi hlustað á íbúana sem þeir svo virðurlega fara að ávarpa „kjósendur“ þegar líður að árinu 2010.
Ég þurfti að rifjað það upp í dag fyrir nokkrum einstaklingum komnum yfir miðjan aldur að þeir tilheyrðu '68 kynslóðinni svokölluðu. Margir þeirra sem hneyksluðust sem mest á frammíköllum og hrópum ungliðanna í dag voru í sömu sporum og þetta unga fólk fyrir nákvæmlega 40 árum síðan. Þá reis ungt fólk um heim allan upp og mótmælti, þá fann ungt fólk ekki annað ráð en það að hrópa, trufla fundi, loka sendiráðum, setjast að í ráðuneytum o.s.frv. Oftar en ekki voru þetta tiltölulega fámennir hópar ungs fólks sem sá sig tilneytt til þess að vekja með þessum hætti athygli á sínum skoðunum, rétti sínum og lýðræðinu.
Við skulum heldur ekki gleyma því að margir af foringjum íslenskra stjórnmálaflokka eru einmitt af þessari svokölluðu '68 kynslóð. Þeir lágu ekki á skoðunum sínum þá frekar en nú, mörg þeirra voru róttæklingar. Það er því betra að tala varlega um það unga fólk sem mótmælti á pöllum ráðhússins í dag. Við getum jafnvel notað gamlan og góðan frasa: „Þeirra tími mun koma!"
Ps. Sigurbjörn ... þegar þú margfaldar með 0 þá er útkoman alltaf 0.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.1.2008 kl. 23:43
Það er furðulegt með okkur íslendinga að við erum alltaf að tala um það að við látum allt yfir okkur ganga og segjum aldrei neitt við neinu, svo loksins þegar fólk fer og lætur í sér heyra, þá koma fram svona raddir um skrílslæti og fleira. Í öðrum löndum myndi þetta vera kallað mótmæli, en fólk á íslandi virðist vilja að mótmæli fari þannig fram að sem fæstir taki eftir þeim. Við verðum að fara breyta þessum hugsunarhætti og vera virk í því að mótmæla kröftuglega þegar okkur misbíður. Svo má laveg nefna það að þessi mótmæli komu allt öðruvísi út í fréttum stöðvar tvö en á hægri stöðinni Rúv.
Valsól (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 01:30
Því miður Ágúst Ólafur , var nökt valdapólítik við lýði þar sem Samfylking ákvað að taka Björn Inga og Margréti upp í vagninn í fyrri meirihluta svo þar er enginn munur á hvað það varðar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.1.2008 kl. 03:22
Þórólfur Árnason var settur sem ópólitískur borgarstjóri, líkt og Egill (man ekki hvers son) árin 1978-1982.
Ólafur F. Magnússon er borgarfulltrúi ákveðins flokks (enginn veit almennilega hvers) og því pólitískur borgarstjóri.
Það er því fráleitt að líkja þessu tvennu saman, eins og Sigurjón Friðriksson gerir hér á undan.
Síðan, smá kennsla í reikningi. Ólafur F. er með 5-6000 fleiri atkvæði en Þórólfur, ekki 5-6000 sinnum fleiri. 5-6000 sinnum 0 er 0.
Theódór Norðkvist, 25.1.2008 kl. 10:13
Páll Jóhannesson, 25.1.2008 kl. 17:13
Ég held að Ólafur Magnússon hafi kvittað sig út sem stjórnmálamaður og að þetta valdaskeið sem hann er að ná sér í verði honum dýrkeypt.
Sorgleg þróun á siðferði í stjórnmálaum.
Jón Halldór Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 22:22
Það er vissulega rétt að Ólafur Magnússon var ekki kosinn borgarstjóri,hann var ráðinn af meirihluta borgarstjórnar. Vilhjálmur ekki heldur né Dagur.Meirihlutinn hefði allt eins getað ráðið Margréti Sverrisdóttur sem borgarstjóra.Borgarstjórar R.víkur eru ekki kosnir sem borgarstjórar þótt í flestum tilfellum hafi þeir verið kosnir sem borgarfulltrúar.
Sigurgeir Jónsson, 25.1.2008 kl. 23:49
Það var sorlegt hvernig krakkarnir höguðu sér á pöllunum og var þeim til mikillar minkunnar.
Við skulum vona að ekki verði frekari breytingar í borgarpólitíkinni til kosninga.
Það er þó ekki ólíklegt að Óskar Bergsson komi inn í þetta samstarf eftir einhverjar vikur.
Hallgrímur Helgason gagnrýndi Dag B. Eggertsson harðlega í gærkvöldi í Kastljósi fyrir að hafa ekki gert málefnasamning og hrósaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.
Óðinn Þórisson, 26.1.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.