Er þessum mönnum ekkert heilagt?

skjaldamerkiÁ stjórnarskrá lýðveldisins að verða að pólitísku bitbeini milli stjórnarflokkanna? Gátu menn ekki gert þetta með betri hætti en raun ber vitni? Hefur stjórnarsáttmálinn ekki legið fyrir í 4 ár? Mér hefur alltaf fundist stjórnarskráin vera heilagt plagg sem ber að virða og meðhöndla af mikilli varúð. Að sjálfsögðu á að breyta henni í samræmi við eðlilegar kröfur nútímans. En mér finnst að stjórnarmeirihlutinn hafi sýnt ótrúlegan subbuskap með þessum næturfundum sínum til að bjarga stjórnarsamstarfinu.

Iðulega hafa komið upp dæmi þess að stjórnarflokkarnir hafa virt aðvaranir um hugsanleg stjórnarskrábrot að vettugi. Niðurstaðan er sú að það er talsvert algengara að dómstólar komist að því að stjórnarskráin sé brotin hér á landi heldur en á hinum Norðurlöndunum. Þetta er að mínu mati enn eitt dæmið um að sumir menn hafi verið of lengi við völd, Sjálfstæðisflokkurinn stöðugt í 16 ár og Framsóknarflokkurinn stöðugt í 36 ár, að 4 árum undanskildum.


mbl.is Össur: Stjórnarskráin pólitískt bitbein stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þessi samningur stjórnarflokkana er dæmigert málamyndaklúður. Báðir aðilar þykjast ánægðir en eru hvorugur. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki haus gagnvart LÍÚ og Framsóknarflokkurinn þorfði ekki að láta reyna á hald stjórnarinnar með því að halda málinu af alvöru til streytu. Það fékk enginn neitt út úr þessum næturlöngu samningaviðræðum nema í mesta lagi meira svefnleysi!

Haukur Nikulásson, 8.3.2007 kl. 23:26

2 identicon

Gústi minn, er þér ekkert heilagt?

65. grein stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hljómar svo:

 "Allir skula jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.  Konur og karlar skulu njóta jafnréttis í hvívetna".

Ádrepur um virðingarleysi við stjórnarskrá lýðveldisins Ísland, komandi frá þér, hljóma frekar hjákátlegar.  Manni sem ekki getur greint á milli hugtakanna "jöfnuðar" og "jafnréttis".

Segðu mér Gústi, hvernig samrýmist stefna þín og ISG um að flæma burt forstöðumenn ríkisstofnanna, nefndarmenn á vegum ríkisins og stjórnarmenn í stórfyrirtækjum, á grundvelli kynferðis þeirra, framangreindu ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Ísland?

Þrándur (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:35

3 identicon

Ég hef nú verið dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins í áratugi, enda fellur stefna þeirra best að mínum lífsviðhorfum.

En nú gæti verið breyting í aðsigi, ef þetta frumvarp til stjórnskipunarlaga verður samþykkt þá mun ég leggja það á mig að kjósa þann flokk, eða einn þeirra flokka sem eru mótfallnir þessu frumvarpi. Þó ég gæti átt á hættu að kalla yfir mig 4 ára böl þá tel ég stjórnarskránna vera það mikilvægt plagg að ekki megi skemma hana meir en orðið er með "markmiðsyfirlýsingum" sem brjóta gegn tilgangi stjórnskipunarlaga sem grundvallar réttarríkis og stöðugleika, ég segi nei takk, vona að þið gerið það líka.

Gunnar (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 09:47

4 identicon

Gunnar vertu ekki að þessu væli maður stjórnarandstaðan bauðst til að aðstoða Framsókn við að koma þessu máli í gegn en nú þykkist hún ekkert vita. Ég er sammála því að hér er um fljótfærni að ræða og það á aldrei að setja inn í stjórnarskrá landsins ákvæði um þjóðareign á einu eða neinu. Notum tækifærið og styttum stjórnarskránna um 76. gr. hennar slík mál eiga að vera háð pólitískum vilja á hverjum tíma ekki skráð í stjórnarskrá.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 144298

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband