Hið rétta andlit sést í atkvæðagreiðslum

Nú er þingið komið í jólaleyfi. Mörg stór mál hafa verið til umræðu á þessu þingi og tekist hefur verið á um grundvallaratriði. Hið rétta andlit stjórnarþingmannanna sést hvað best í því hvernig þeir kjósa um einstök mál. Það er auðvelt og ódýrt að tala vel um hina og þessa í samfélaginu en þegar kemur að uppfylla þessi sömu orð þá sést hver hinn raunverulegur hugur er. Í vikunni lagði stjórnarandstaðan fram breytingartillögu á fjárlögum um að taka upp 75.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara.
Þetta myndi gera eldri borgurum kleift að stunda hálfa vinnu án þess að lenda í skerðingum. Þetta væri tiltölulega ódýr aðgerð og myndi jafnvel færa ríkissjóði meira fjármagn tilbaka í formi aukins skattfé vegna aukinnar vinnu eldri borgara. Þetta er meira að segja mál sem margir þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa tekið undir að þurfi að gera, þ.e.a.s. að minnka skerðingar og gera eldri borgurum kleift að afla sér einhvers sjálfsaflafjár til að bæta kjör sín. En nei, þetta var tillaga sem hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks felldi núna í haust, ekki einu sinni heldur tvisvar.
Mýmörg dæmi eru um slíkar afgreiðslur stjórnarþingmanna. Þeir hafa kosið gegn auknum fjárveitingum til einstakra menntastofnana í sömu vikunni og þeir hafa sagt í fjölmiðlum að þeir myndu vilja auka fjármagn til þessara sömu skóla. Þeir hafa kosið gegn auknum fjárveitingum til samkeppnisyfirvalda þótt þeir hafi ítrekað talað um að það þurfi að auka möguleika samkeppnisyfirvalda að sinna sínu starfi. Og þeir hafa kosið gegn auknum fjármunum til meðferðarúrræða þrátt fyrir að segjast að það sé löngu tímabært að gert sé betur í þeim málaflokki.
Þá kusu stjórnarþingmenn gegn tillögu okkar í fyrra um fjármuni til stofnunar hágæludeildar á Barnaspítalanum þrátt fyrir að styðja málið í fjölmiðlum. Og fyrir helgina kaus hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins gegn tillögu Samfylkingarinnar um fella niður öll vörugjöld af matvælum þrátt fyrir að sumir þeirra hafi jafnvel sagt úr sjálfum ræðustól Alþingis að þeir styddu málið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband