Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

Akureyri og Ísafjörđur - Bournemouth og Genf

Stađa Samfylkingarinnar hefur gjörbreyst undanfariđ misseri. Fyrir hálfu ári var flokkurinn í stjórnarandstöđu á ţingi og í minnihluta í borgarstjórn. Nú er Samfylkingin í ríkisstjórn og í meirihluta borgarstjórnar međ borgarstjórnarstólinn í sínum höndum. Reyndar er ţađ mjög ánćgjulegt ađ vita til ţess ađ Samfylkingin er ekki einungis í ríkisstjórn heldur einnig í meirihluta í ţremur af fjórum stćrstu sveitarfélögum landsins.

Ţegar svo er ţarf ađ halda vel á spöđunum ţegar kemur ađ flokkstarfinu. Í sumar og haust hef ég veriđ í góđu sambandi viđ marga flokksfélaga og fariđ í ţó nokkuđ margar ferđir út á land.

Undanfarna daga og vikur hef ég sérstaklega veriđ á faraldsfćti. Um helgina var ég gestur á ađalfundi Samfylkingarinnar á Akranesi en ţar sem m.a. var kosin ný stjórn međ Hrönn Ríkarđsdóttur í fararbroddi.

Á mánudaginn fór ég síđan á félagsfund Samfylkingarinnar í Hafnarfirđi og rćddi um pólitík vetrarins. Ţađ er alltaf góđ tilfinning ađ koma í höfuđvígi jafnađarmanna á Íslandi ţar sem Samfylkingin er í hreinum meirihluta í bćjarstjórn.

Á morgun mun ég síđan funda međ okkar fólki á Akureyri. Og í lok mánađarins mun ég síđan fara á ný til Ísafjarđar og kenna í stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar sem ţar verđur haldinn. Ţá eru fleiri heimsóknir í pípunum s.s. í Skagafjörđinn, Reykjanesbć og Austurland.

Fyrir utan ţessar ferđir innanlands sótti ég einnig í síđustu viku fund Alţjóđaţingmannsambandsins í Genf en ég er varaformađur Íslandsdeildarinnar. Ţessir fundir eru afar áhugaverđir en ţađ er eitthvađ merkilegt viđ ţađ ađ sitja fundi ţar sem fulltrúar frá um 150 ţjóđţingum rćđa saman. Sumum ţjóđum ţarna eigum viđ fátt sameiginlegt međ og má ţar nefna nokkrar ţjóđir Afríku og Arabíu. Eitthvađ kom ţađ mér spánskt fyrir sjónir ađ sjá „ţing“ Saudi Arabíu eiga ţarna fulltrúa en eins og flestir vita ţá er ekkert lýđrćđislegt ţing í ţví landi heldur einungis vettvangur ráđgjafa sem kóngur sjálfur velur inn á.

Ţá var ég um síđustu mánađarmót fulltrúi Samfylkingarinnar ásamt Skúla Helgasyni framkvćmdastjóra flokksins, á landsfundi breska Verkamannaflokksins sem haldinn var í Bournemouth. Ţetta var risavaxin samkoma ţar sem allt ađ 10.000 manns tóku ţátt í viđburđum fundarins.

Gordon Brown átti fína spretti á landsfundinum og lagđi formađurinn áherslu á kröftuga sókn í menntamálum og heilbrigđismálum en höfđađi ađ öđru leyti til kjósenda annarra flokka ađ fylkja sér um ţau grunngildi frelsis, jöfnuđar og sanngirni. En um leiđ lagđi hann áherslu á bresk gildi og aukiđ öryggi borgarana. Ţađ vakti eftirtekt mína ađ formađurinn minnist sérstaklega á málefni sem snerta einstaklinga međ beinum hćtti og heyrast ekki oft í formannsrćđu af ţessu tagi. Má ţar nefna baráttuna gegn brjóstakrabbameini og gegn einelti í skólum og vinnustöđum.

Annars fór talsvert mikiđ fyrir fyrstu brćđrunum sem eru í bresku ríkisstjórninni í mjög langan tíma, ţeim David Miliband, utanríkisráđherra og Ed Miliband sem er nokkurs konar ráđherra stefnumótunar. Ţeir voru mjög vinsćlir framsögumenn á hinum og ţessum fundum sem voru haldnir í tengslum viđ landsfundinn.


Ţingiđ komiđ saman á ný

Nú er ţingiđ loksins komiđ saman. Stemmningin í ţinghúsinu minnir um margt á fyrsta skóladaginn en ţađ mun án efa taka einhvern tíma ađ venjast nýjum andlitum í ţingsalnum. Talsverđ endurnýjun átti sér stađ í síđustu kosningum og t.d. eru allmargir sterkir sveitastjórnarmenn nú komnir á ţing.

Nú hefur Samfylkingin átt sćti í ríkisstjórn í rúma fjóra mánuđi. Strax má sjá ýmis merki ţess. Má ţar nefna ađgerđaráćtlunin fyrir börn, baráttuna gegn biđlistunum, neytendamálin, bćtta stöđu langveikra barna, ađgerđir gegn kynbundnum launamun, endurskođun húsnćđismála, bćttar samgöngur, varđstöđuna um auđlindir ţjóđarinnar o.s.frv.

Ţá koma margvíslegar áherslur fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Útgjöld til velferđar- og menntamála eru aukin talsvert. Auđvitađ mun taka tíma ađ ná fram baráttumálum Samfylkingarinnar en viđ erum bara rétt ađ byrja. 

Ég er annars nú ţegar búinn ađ leggja fram mitt fyrsta ţingmál á ţessum vetri en ţađ lýtur ađ lögfestingu Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna. Lögfesting sáttmálans yrđi talsverđ réttarbót fyrir íslensk börn og hefđi gríđarlegt gildi ađ mínu mati.

Ađildarríki samningsins s.s. Ísland eru einungis skuldbundin barnasáttmálanum samkvćmt ţjóđarrétti en ekki ađ landsrétti. Ţví ţarf ađ lögfesta alţjóđalega samninga ef ţeir eiga ađ hafa bein réttaráhrif hér á landi.

Ađ mínu mati á slíkur grundvallarsáttmáli ađ vera lögfestur hér á landi međ sama hćtti og Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur veriđ lögfestur. Viđ ţađ fengiđ barnasáttmálinn aukiđ vćgi ţar sem stjórnvöld og dómstólar landsins yrđu ađ taka miđ af honum sem sett lög. Noregur lögfesti barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna áriđ 2003.

Einnig er lagt til í ţingmálinu ađ íslensk löggjöf verđi ađlöguđ ađ barnasáttmálanum. Samkvćmt barnasáttmálanum ber t.d. ađ ađskilja unga fanga frá fullorđnum föngum en hér á landi er ţađ ekki gert.

Friđhelgi einkalífs barna og sjálfsákvörđunarrétt ţeirra í lögum ţyrfti ennfremur ađ tryggja betur í barnalögum, barnaverndarlögum og lögum um réttindi sjúklinga. Ţá ţyrfti ađ tryggja í lög ađ rćtt sé viđ yngri börn en nú er gert í umgengis- og barnaverndarmálum og rétt ţeirra í grunnskólalögum um ađ láta í ljós skođanir sínar. Sömuleiđis ćtti réttur barnsins til ađ ţekkja foreldra sína ađ vera tryggđur í lögum og skođa hvort ţađ eigi viđ ćttleidd börn og í sćđisgjöfum.

Í sambandi viđ lögfestingu á Barnasáttmálnum ţarf ađ skođa sérstaklega stöđu barna sem glíma viđ langvarandi veikindi, fötlun, geđsjúkdóm, fátćkt og barna nýbúa í íslenskum lögum.  

Ţingmáliđ í heild sinni má sjá hér.


Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband