27.3.2007 | 09:40
,,...barnið getur kært það sem eftir er..."
Í Sunnudagskastljósinu var viðtal við Baugalín (Linda Drake) sem beitt var kynferðislegu ofbeldi þegar hún var barn. Viðtalið var mjög sláandi og hefur þá án efa snert taug hjá öllum þeim sem á horfðu. Þolendur kynferðislegs ofbeldis sýna ótrúlegt hugrekki með því að koma fram með sögu sína fyrir alþjóð og það er þeim að þakka að umræðan um þessi mál er talsvert opnari en áður. Það er einnig þeim að þakka að við höfum í sameiningu náð mikilvægum áföngum í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi í okkar samfélagi.
Í ljósi hins gríðarlega mikilvægs áfanga sem náðist í þinginu á lokadegi þingsins um að afnema fyrningarfresti í kynferðisafbrotum gegn börnum langar mig að draga eitt fram sem Baugalín sagði í lok viðtalsins.
Hún sagði: " um leið er gífurlegur fælingarmáttur í því gagnvart gerendum sem eru að hugsa svona, þeir kannski síður gera það sem þeir hugsa ef þeir vita að barnið getur kært það sem eftir er." " það er svo mikil vernd í þeim lögum fyrir börn."
Þetta er auðvitað hluti af kjarna málsins og því var þessi lagabreyting um afnám fyrningarfrests svo ótrúlega mikilvæg. Það er hins vegar ekki hægt að láta afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum gilda fyrir brot sem eru nú þegar fyrnt. Þó er mikilvægt að hafa í huga að nýju fyrningarreglurnar gilda í þeim brotum þar sem fyrningarfresturinn er ekki nú þegar hafinn. Þ.e.a.s. ef þolandinn er nú undir 14 ára aldri eða brotin eru enn að viðgangast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Tek heilshugar undir pistilinn
Heiða Þórðar, 27.3.2007 kl. 09:45
Ég fagna þessum nýju lögum um fyrningarfrestinn. Ég hefði hiklaust kært mína ofbeldismenn hefðu brotin gegn mér ekki verið fyrnd. Þó að litlar líkur hefðu verið á ákæru, svo ég tali nú ekki um dóm, þá hefði ég samt kært þó ekki hefði verið til annars en að staðfesta fyrir sjálfri mér, ofbeldismönnunum og fleirum að glæpir hafi verið framdir gegn mér. Ég held líka að ef þolendum kynferðisglæpa sé gert mögulegt að kæra, gæti það leitt til aukningar á kærum sem aftur geta skilað sér sem þrýstingur á dómskerfið að endurskoða vinnslu þessara mála innan dómskerfisins.
Thelma Ásdísardóttir, 27.3.2007 kl. 10:08
Ég fagna þessum nýju lögum meira en orð fá lýst af sömu ástæðum og Linda og Thelma.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.3.2007 kl. 11:13
Góður pistill hjá þér Ágúst. Já vissulega hreyfði þessi Kastljósþáttur við manni svo um munar, og gerir reyndar alltaf, þegar svona sorgarsögur koma upp á yfirborðið. Vonandi verður öll þessi umræða til þess að hjálpa komandi kynslóðum að fyrirbyggja að svona harmleikir eigi sér stað.
Páll Jóhannesson, 27.3.2007 kl. 12:53
Góður pistill hjá þér.
Jóhann Gunnar Gunnarsson, 27.3.2007 kl. 14:24
Ég vil bara taka undir hrós til handa þolendum sem hafa lagt líf sitt að veði, með því að koma fram á sjónarsviðið og segja frá þeim hryllingi sem þeir hafa lent í. Orð Lindu um- mikla vernd í lögunum- er slíkur sannleikur að engum nema þolenda er það fullkomlega ljóst hversu mikilvægt það er.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 14:29
Ef þú átt ekki skkilið Fálkaorðuna fyrir að koma þessu í gegn um þingið Ágúst Ólafur þá veit ég ekki hver á þá orðu skilið.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.3.2007 kl. 15:17
Ég er ánægð með þig Ágúst Ólafur
Inga Lára Helgadóttir, 27.3.2007 kl. 21:29
Mikið er ég hamingjusöm með að þessi lög komust loksins í gegn. Löngu tímabært Er mjög sammála þér í þessum pistli þínum og tel að þessi lög auki vernd barna mjög ásamt því að hún eykur sjálfstraust og vald þeirra sem fyrir þessu hafa orðið. Því nú er ekki valdið af þeim tekið að fá að kæra þegar þau komast á fullorðinsár.
Hjördis Gudlaugsdottir (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.