Vantar einhvern stimpil frá Alþingi?

stimpillÓttalega verð ég stundum hissa á þessu vinnulagi á þinginu. Nú er minna en vika eftir af því og fjöldinn allur af þingmálum er óafgreiddur. Og það sem meira er að ráðherrarnir eru víst ennþá að koma að málum sem ekki enn hefur verið mælt fyrir í 1. umræðu og öll vinnan í nefndinni með hagsmunaaðilum er eftir. Á þessum árstíma fá hagsmunaaðilar iðulega 1-3 daga til að bregðast við frumvörpum sem munu e.t.v. hafa mikil áhrif á viðkomandi stétt eða svið.

Þetta er auðvitað ekki boðlegt. Og þetta er 100% sök ráðherranna. Þeir sitja svo lengi með frumvörpin sín upp í ráðuneyti og svo ætlast þeir til að þjóðþingið stimpli herlegheitin á nokkrum dögum.

Ég nefni tvö dæmi. Í gær var í fyrsta sinn mælt fyrir 20 milljarða kr. sauðfjársamningi sem síðan á eftir að fara í vinnu í viðkomandi þingnefnd o.s.frv. Ætlast er til að þetta verði orðið að lögum innan viku. Sama gerði sami ráðherra fyrir 3 árum þegar 30 milljarða kr. mjólkursamningur fékk nákvæmlega viku afgreiðslutíma í þinginu rétt fyrir þinglok vorið 2004.

En ráðherrarnir vita að þeir komast upp með þessi vinnubrögð því þeirra eigið lið, stjórnarþingmennirnir sem ekki eru ráðherrar, láta þá komst upp með það ár eftir ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Ekki er ég nú kjósandi þinn eða stuðningsmaður en ég sammála þér í þessu að það þarf að stopp þetta ráðherraræði og færa þjóðþinginu aftur það vald sem því ber að hafa.  

Gunnar Pétur Garðarsson, 9.3.2007 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 144475

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband