25.8.2007 | 12:19
Ráðumst að rót vandans
Mér finnst umræðan um skólabúninga oft ekki snúast um aðalatriðið. Það er sagt að ein af meginástæðunum fyrir skólabúningum sé sá efnahagslegi munur sem er á nemendunum. En með þessari nálgun erum við að gleyma aðalatriðinu sem er fátækt barna. Fátækt barna á ekki að vera liðin en í samtölum mínum við reynslumikla kennara hefur komið fram að þeir séu að skynja æ meiri efnamun á milli barna. Auðvitað eru allar aðgerðir jákvæðar sem hugsanlega draga úr einelti en það breytir því ekki að við þurfum að ráðast að rót vandans en ekki fela vandann með skólabúningum.
Það var því afar ánægjulegt að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks gerði það eitt af sínum fyrstu verkum að samþykkja aðgerðaráætlun í þágu barna en slíkt hafði aldrei verið gert áður. Þar er tekið á mýmörgu sem snýr að hagsmunum barna og fjölskyldna og m.a. annars að fátækt barna.
Má þar nefna eftirfarandi aðgerðir:
Barnabætur tekjulágra fjölskyldna verða hækkaðar.
Aðgengi allra barna og ungmenna að íþróttum og félagsstarfi, ekki síst þeirra er búa við veikan fjárhag, verður bætt.
Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði.
Tannvernd barna verður bætt með gjaldfrjálsu eftirliti og auknum niðurgreiðslum.
Nemendur í framhaldsskólum skulu njóta stuðnings til kaupa á bókum og öðrum námsgögnum.
Þá segir einnig í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnarinnar að málefni barna séu forgangsmál ríkisstjórnarinnar og að skattleysismörk verði hækkuð. Þá ætlar ríkisstjórnin vinna að endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks sem er löngu tímabært.
Þessar aðgerðir munu bæta hag barnafjölskyldna og vinna gegn fátækt barna sem á að vera ólíðandi í sjötta ríkasta landi í heimi.
![]() |
Flestir vilja vera í skólabúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Innlent
- Útkall vegna vatnsleka
- Byssumaðurinn: Versti dagur í mínu lífi
- Fjölbreytt og frumleg aprílgöbb í ár
- Skjálftavirkni á um 20 kílómetra löngu svæði
- Segir ákall um breytingar: Ég er klár í verkefnið
- Meint vanhæfi á borð innviðaráðuneytisins
- Áhöfn Varðar II kölluð út í tvígang
- Mun halda áfram að þjónusta Grindvíkinga
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Athugasemdir
Góðir punktar um lykilatriði, fátækt sumra barna er auðvitað hið raunverulega vandamál en skólabúningar aðferð til að fela það.
Gott að sjá að mikilvæg skref til að leysa hið raunverulega vandamál og voru dregin skýrt fram í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar eru ekki gleymd heldur haldið á lofti.
Helgi Jóhann Hauksson, 25.8.2007 kl. 14:17
Ég styð þennan málaflutning - sérstaklega ef hann er bara ekki skrifaður heldur framkvæmdur líka!!!!!!!!!
Ása (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 16:10
Nýfasisminn stefnir ekki síst að því að allir séu steyptir í sama mótið ( horfið í kringum ykkur ef þið eruð í vafa) og þetta einkenisbúningakjaftæði er hluti af því. Þeir sem lifa aðallega á framleiðslu skuldapappíra þurfa einhvern tíma að herja á aðra vegna skuldavandamála og lausnin er sem fyrr í sögunni að herja á lánardrottnana. Ísland er leppríki Bandaríkjanna og þessi speki eins og aðrar kemur þaðan. Það er bara verið að venja lýðinn og leppar sinna því sem fyrr...
Baldur Fjölnisson, 25.8.2007 kl. 21:00
Hvenær á að gera alla þessa hluti, kallinn? Er þetta ekki bara eitthvert tal (les: samræðustjórnmál)?
Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2007 kl. 01:33
Er alveg sammála því að búningarnir eru feluleikur, -ef þeir eiga að fela fátækt. Gott að lesa það loksins. En flestir gleyma því að þetta snýst ekki bara um börnin, því þau eru endurspeglun á foreldrunum. Foreldrarnir eru einmitt að dragast afturúr og það er dæmigert fyrir yfirborðsmennskuna í Íslensku þ.jóðfélagi að vilja nota búninga sem skuespil.
Í öllu kjaftæðinu um góðærið gleymist að mikið af fjölskyldum eru bara ekkert að meika það og hafa ekki efni á stólpípuferðum til Póllands eða annari ámóta bilun. Að venju hefur Baldur ýmislegt til síns máls og gott að hafa smá yfirsýn inn á grunn vandamálanna.
Ólafur Þórðarson, 26.8.2007 kl. 04:03
Þegar þú talar um að lengja fæðingarolof í 12 mánuði,,ertu þá að meina fyrir alla,,,eða bara þegar tveir taka orlof??? Það er nefnilega mikið óréttlæti í þessum "nýju" lögum um fæðingarorlof.
Því ef kona er einstæð að þá fær barnið hennar ekki að vera heima hjá foreldri í 9 mánuði,,eins og barn foreldra sem eru saman/gift.
Og svo þetta með barnabæturnar,,vona svo sannarlega að þetta sé ekki bara eitthvað til að skrifa um á blogginu,,,heldur verði framkvæmt,,
og hætt verði að skerða bæturnar þegar börn verða 6 eða 7 ára,,,því það er einmitt þá sem þau byrja í skóla, og útgjöldin fara að aukast fyrir alvöru.
Ásgerður , 26.8.2007 kl. 06:48
Of mikið talað, of lítið gert!
Ég veit ekki í hvaða bómullarumhverfi þú hrærist, en í raunveruleikanum eru krakkar lagðir í einelti og jafnvel lamdir af samnemendum sínum, ef þeir eru í Hagkaupsfötum, en ekki einhverri rándýrri merkjavöru. Ég skil ekki að fólk þurfi að breytast í einhverja kerfiskarla og -kerlingar, við það að komast á þing. Ekki loka þig af í þinginu, Ágúst Ólafur, vertu í raunverulegu sambandi við þjóðina.
Gunnar Kr., 2.9.2007 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.