8.7.2007 | 13:05
Að gefnu tilefni
Hér fyrir neðan má finna grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag vegna greinar dómsmálaráðherra um vernd barna gegn nettælingu og friðhelgi einkalífs. Til frekari upplýsinga er ég búinn að bæta inn tilvísunum á vefinn þar sem það á við.
Að gefnu tilefni
Aftur neyðist ég til að leiðrétta rangar söguskýringar Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra. Í grein um vernd barna gegn nettælingu sem birtist í Morgunblaðinu 5. júlí segir dómsmálaráðherra:
"Hér varð töluverð andstaða á alþingi fyrir nokkrum misserum, þegar við Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, stóðum að tillögu um að auðvelda miðlun og geymslu á svonefndum IP-tölum, en með þeim er unnt að rekja tölvusamskipti. Vorum við sakaðir um, að vilja ganga um of á friðhelgi einstaklinga með tillögum okkar og var Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, þar fremstur í flokki meðal þingmanna."
Ég verð að viðurkenna að þessi málflutningur Björns kemur mér mjög á óvart, enda er þessi fullyrðing hans röng. Þetta er beinlínis rangt hjá dómsmálaráðherra. Ef lesendur kæra sig um að skoða feril þessa máls á Alþingisvefnum má sjá að ég var ekki einn af þeim 13 þingmönnum sem tóku þátt í umræðu þessa frumvarps og undir nefndarálit stjórnarandstöðunnar um frumvarpið rituðu Bryndís Hlöðversdóttir, Kristján L. Möller, Björgvin G. Sigurðsson og Guðjón A. Kristjánsson. Það er því rangt að segja að ég hafi verið "fremstur í flokki meðal þingmanna" í andstöðu við þetta mál.
Víðtæk andstaða
Hins vegar ber að líta til þess að þessi tillaga naut ekki stuðnings neins úr þáverandi stjórnarandstöðu og þar á meðal ekki míns. Þar að auki má nefna að tveir stjórnarliðar studdu ekki umrætt ákvæði, og þar á meðal var einn þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Þá verður einnig að geta þess að Persónuvernd lagðist gegn samþykkt þessa ákvæðis í frumvarpinu. Það gerðu Samtök atvinnulífsins einnig ásamt Og Vodafone sem taldi þetta ákvæði fela í sér "alvarlega takmörkun á friðhelgi einkalífs", og sömuleiðis Síminn sem efaðist um að það stæðist stjórnarskrá. Víðtæk andstaða var því við tillöguna.
Þurfti dómsúrskurð áður
Ákvæðið í frumvarpinu sem efasemdir voru um, lýtur að því hvort það eigi að vera heimilt að nálgast IP-tölur án dómsúrskurðar. Með IP tölum er unnt að segja til um hvar viðkomandi rétthafi hefur borið niður á Internetinu, að því gefnu að vitað sé um á hvaða stundu fjarskipti fóru fram. Fyrir samþykkt þessa frumvarps var dómsúrskurður skilyrði fyrir slíkri afhendingu.
Í þessu sambandi er einnig mikilvægt að hafa í huga að það var enginn ágreningur um að mikilvægt geti verið fyrir lögreglu að hafa þessar upplýsingar, heldur snerist álitaefnið um það, hvort að réttlætanlegt væri að lögregla fengi slíkar upplýsingar án þess að hafa fyrir því heimild dómstóla.
Ég bendi að því er þetta álitaefni varðar, á rökstuðning minnihluta samgöngunefndar en þar segir m.a.: "Þá bendir minni hlutinn á að bið eftir dómsúrskurði skaðar á engan hátt rannsóknarhagsmuni, þar sem IP-tölur eru skráðar og aðgengilegar og hið sama á við um leyninúmerin."
Hvaða skref hafa verið tekin?
Ég hef gagnrýnt skref stjórnvalda sem ég tel að gangi of langt í því að skerða persónuvernd einstaklinga og lagðist þannig gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um að heimila símhleraranir án dómsúrskurðar en það ákvæði varð sem betur fer ekki að lögum.
Ég tel einnig að svokölluð 24 ára regla í útlendingalögum, sem samþykkt var á Alþingi að tillögu Björns, ganga of langt og var mótfallinn skerðingu á réttindum borgaranna á gjafsókn sem Björn stóð fyrir með lagasetningu. Þá hef ég ásamt öðrum spurst fyrir um í þinginu um greiningardeild Ríkislögreglustjóra en fengið fá svör frá dómsmálaráðherranum.
Baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi
Kynferðislegt ofbeldi er grafalvarlegt vandamál og ég hef á liðnum árum tekið virkan þátt í umræðu um þetta mál, innan Alþingis og utan þess. Í fjögur ár lagði ég fram frumvarp um afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotum gegn börnum. Ég hef einnig lagt fram þingmál sem gerir ráð fyrir sérstöku lagaákvæði sem tæki á heimilisofbeldi en slíkt vantar enn í íslenska löggjöf.
Ég hef sömuleiðis talið ástæðu til að endurskoða kynferðisbrotakafla hegningarlaganna í heild sinni, sem var gert og er það vel. Ég hef ítrekað talað um frekari aðgerðir gegn kynferðislegu ofbeldi, vændi og mansali.
Og ég hef einmitt sagt í ræðum á Alþingi að mér finnst að yfirvöld ættu að ganga lengra í baráttu sinni gegn kynferðisbrotamönnum og hef t.d. nefnt notkun á tálbeitum í því sambandi.
Dómsmálaráðherra á villigötum
Af þessari ástæðu kemur það mér nokkuð á óvart að dómsmálaráðherra skuli leggja lykkju á leið sína til að nefna mig í grein þar sem hann fjallar um fund norrænna dómsmálaráðhera þar sem umræðuefnið var málefni tengd vernd barna og efni refsireglna í því skyni.
Og ég hlýt að gera alvarlegar athugasemdir við málflutning þess efnis að þeir sem að vilji standa vörð um grundvallarmannréttindi á borð við friðhelgi einkalífs geti af þeirri ástæðu ekki talist heilir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, sér í lagi þegar slíkt kemur frá löglærðum manni eins og dómsmálaráðherra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Er Björn eitthvað orðinn gamall og farinn að kalka? Ruglast á nöfnum á þeim sem tala á þinginu? Eða þarf ný gleraugu svo hann sjái betur hverjir séu að "kommenta"??Hans tími er kannski útrunninn?? Ábyggilega....hehe.......út með Björn Bjarna.....!!!!!!
Ása (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 16:24
Hvað finnst háttvirtum þingmanni um að setja bráðabirgðalög í tilefni af vanda sem hefði verið hægt að leysa með einu bréfi frá undirmanni hjá Neytendastofu?
Eru þetta boðlegir stjórnarhættir sérstaklega í ljósi stjórnarskrárbreytingarinnar 1995?
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen fór mjög frjálslega með bráðaábyrgðalöggjafarvaldið en gekk aldrei svona langt en þessi ólög eru langt nef til forseta Íslands, þings og þjóðar.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.7.2007 kl. 19:13
Þetta er eins og talað úr munni frjálshyggjumanns - sem er ekki slæmt! Berjast harkalega gegn ofbeldi en virða um leið frelsi hinna meinlausu. Hressandi að sjá Samfylkingarmann fara fyrir frelsinu á meðan sumir sjálfstæðismenn vilja skerða það. Það er líka rétt að 24ra ára reglan voru mistök og mistök á að leiðrétta.
Oddgeir Einarsson, 8.7.2007 kl. 22:16
Ég tek undir með Jóni Hnefil að mér er alveg sama þó skráð sé hvað ég skoða á netinu og ip-talan mín má alveg vistast í hvert skipti hjá lögreglunni sem ég opna eitthvað nettengt!
Ása (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.