18.3.2007 | 12:32
Ástæða til að gleðjast
Í gær var stór dagur. Það náðist samkomulag á þinginu um að afnema fyrningarfrest í kynferðisafbrotum gegn börnum.
Ég hef leyft mér fullyrða að þetta eru ein þýðingarmestu lög sem þetta þing samþykkir því þau taka til grundvallarhagsmuna fólks.
Mitt fyrsta þingmál laut að því að afnema þessa fyrningarfresti. Á hverju ári þessa kjörtímabils hef ég svo lagt frumvarpið fram og það var þess vegna sérstaklega ánægjulegt að kjörtímabilið skyldi enda á því að þessi mikilvæga réttarbót næðist fram.
Mjög margir hafa tekið þátt í baráttunni fyrir afnámi fyrningarfrest í kynferðisafbrotum gegn börnum. Samtökin Blátt áfram söfnuðu 23.000 undirskriftum til stuðnings frumvarpi mínu um afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum. Fjöldinn allur af hagsmunaðilum lýsti yfir stuðningi við þetta baráttumál og nánast öll kvennahreyfingin og barnarverndargeirinn. Og síðan má ekki gleyma þeim einstaklingum sem hafa komið fram í umræðunni og sagt sína sögu. Þeirra framlag er ómetanlegt. Ég er sannfærður um að það hvað almenningur sýndi vilja sinn sterkt í þessu máli hefur haft allt um það að segja að þessi breyting varð að veruleika.
Með þessu skrefi sem nú hefur verið tekið á Alþingi mun réttarvernd barna í samfélaginu aukast til muna. Það er mikilvægt að tekið sé tillit til sérstöðu þessara brota og að komið sé í veg fyrir að kynferðisbrotamenn njóti þess aðstöðumunar sem þeir hafa gagnvart börnunum. Það er einnig afar mikilvægt að þolendur kynferðisbrota fái ekki þau skilaboð frá kerfinu að ekki sé hægt að leita réttar síns vegna tímafresta.
Ég var mjög ánægður með þá þverpólitísku samstöðu sem myndaðist á þinginu um þetta mikla þjóðþrifamál í gær. Við getum öll fagnað þessari niðurstöðu. Þetta mál hlaut enda að vera hafið yfir flokkadrætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Ég er ekki alltaf samferðarmaður Samfylkingarinnar í pólitík, en fyrir þetta áttu heiður skilinn. Þörf og löngu tímabær lög.
Vel gert Ágúst, og til hamingju Ísland.
Jón Agnar Ólason, 18.3.2007 kl. 12:36
Til lukku félagi og til lukku með daginn.
Ómar Örn Hauksson, 18.3.2007 kl. 12:47
Til hamingju Ágúst Ólafur og allir stjórnmálamenn fyrir að koma þessu máli í gegn. Þetta er mikið réttlætismál sem fáir skilja af hverju er ekki fyrir löngu komið í gegnum þingið. Afleiðingar kynferðisafbrota fyrnast aldrei. Þetta er góður dagur fyrir alþingi og þjóðina :-)
Kristján Kristjánsson, 18.3.2007 kl. 12:55
Svo mælir Björn B. á bloggsíðu sinni: Í dag var sérstaklega tekið fram í fréttum, að frumvarp mitt um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga hefði orðið að lögum með þeirri breytingu, að alvarlegustu brot gegn börnum fyrnast ekki.
Hann á sem sagt heiðurinn af þessu, ekki þú.
Þ.Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 13:11
Til hamingju, við erum byrjuð að leiðrétta.
Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 13:14
Til lukku með þetta Ágúst og takk fyrir seigluna. Þessi færsla Björns B. segir meira um hann en þúsund orð. Það er svo auðvelt að stíga inn í síðasta kafla og ætla að eigna sér bókina.
Baldvin Jónsson, 18.3.2007 kl. 13:37
Glæsilegt frumkvæði hjá þér og til hamingju með niðurstöðuna,
Kristján Jónsson, 18.3.2007 kl. 15:27
Þú átt heiður skilinn fyrir ötula baráttu fyrir þessari breytingu. Að aðrir ríkisstjórnarmeðlimir reyni að eigna sér þessa löngu tímabæru breytingu er auðvitað fásinna.
Ég vil óska þér, Samfylkingunni og þjóðinni allri til hamingju með þetta þjóðþrifamál.
Sveinn Arnarsson, 18.3.2007 kl. 16:33
Þetta er gott mál, og tími til kominn að þetta færi í gegnum þingið.
Til lukku með þetta Ágúst, þú átt heiður skilinn, enda verið ötulasti talsmaður þess að þetta næði í gegn.
Guðmundur Örn Jónsson, 18.3.2007 kl. 18:16
Vel af sér vikið! Gott að vita til þess að til eru ungir og dugmiklir leiðtogar á Alþingi sem berjast fyrir hugsjónum sínum og réttlætinu.
Róbert Björnsson, 18.3.2007 kl. 19:12
Takk fyrir seigluna Ágúst, þetta er það sem skiptir máli...að gefast ekki upp...Til hamingju við öll
Júlíus Garðar Júlíusson, 18.3.2007 kl. 20:28
Innilega til hamingju með að þetta náði í gegn, kominn tími til!
Þú getur verið stoltur af sjálfum þér!
- Guffi
Guðfinnur Sveinsson, 18.3.2007 kl. 20:36
Stórt hrós handa þér Ágúst, til hamingju með þetta.
Páll Jóhannesson, 18.3.2007 kl. 22:47
Björn Bjarna fyndinn að reyna eigna sér þetta?
Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 23:14
"Í gær var stór dagur. Það náðist samkomulag á þinginu um að afnema fyrningarfrest í kynferðisafbrotum gegn börnum."
Þarna sleppir þú " alvarlegustu" Er það vísvitandi? Hvernig er þetta skilgreint ?
Þetta var vissulega þarft og löngu tímabært. En hvers vegna mótmæltir þú ekki lögleiðingu vændis ?
Þóra Guðmundsdóttir, 19.3.2007 kl. 12:22
Til hamingju með áfangann (ég eigna þér hann fyrir okkar hönd) Ágúst Ólafur.
Kveðja,
Gísli Hjálmar
Gísli Hjálmar Svendsen (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 19:27
Til hamingju með þetta. Vel af sér vikið og sýnir að við megum aldrei gefast upp!
Svala Jónsdóttir, 19.3.2007 kl. 19:41
Gott mál Ágúst, en ég velti því fyrir mér... hafa barnaníðingar sloppið úr klóm réttvísinnar vegna fyrningar? Er markmiðið e.t.v. frekar að skilaboð löggjafans og samfélagsins séu þau að brot af þessu tagi flokkist með t.d. morði? Gleymist aldrey og fyrirgefist aldrei?
Það hefur komið fram að mjög erfitt geti reynst að færa sönnur á meint brot, jafnvel áratugum eftir að það hafa átt að eiga sér stað. Og rangar sakargiftir í þessum málaflokki eru í raun jafn hryllilegur glæpur.
Dettur upp í kollin ljóðlínur Einars Ben Úr einræðum Starkaðar:
Hve oft leyndist strengur í brjósti sem brast,
við biturt andsvar gefið án saka.
Hve oft iðrast lífið eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 04:03
Þetta er bara ekkert annað en frábært - fyrir löngu kominn tími til. Nú þarf bara að þyngja refsingar eða búa til önnur úrræði, þar sem það á við.
Davíð Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 10:56
Ég er svo ánægð með þig hvað þú ert sannur og fylginn þér í þínum hugsjónum - traustur og einlægur!! Við erum heppin Íslendingar að hafa þig á þingi Ágúst Ólafur!! kv. Ása.
Ása Gréta (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.