Mikilvægustu fundir stjórnmálamannsins

althingiMikilvægustu fundir hvers stjórnmálamanns eru þingflokksfundir. En hvernig fara slíkir fundir fram? Til að byrja með er rétt að upplýsa að þingflokksfundir eru haldnir tvisvar í viku hjá öllum flokkum. Og allir flokkarnir halda fundi sína á sama tíma og er gert ráð fyrir þeim í dagskrá þingsins. Fyrri fundurinn er kl. 13:30 á mánudögum og stendur til kl. 15:00. Og seinni fundurinn er á miðvikudögum kl. 16 og er til kl. 18:00. Til dæmis er þingflokksfundir í dag.

Að sjálfsögðu halda þingflokkar oftar fundi ef þörf krefur. Það er sérstaklega áberandi þegar þinglok nálgast en þá þurfa þingflokkar að geta tekið ákvarðanir hratt.

Taktíkin og pólitíkin rædd
Á þingflokksfundum er taktíkin á þinginu og pólitíkinni rædd. Stjórnarflokkarnir fara yfir frumvörpin frá ráðherrunum eftir að ríkisstjórnin hefur farið yfir hvert frumvarp fyrir sig sérstaklega og afgreitt. Stundum stoppa frumvörp ráðherranna í þingflokkum stjórnarflokkanna og stundum hafa einstakir stjórnarþingmenn einhverja fyrirvara á þeim.

Góðra vina hópur
En við í stjórnarandstöðunni gerum þetta aðeins öðruvísi enda spyr okkur enginn álits fyrirfram um stjórnarfrumvörpin. Við erum meira að meta hugsanleg tilefni til að taka upp einhver sérstök mál á þinginu sem brenna á þjóðinni hverju sinni. Einnig ræðum við þau þingmál sem eru til umræðu í þinginu og í nefndum og síðan okkar eigin þingmál. Þá erum við nokkuð dugleg að fá gesti á fund þingflokksins en þannig fáum við betri mynd af viðkomandi máli.

Annars er stemmningin á þingflokksfundum alltaf góð og það er gott að starfa þar í náinni samvinnu samherja og félaga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Áhugavert! Gaman að fá smá innsýn inn í starfið ykkar :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 7.3.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Halló og góðan dag!

Mikið væri gaman ef þið mynduð taka til umræðu kjör láglaunafólks hér á landi. T.d ræða af alvöru hvernig fólk á að geta lifað af 120 þús kr. nettó tekjum.  Húsnæði kostar a.m.k. 70 - 90 þús kr á mánuði.  Af hverju látið þið ekkert í ykkur heyra hvað þetta varðar.  Hvílir það ekkert á ykkur? Er það bara stóriðjan og mengunin sem skiptir máli?

P.s ég er ekki í þessum láglaunahópi og er þar af leiðandi ekki að tala fyrir mig.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 7.3.2007 kl. 12:05

3 identicon

Mikilvægustu fundir stjórnmálamannsins

Ég var n ú svo einfaldur að halda að það væru fundir með  kjósendum?

kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 13:45

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mér rennur alltaf til rifja, þegar almúgafólk tekur uppá að minna þingmenn á lág laun, dýra húsaleigu og þar fram eftir götunum. Mér finnst eiginlega nauðsynlegt að þingmenn verði friðaðir fyrir þessháttar athugasemdum.

Jóhannes Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 144298

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband