Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
29.12.2006 | 21:15
Ár breytinga
Ég vil óska öllum landsmönnum gleðilegra áramóta og þakka fyrir liðið ár sem er búið að vera viðburðarríkt. Pólitíkin hefur fjörug þetta haustið enda taka prófkjörin mikið á einstaklinga og flokka. Ég er afskaplega ánægður með þann stuðning sem ég fékk í prófkjöri flokksins sem haldið var 11. nóvember sl. og vil ég enn og aftur þakka mínu stuðningsfólki fyrir stuðninginn og alla þá vinnu sem þetta góða fólk vann fyrir mig.
Nú rennur hins vegar upp spennandi kosningaár þar sem öllu verður tjaldað til hjá stjórnmálaflokkunum. Ríkisstjórnarflokkarnir eru núna að mælast með minnihluta fylgisins og því stefnir í breytingar eftir næstu kosningar.
Í mínum huga er alveg ljóst að ef núverandi ríkisstjórnarflokkar fá meirihluta í næstu kosningum þá munu þeir starfa áfram saman. Þess vegna er brýn nauðsyn að koma í veg fyrir að sú staða komi upp. Það er hrikaleg tilhugsun fyrir venjulegt fólk í landinu að þurfa að sitja uppi með þessa þreyttu og hugmyndasnauðu ríkisstjórn í 16 ár.
Fram að 12. maí verða því heilmikil átök í stjórnmálunum enda er tekist á um hverjir eiga að stjórna þessu landi. Ég vona að þjóðin sé sammála okkur í Samfylkingunni að við þurfum breytingar og aðra forgangsröðun. Við þurfum opnara og gegnsærra Ísland þar sem leyniskýrslur heyra sögunni til. Við þurfum betra og ódýrara Ísland þar sem enginn er skilinn eftir. Við þurfum nýja ríkisstjórn.
Nú rennur hins vegar upp spennandi kosningaár þar sem öllu verður tjaldað til hjá stjórnmálaflokkunum. Ríkisstjórnarflokkarnir eru núna að mælast með minnihluta fylgisins og því stefnir í breytingar eftir næstu kosningar.
Í mínum huga er alveg ljóst að ef núverandi ríkisstjórnarflokkar fá meirihluta í næstu kosningum þá munu þeir starfa áfram saman. Þess vegna er brýn nauðsyn að koma í veg fyrir að sú staða komi upp. Það er hrikaleg tilhugsun fyrir venjulegt fólk í landinu að þurfa að sitja uppi með þessa þreyttu og hugmyndasnauðu ríkisstjórn í 16 ár.
Fram að 12. maí verða því heilmikil átök í stjórnmálunum enda er tekist á um hverjir eiga að stjórna þessu landi. Ég vona að þjóðin sé sammála okkur í Samfylkingunni að við þurfum breytingar og aðra forgangsröðun. Við þurfum opnara og gegnsærra Ísland þar sem leyniskýrslur heyra sögunni til. Við þurfum betra og ódýrara Ísland þar sem enginn er skilinn eftir. Við þurfum nýja ríkisstjórn.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 14:09
Hið rétta andlit sést í atkvæðagreiðslum
Nú er þingið komið í jólaleyfi. Mörg stór mál hafa verið til umræðu á þessu þingi og tekist hefur verið á um grundvallaratriði. Hið rétta andlit stjórnarþingmannanna sést hvað best í því hvernig þeir kjósa um einstök mál. Það er auðvelt og ódýrt að tala vel um hina og þessa í samfélaginu en þegar kemur að uppfylla þessi sömu orð þá sést hver hinn raunverulegur hugur er. Í vikunni lagði stjórnarandstaðan fram breytingartillögu á fjárlögum um að taka upp 75.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara.
Þetta myndi gera eldri borgurum kleift að stunda hálfa vinnu án þess að lenda í skerðingum. Þetta væri tiltölulega ódýr aðgerð og myndi jafnvel færa ríkissjóði meira fjármagn tilbaka í formi aukins skattfé vegna aukinnar vinnu eldri borgara. Þetta er meira að segja mál sem margir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa tekið undir að þurfi að gera, þ.e.a.s. að minnka skerðingar og gera eldri borgurum kleift að afla sér einhvers sjálfsaflafjár til að bæta kjör sín. En nei, þetta var tillaga sem hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks felldi núna í haust, ekki einu sinni heldur tvisvar.
Mýmörg dæmi eru um slíkar afgreiðslur stjórnarþingmanna. Þeir hafa kosið gegn auknum fjárveitingum til einstakra menntastofnana í sömu vikunni og þeir hafa sagt í fjölmiðlum að þeir myndu vilja auka fjármagn til þessara sömu skóla. Þeir hafa kosið gegn auknum fjárveitingum til samkeppnisyfirvalda þótt þeir hafi ítrekað talað um að það þurfi að auka möguleika samkeppnisyfirvalda að sinna sínu starfi. Og þeir hafa kosið gegn auknum fjármunum til meðferðarúrræða þrátt fyrir að segjast að það sé löngu tímabært að gert sé betur í þeim málaflokki.
Þá kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu okkar í fyrra um fjármuni til stofnunar hágæludeildar á Barnaspítalanum þrátt fyrir að styðja málið í fjölmiðlum. Og fyrir helgina kaus hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins gegn tillögu Samfylkingarinnar um fella niður öll vörugjöld af matvælum þrátt fyrir að sumir þeirra hafi jafnvel sagt úr sjálfum ræðustól Alþingis að þeir styddu málið.
Þetta myndi gera eldri borgurum kleift að stunda hálfa vinnu án þess að lenda í skerðingum. Þetta væri tiltölulega ódýr aðgerð og myndi jafnvel færa ríkissjóði meira fjármagn tilbaka í formi aukins skattfé vegna aukinnar vinnu eldri borgara. Þetta er meira að segja mál sem margir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa tekið undir að þurfi að gera, þ.e.a.s. að minnka skerðingar og gera eldri borgurum kleift að afla sér einhvers sjálfsaflafjár til að bæta kjör sín. En nei, þetta var tillaga sem hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks felldi núna í haust, ekki einu sinni heldur tvisvar.
Mýmörg dæmi eru um slíkar afgreiðslur stjórnarþingmanna. Þeir hafa kosið gegn auknum fjárveitingum til einstakra menntastofnana í sömu vikunni og þeir hafa sagt í fjölmiðlum að þeir myndu vilja auka fjármagn til þessara sömu skóla. Þeir hafa kosið gegn auknum fjárveitingum til samkeppnisyfirvalda þótt þeir hafi ítrekað talað um að það þurfi að auka möguleika samkeppnisyfirvalda að sinna sínu starfi. Og þeir hafa kosið gegn auknum fjármunum til meðferðarúrræða þrátt fyrir að segjast að það sé löngu tímabært að gert sé betur í þeim málaflokki.
Þá kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu okkar í fyrra um fjármuni til stofnunar hágæludeildar á Barnaspítalanum þrátt fyrir að styðja málið í fjölmiðlum. Og fyrir helgina kaus hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins gegn tillögu Samfylkingarinnar um fella niður öll vörugjöld af matvælum þrátt fyrir að sumir þeirra hafi jafnvel sagt úr sjálfum ræðustól Alþingis að þeir styddu málið.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 12:19
Hverja eiga neytendur að kjósa?
Eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar er að lækka matvælaverð á Íslandi sem er með því hæsta í heimi. Samfylkingin veit þetta og hefur því ítrekað lagt fram tillögur þess efnis, sem þó hafa allar verið felldar af stjórnarliðinu í gegnum árin. En frumkvæði Samfylkingarinnar í matvælamálinu í haust ýtti loksins við ríkisstjórnarflokknum. Reyndar ætlar ríkisstjórnin að ganga mun skemmur en Samfylkingin í að lækka matvælaverð og munar þar um helming. Áfram ætlar þessi afturhaldssama ríkisstjórn að halda úti meira en helming af vörugjöldum á matvælum í nafni úreldrar neyslustýringar.
Síðan minnist ríkisstjórnin ekkert á tollana í því frumvarpi sem nú er til umræðu en tollarnir eru þó stóra málið í að lækka matvælaverðið. Og að auki má bæta því við að hugmyndir ríkisstjórnarinnar í tollamálum um allt að 40% lækkun á tilteknum kjötvörum mun ekki skila neinu. 40% lækkun af ofurtollum skilur eftir sig ofurtolla.
Mér finnst bæði vörugjöld og tollar vera tímaskekkja. Ég er því mjög ánægður með stefnu þingflokks Samfylkingarinnar í þeim efnum að afnema þetta með öllu. Þennan ágreining á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins þurfa kjósendur og neytendur að vita.
Síðan minnist ríkisstjórnin ekkert á tollana í því frumvarpi sem nú er til umræðu en tollarnir eru þó stóra málið í að lækka matvælaverðið. Og að auki má bæta því við að hugmyndir ríkisstjórnarinnar í tollamálum um allt að 40% lækkun á tilteknum kjötvörum mun ekki skila neinu. 40% lækkun af ofurtollum skilur eftir sig ofurtolla.
Mér finnst bæði vörugjöld og tollar vera tímaskekkja. Ég er því mjög ánægður með stefnu þingflokks Samfylkingarinnar í þeim efnum að afnema þetta með öllu. Þennan ágreining á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins þurfa kjósendur og neytendur að vita.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2006 | 12:22
Ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn kemur til greina
Um helgina var haldinn fjölmennur og góður flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Fundurinn tókst vel og var unnið markvisst í mörgum hópum þar sem flokksmenn gátu komið að áherslum sínum og hugmyndum milliliðalaust. Ég síðan sleit þessum fundi með ræðu sem hér birtist. "Kæru félagar. Nú eru spennandi tímar framundan. Það eru rúmir 5 mánuðir til kosninga og mikið verk að vinna. Samfylkingin er tilbúin í þá vinnu. Flokkurinn hefur aldrei verið eins vel undirbúinn fyrir neinar kosningar og málefnastaðan er góð. Fólk í flokknum hefur aldrei verið eins margt, fjármálin hafa verið tekin föstum tökum og við höfum að skipa öflugra starfsfólki en nokkurn tímann áður á skrifstofu flokksins.
Samfylkingin iðar af lífi og gott dæmi um það sást þegar helmingi fleiri frambjóðendur buðu sig fram í prófkjörum flokksins en fyrir fjórum árum.
Við höfum ótrúlegan sterkan formann eins og allir vita enda óttast andstæðingar okkar hana mjög og sjá þeir iðulega rautt þegar þeir mæta henni í hinni pólitísku umræðu. Þá er þingflokkurinn þéttur hópur undir forystu hins geysiöfluga þingflokksformanns, Össurar Skarphéðinssonar, sem við erum heppinn að eiga að. Það er heiður að starfa með þessu fólki og ykkur sem hér eruð.
Kæru vinir.
Við höfum verk að vinna. Við þurfum að svara kalli þjóðarinnar um betra og réttlátara samfélag þar sem enginn er skilinn eftir.
Við þurfum að tala af tilfinningu og ástríðu þegar kemur að brotalömum velferðarkerfisins og verkefnum þess.
Málefni eldri borgara eru okkur nærri. Á meðan að 400 eldri borgarar eru í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og á meðan þriðji hver eldri borgari þarf að lifa á 100.000 kr. eða minna á mánuði, margir hverjir miklu minna, og á meðan eldri hjón eru aðskilin vegna skorts á búsetuúrræðum, þá höfum við verk að vinna.
Menntakerfið þarf einnig á okkur að halda. Fjársvelti ríkisstjórnarflokkanna í framhaldsskólum og í háskólum er okkur mjög dýrkeypt. Hér erum við eftirbátar annarra þjóða. Við þurfum því að forgangsraða í þágu menntunar og við munum færa þjóðinni annað tækifæri til náms.
Atvinnustefna Samfylkingarinnar er nútímaleg og frjálslynd. Við erum skjól sjálfstæðra atvinnurekenda og lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem bera uppi atvinnulíf þjóðarinnar. Við hlúum að hinum skapandi atvinnugreinum, hátækninni og menningunni sem nálgast nú að vera með svipað hlutfall af landsframleiðslunni og sjávarútvegurinn.
Við ræðum umhverfismálin á forsendum náttúruverndar en ekki stóriðju. Þetta er ekki einfaldur málaflokkur en það er vert að halda því til haga að Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur lagt í alvöru vinnu í þessum mikilvæga málaflokki. Gleymum því ekki.
Auðlindamálin snerta kjarna okkar hugmyndafræði og við erum hinir einu sönnu verndarar almannahagsmuna í íslenskri pólitík. Við skuldum komandi kynslóðum sigur í auðlindamálunum.
Við eigum að halda skýrt fram stefnu okkar um aðild að Evrópusambandinu en þar eru nú nær allar þjóðir Evrópu. Við eigum að vera í hópi þeirra.
Innflytjendamálin verða loksins kosningamál á Íslandi. Samfylkingin kvíðir þeirri umræðu ekki enda erum við sá stjórnmálaflokkur sem leitt hefur þau mál á þingi. Við þurfum að vera ábyrg og skynsöm í þeirri umræðu en umfram allt umburðarlynd. Gleymum því aldrei að jafnaðarstefnan er alþjóðleg hugmyndafræði sem berst fyrir bættum kjörum í öllum löndum heims.
Mig langar að minnast á það fólk í landinu sem iðulega gleymist í hinni pólitísku umræðu.
Samfylkingin þarf að ná til þessa stóra hóps, ná til millistéttarinnar, og þá er sigurinn í höfn. Leiðin að þessum hóp er einfaldlega í gegnum stefnu okkar.
Stefna Samfylkingarinnar á samleið með þjóðinni. Þetta veit Sjálfstæðisflokkurinn og það er ekki að ástæðulausu að sá flokkur tekur jafnan upp stefnu okkar í kosningabaráttunni. Þjóðin verður hins vegar að átta sig á því að vilji hún stjórn fyrir venjulegt fólk, stefnu sem helst allt kjörtímabilið en ekki aðeins í kosningabaráttunni, þá er Samfylkingin þeirra flokkur, fyrir almenning og með almenningi, kæru vinir.
Við eigum ekki að sætta okkur við að greiða eitt hæsta matvælaverð í heimi, eitt hæsta lyfjaverð í heimi, eitt hæsta bensínverð í heimi, eitt hæsta húsnæðisverð í heimi og hæstu vexti í heimi.
Lífskjarapólitík okkar er skýr. Við ætlum ekki einungis að gera lífið á Íslandi betra heldur einnig ódýrara.
Betra og ódýrara Ísland.
Þetta eru forgangsmál þjóðarinnar. Og þetta eru okkar forgangsmál.
En kæru vinir. Við ætlum ekki að gera allt fyrir alla. En það sem við munum gera, gerum við vel en við munum líka bæta réttarkerfið og stöðu barna og barnafólks og tryggja að jafnrétti kynjanna verði óaðskiljanlegur þáttur í öllum stefnumótun.
Það er okkar markmið að fella þessa ríkisstjórn sem rétt marði 51% fylgi í síðustu alþingiskosningum. Ég er sannfærður um að nái ríkisstjórnarflokkarnir meirihluta í næstu kosningum þá munu þeir starfa saman á ný.
Ef okkur tekst að fella ríkisstjórnina þá er auðvitað rétt að ræða við hina stjórnarandstöðuflokkana um hugsanlegt samstarf.
En það er hins vegar alveg ljóst í mínum huga að við eigum ekki að fara inn í slíka ríkisstjórn upp á hvaða skilmála sem er. Það fer allt eftir þeim málefnasamningi sem við náum.
Við erum í stjórnmálum vegna málefnanna, kæru félagar.
Og við eigum heldur ekki að útiloka neinn flokk í hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi, hvorki Sjálfstæðisflokkinn né aðra. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn getur komið til greina náist fram málefnaleg samstaða og ef viðræður núverandi stjórnarandstöðu leiða ekki til ásættanlegrar niðurstöðu. Þetta þarf að heyrast.
Við skulum láta málefnin og hugsjónir okkar ráða, eins og alltaf.
Kæru vinir, að lokum þetta.
Það er spennandi tími framundan. Það þurfa allir að leggja hönd á plóg og vinna dag og nótt að því markmiði sem við höfum sett okkur. Þetta verður mikil vinna en þetta verður um leið skemmtileg vinna.
Við skulum því fara í þessa kosningabaráttu af óbilandi sjálfstrausti, bjartsýni en fyrst og síðast erum við í miklum baráttuhug og við viljum sigur. Við erum tilbúin til að þjóna þessu landi og færa það í átt til samfélags þar sem enginn er skilinn eftir og allir fá að njóta sín.
Kæru vinir. Hugsjónir okkar vinna með okkur og þær eru okkar styrkleiki; hugtökin, frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Takk fyrir"
Samfylkingin iðar af lífi og gott dæmi um það sást þegar helmingi fleiri frambjóðendur buðu sig fram í prófkjörum flokksins en fyrir fjórum árum.
Við höfum ótrúlegan sterkan formann eins og allir vita enda óttast andstæðingar okkar hana mjög og sjá þeir iðulega rautt þegar þeir mæta henni í hinni pólitísku umræðu. Þá er þingflokkurinn þéttur hópur undir forystu hins geysiöfluga þingflokksformanns, Össurar Skarphéðinssonar, sem við erum heppinn að eiga að. Það er heiður að starfa með þessu fólki og ykkur sem hér eruð.
Kæru vinir.
Við höfum verk að vinna. Við þurfum að svara kalli þjóðarinnar um betra og réttlátara samfélag þar sem enginn er skilinn eftir.
Við þurfum að tala af tilfinningu og ástríðu þegar kemur að brotalömum velferðarkerfisins og verkefnum þess.
Málefni eldri borgara eru okkur nærri. Á meðan að 400 eldri borgarar eru í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og á meðan þriðji hver eldri borgari þarf að lifa á 100.000 kr. eða minna á mánuði, margir hverjir miklu minna, og á meðan eldri hjón eru aðskilin vegna skorts á búsetuúrræðum, þá höfum við verk að vinna.
Menntakerfið þarf einnig á okkur að halda. Fjársvelti ríkisstjórnarflokkanna í framhaldsskólum og í háskólum er okkur mjög dýrkeypt. Hér erum við eftirbátar annarra þjóða. Við þurfum því að forgangsraða í þágu menntunar og við munum færa þjóðinni annað tækifæri til náms.
Atvinnustefna Samfylkingarinnar er nútímaleg og frjálslynd. Við erum skjól sjálfstæðra atvinnurekenda og lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem bera uppi atvinnulíf þjóðarinnar. Við hlúum að hinum skapandi atvinnugreinum, hátækninni og menningunni sem nálgast nú að vera með svipað hlutfall af landsframleiðslunni og sjávarútvegurinn.
Við ræðum umhverfismálin á forsendum náttúruverndar en ekki stóriðju. Þetta er ekki einfaldur málaflokkur en það er vert að halda því til haga að Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur lagt í alvöru vinnu í þessum mikilvæga málaflokki. Gleymum því ekki.
Auðlindamálin snerta kjarna okkar hugmyndafræði og við erum hinir einu sönnu verndarar almannahagsmuna í íslenskri pólitík. Við skuldum komandi kynslóðum sigur í auðlindamálunum.
Við eigum að halda skýrt fram stefnu okkar um aðild að Evrópusambandinu en þar eru nú nær allar þjóðir Evrópu. Við eigum að vera í hópi þeirra.
Innflytjendamálin verða loksins kosningamál á Íslandi. Samfylkingin kvíðir þeirri umræðu ekki enda erum við sá stjórnmálaflokkur sem leitt hefur þau mál á þingi. Við þurfum að vera ábyrg og skynsöm í þeirri umræðu en umfram allt umburðarlynd. Gleymum því aldrei að jafnaðarstefnan er alþjóðleg hugmyndafræði sem berst fyrir bættum kjörum í öllum löndum heims.
Mig langar að minnast á það fólk í landinu sem iðulega gleymist í hinni pólitísku umræðu.
Samfylkingin þarf að ná til þessa stóra hóps, ná til millistéttarinnar, og þá er sigurinn í höfn. Leiðin að þessum hóp er einfaldlega í gegnum stefnu okkar.
Stefna Samfylkingarinnar á samleið með þjóðinni. Þetta veit Sjálfstæðisflokkurinn og það er ekki að ástæðulausu að sá flokkur tekur jafnan upp stefnu okkar í kosningabaráttunni. Þjóðin verður hins vegar að átta sig á því að vilji hún stjórn fyrir venjulegt fólk, stefnu sem helst allt kjörtímabilið en ekki aðeins í kosningabaráttunni, þá er Samfylkingin þeirra flokkur, fyrir almenning og með almenningi, kæru vinir.
Við eigum ekki að sætta okkur við að greiða eitt hæsta matvælaverð í heimi, eitt hæsta lyfjaverð í heimi, eitt hæsta bensínverð í heimi, eitt hæsta húsnæðisverð í heimi og hæstu vexti í heimi.
Lífskjarapólitík okkar er skýr. Við ætlum ekki einungis að gera lífið á Íslandi betra heldur einnig ódýrara.
Betra og ódýrara Ísland.
Þetta eru forgangsmál þjóðarinnar. Og þetta eru okkar forgangsmál.
En kæru vinir. Við ætlum ekki að gera allt fyrir alla. En það sem við munum gera, gerum við vel en við munum líka bæta réttarkerfið og stöðu barna og barnafólks og tryggja að jafnrétti kynjanna verði óaðskiljanlegur þáttur í öllum stefnumótun.
Það er okkar markmið að fella þessa ríkisstjórn sem rétt marði 51% fylgi í síðustu alþingiskosningum. Ég er sannfærður um að nái ríkisstjórnarflokkarnir meirihluta í næstu kosningum þá munu þeir starfa saman á ný.
Ef okkur tekst að fella ríkisstjórnina þá er auðvitað rétt að ræða við hina stjórnarandstöðuflokkana um hugsanlegt samstarf.
En það er hins vegar alveg ljóst í mínum huga að við eigum ekki að fara inn í slíka ríkisstjórn upp á hvaða skilmála sem er. Það fer allt eftir þeim málefnasamningi sem við náum.
Við erum í stjórnmálum vegna málefnanna, kæru félagar.
Og við eigum heldur ekki að útiloka neinn flokk í hugsanlegu ríkisstjórnarsamstarfi, hvorki Sjálfstæðisflokkinn né aðra. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn getur komið til greina náist fram málefnaleg samstaða og ef viðræður núverandi stjórnarandstöðu leiða ekki til ásættanlegrar niðurstöðu. Þetta þarf að heyrast.
Við skulum láta málefnin og hugsjónir okkar ráða, eins og alltaf.
Kæru vinir, að lokum þetta.
Það er spennandi tími framundan. Það þurfa allir að leggja hönd á plóg og vinna dag og nótt að því markmiði sem við höfum sett okkur. Þetta verður mikil vinna en þetta verður um leið skemmtileg vinna.
Við skulum því fara í þessa kosningabaráttu af óbilandi sjálfstrausti, bjartsýni en fyrst og síðast erum við í miklum baráttuhug og við viljum sigur. Við erum tilbúin til að þjóna þessu landi og færa það í átt til samfélags þar sem enginn er skilinn eftir og allir fá að njóta sín.
Kæru vinir. Hugsjónir okkar vinna með okkur og þær eru okkar styrkleiki; hugtökin, frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Takk fyrir"
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 15:38
Þú átt ekki lífið þitt einn
Í hádeginu í dag fór ég á hefðbundinn Rótarýfund í Rótarýklúbbi Seltjarnarness þar sem ég er félagi. Að þessu sinni hélt Njörður P. Njarðvík, rithöfundur og mannvinur með meiru, afar fróðlegt erindi um fíkniefnabölið. Eins og alþjóð veit hefur Njörður verið iðinn við að benda á það sem betur mætti fara í þessum málaflokki enda þekkir hann málið vel sem faðir. Erindi Njarðar var vægast sagt áhrifamikið og snerti það augljóslega alla viðstadda. Hann lýsti vel þeirri reynslu að vera faðir eiturlyfjasjúklings og hvernig kerfið mætti standa sig betur. Það vakti athygli mína þegar hann fór að tala um að einstaklingurinn ætti ekki líf sitt einn. Sem er alveg laukrétt. Ákvarðanir og hegðun einstaklingsins hafa áhrif á svo marga í kringum viðkomandi, ekki síst þá sem standa næstir honum. Ákveði einstaklingur að skaða sjálfan sig með eiturlyfjum eða öðrum hætti þá hefur það skaðleg áhrif á fjölda fólks. Gleymum því ekki í allri orðræðunni um frelsi einstaklingsins.
Njörður taldi að núverandi kerfi væri ekki í stakk búið til að taka heilstætt á því böli sem eiturlyfin eru. Nú lenti þessi málaflokkur á milli a.m.k. þriggja ráðuneyta sem hvert þeirra væri að hugsa um sitt svið. Sömuleiðis taldi Njörður að ekki væri rétt að fangelsa þessa sjúklinga heldur væri réttara að taka strax á viðkomandi á viðeigandi meðferðarstofnun.
Heilbrigðisráðherra er með mér í þessum Rótarýklúbbi og ég tók eftir að hún hlustaði af mikilli athygli. Það væri glæsilegt ef hún beitti sér af alefli að gera kerfið skilvirkara og betra svo hægt væri að takast á við þennan vanda sem hrjáir þúsundir íslenskra fjölskylda. Eins og stendur hefur hún valdið til þess.
Njörður taldi að núverandi kerfi væri ekki í stakk búið til að taka heilstætt á því böli sem eiturlyfin eru. Nú lenti þessi málaflokkur á milli a.m.k. þriggja ráðuneyta sem hvert þeirra væri að hugsa um sitt svið. Sömuleiðis taldi Njörður að ekki væri rétt að fangelsa þessa sjúklinga heldur væri réttara að taka strax á viðkomandi á viðeigandi meðferðarstofnun.
Heilbrigðisráðherra er með mér í þessum Rótarýklúbbi og ég tók eftir að hún hlustaði af mikilli athygli. Það væri glæsilegt ef hún beitti sér af alefli að gera kerfið skilvirkara og betra svo hægt væri að takast á við þennan vanda sem hrjáir þúsundir íslenskra fjölskylda. Eins og stendur hefur hún valdið til þess.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa