Hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir

peningarAf hverju er íslenskur almenningur sífellt tilbúinn að greiða eitt hæsta matvælaverð í heimi? Af hverju er ríkisstjórnin að samþykkja aukna tolla á matvæli á sama tíma og hún þykist vera að reyna að ná matvælaverði niður? Þetta sýnir auðvitað vel að lækkun matvælaverðs hefur aldrei verið mjög ofarlega á dagskrá ríkisstjórnarinnar.

Í nýlegri skýrslu OECD kemur í ljós að búvöruverð hér á landi er um þrefalt heimsmarkaðsverð og að framleiðslustyrkir til landbúnaðar eru um tvöfald hærri á Íslandi en eru að jafnaði í aðildarríkjum OECD.

Sérstaða Samfylkingarinnar í neytendamálum
Það vita allir að tollarnir eru stóra málið þegar kemur að því að lækka matvælaverðið hér á landi. Samfylkingin er hins vegar eini stjórnmálaflokkurinn í landinu sem vill afnema innflutningshöft. Við höfum viljað fella niður helming allra tolla innan árs og síðan fella niður afganginn í samráði við hagsmunasamtök bænda og neytenda.

Samfylkingin er líka eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur viljað fella niður öll vörugjöld af öllum matvælum. Og Samfylkingin er sömuleiðis eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur viljað að samkeppnislög gildi um landbúnaðinn.

Við viljum einfaldlega nýtt kerfi í landbúnaðarmálum, kerfi sem er bæði í hag bænda og neytenda.

Nýtt kerfi
Bændasamtökin hafa sjálf sagt að bóndinn sé jafnvel bara að fá um 40% af útsöluverði vöru sinnar í núverandi kerfi. Þetta er einn besti vitnisburðurinn um að kerfið sé slæmt. Sitjandi ríkisstjórn er nefnilega ekki einungis fjandsamleg neytendum heldur einnig bændum. Samfylkingin vill einmitt auka hlutdeild bóndans í útsöluverðinu. Samfylkingin vill tímabundna aðlögunarsamning við bændur og breyta stuðningnum við landbúnaðinn m.a. til að gera bændum kleift að aðlagast aukinni samkeppni vegna innflutnings.

Það er fróðlegt að rifja upp að þegar ríkisstjórnin felldi niður tollavernd á gúrkum, tómötum og paprikum, gerðist í rauninni þrennt sem kom mörgum úrtölumönnum á óvart.

Í fyrsta lagi lækkaði auðvitað verðið á þessum grænmetistegundum til neytenda.

Í öðru lagi lækkaði verðið á öðrum grænmetistegundum og ávöxtum sem ekki urðu fyrir sömu breytingu á tollunum m.a. vegna samkeppninnar.

Og í þriðja lagi seldist meira af íslenska grænmetinu sem þó naut ekki lengur tollverndar.

Hagur bænda og neytenda batnaði og það er kjarni málsins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svansson

Össs - Nú varð ég fyrir vonbrigðum.

Þegar ég sá þessa fyrirsögn á Blogggáttinni taldi ég það víst að þetta blogg hlyti að vera um einhver innanhússmál hjá Samfylkingunni.

Svansson, 27.3.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: Ólafur Als

Mínir menn hafa verið of linir í þessum efnum en heldur þykir mér vaða á súðum í greiningu þinni á mögulegum bættum hag bænda í framtíðarsýninni. Vitanlega er hægt að auka hlutdeild bóndans en slíkt yrði á kostnað verulega lægra verðs. Þetta á varla að þurfa að skýra fyrir viðskiptamenntuðum manninum. Nei, hér er ekki nóg að kasta fram frösum og sveipa sjálfan sig lofi. Raunhæfra hugmynda er þörf sem gera ráð fyrir aðlögun fyrir bændur og aðstoð til þess að bregða búi og leggja grunn að hagkvæmari búeiningum. Bændur munu ekki verða hrifnir en á endanum er það hagur neytenda sem verður að ráða og við hin getum sleppt frösum á borð við að þetta sé einnig í hag bænda. Bændur eiga betra skilið en að við vitum miklu betur en þeir.

Að endingu fyrir hönd frjálslyndra sjónarmiða í þessu landi: Reynið að hlusta á eitthvað af gagnrýninni sem að ykkur hefur beinst undanfarið, hysjið upp um ykkur brækurnar og takist á við forræðisdrauginn á vinstri kantinum. Þið eruð útvörður frjálslyndra, borgaralegra afla á miðjunni. Öðrum kosti mun fara illa 12.maí næst komandi.

Ólafur Als, 28.3.2007 kl. 07:03

3 identicon

Ég tengdi fyrirsögnina mannlegum þörfum... .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:10

4 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég held að það yrði frábær hugmynd að samfylkingin færi í stjórnarsamstarf við sjálfstæðisflokkinn. Það myndi uppfylla þennan langþráða draum minn að henda bændum út úr félagsmálapakkanum

Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.3.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband