Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2005
27.11.2005 | 21:33
Frumvarp um rannsóknarnefndir - Nýtt úrræði
Ég hef nú lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um rannsóknarnefndir. Í íslenskum rétti er ekki gert ráð fyrir skipun almennra rannsóknarnefnda sem rannsakað geta mikilvæg mál eða stjórnvaldsathafnir sem varða almannahag. Þessu frumvarpi er ætlað að bæta úr því og er því um að ræða nýmæli. Víða í nágrannaríkjum okkar er hins vegar að finna lög um óháðar rannsóknarnefndir.
Fangaflug, Íraksstríðið og bankamálið
Að sjálfsögðu ber einungis að skipa rannsóknarnefnd í veigamiklum málum. Sem dæmi má nefna fangaflug Bandaríkjamanna í gegnum íslenska flugvelli en nú hefur Evrópuráðið hvatt aðildarríki sín, þar á meðal Ísland, til að rannsaka hvort það hafi átt sér stað. Annað mál sem hugsanlega hefði getað átt undir óháða rannsóknarnefnd er aðdragandinn að stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Þar var tekist á um margs konar atriði, s.s. um hvort lögbundið samráð við utanríkismálanefnd átti sér stað. Landsbankamálið, þar sem allir bankastjórarnir sögðu af sér, er einnig dæmi um slíkt mál en þar gengu alvarlegar ásakanir á víxl sem vörðuðu almannahagsmuni. Fyrri einkavæðingartilraun Landsímans sem klúðraðist vegna hagsmunaárekstra, fjárfestingarmistaka o.s.frv. ásamt einkavæðingu Búnaðarbankans eru sömuleiðis dæmi um mál sem hefðu getað skýrst til muna í meðförum slíkrar rannsóknarnefndar.
Opnar samfélagið
Hlutverk rannsóknarnefnda er ekki að rannsaka og dæma í sakamálum, enda er það hlutverk framkvæmdarvalds og dómsvalds. Þeim er þess í stað ætlað að skoða tiltekna atburðarás eða athöfn, leita skýringa og jafnvel að koma með tillögur til úrbóta þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis. Í kjölfarið geta vaknað spurningar um ábyrgð einstaklinga eða eftir atvikum embættismanna. Sömuleiðis eiga rannsóknir vitaskuld að geta eytt tortryggni og endurreist trúverðugleika viðkomandi aðila eða aðgerða, sem er auðvitað ekki síður mikilvægt. Rannsóknarnefnd er heimilt samkvæmt frumvarpinu að kalla til sín einstaklinga til upplýsingagjafar og er skylt að verða við því kalli. Skylt er að afhenda rannsóknarnefnd öll gögn og upplýsingar sem hún telur nauðsynleg við rannsókn máls. Frumkvæði að skipun rannsóknarnefndar kemur frá Alþingi en Hæstiréttur velur og tilnefnir nefndarmennina. Með þessu frumvarpi er því lagt til nýtt úrræði sem ætti að leiða til opnara samfélags og felur í sér að umdeild mál verði rannsökuð af óháðri rannsóknarnefnd.
Hægt er að nálgast frumvarpið í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/132/s/0428.html.
Fangaflug, Íraksstríðið og bankamálið
Að sjálfsögðu ber einungis að skipa rannsóknarnefnd í veigamiklum málum. Sem dæmi má nefna fangaflug Bandaríkjamanna í gegnum íslenska flugvelli en nú hefur Evrópuráðið hvatt aðildarríki sín, þar á meðal Ísland, til að rannsaka hvort það hafi átt sér stað. Annað mál sem hugsanlega hefði getað átt undir óháða rannsóknarnefnd er aðdragandinn að stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Þar var tekist á um margs konar atriði, s.s. um hvort lögbundið samráð við utanríkismálanefnd átti sér stað. Landsbankamálið, þar sem allir bankastjórarnir sögðu af sér, er einnig dæmi um slíkt mál en þar gengu alvarlegar ásakanir á víxl sem vörðuðu almannahagsmuni. Fyrri einkavæðingartilraun Landsímans sem klúðraðist vegna hagsmunaárekstra, fjárfestingarmistaka o.s.frv. ásamt einkavæðingu Búnaðarbankans eru sömuleiðis dæmi um mál sem hefðu getað skýrst til muna í meðförum slíkrar rannsóknarnefndar.
Opnar samfélagið
Hlutverk rannsóknarnefnda er ekki að rannsaka og dæma í sakamálum, enda er það hlutverk framkvæmdarvalds og dómsvalds. Þeim er þess í stað ætlað að skoða tiltekna atburðarás eða athöfn, leita skýringa og jafnvel að koma með tillögur til úrbóta þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis. Í kjölfarið geta vaknað spurningar um ábyrgð einstaklinga eða eftir atvikum embættismanna. Sömuleiðis eiga rannsóknir vitaskuld að geta eytt tortryggni og endurreist trúverðugleika viðkomandi aðila eða aðgerða, sem er auðvitað ekki síður mikilvægt. Rannsóknarnefnd er heimilt samkvæmt frumvarpinu að kalla til sín einstaklinga til upplýsingagjafar og er skylt að verða við því kalli. Skylt er að afhenda rannsóknarnefnd öll gögn og upplýsingar sem hún telur nauðsynleg við rannsókn máls. Frumkvæði að skipun rannsóknarnefndar kemur frá Alþingi en Hæstiréttur velur og tilnefnir nefndarmennina. Með þessu frumvarpi er því lagt til nýtt úrræði sem ætti að leiða til opnara samfélags og felur í sér að umdeild mál verði rannsökuð af óháðri rannsóknarnefnd.
Hægt er að nálgast frumvarpið í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/132/s/0428.html.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2005 | 15:53
Hvatt til rannsóknar á lyfjamarkaðinum
Í fréttum Sjónvarps í gær kom fram mjög sláandi skipting á lyfjamarkaðinum milli tveggja fyrirtækja. Svo virðist sem þessi tvö fyrirtæki raði sér á ólíka staði á landinu og keppi þar af leiðandi ekki á sama landfræðilega markaðinum.
Til að mynda rekur Lyfja hf. öll apótekin á Vestfjörðum, á Norðvesturlandi og á Austurlandi. Lyf og heilsa hf. rekur hins vegar nánast öll apótekin á Suðurlandi og við Eyjafjörðinn. Framkvæmdastjóri Lyfju hf. segir að hér sé um að ræða algjöra tilviljun.
Tilviljanir?
Þessar tvær lyfsölukeðjur hafa allt að 85% af markaðinum. Einungis má finna 6 sjálfstæð apótek á höfuðborgarsvæðinu og þrír einyrkjar í apóteksrekstri eru eftir á landsbyggðinni.
Stóru keðjurnar hafa haft þá tilhneigingu að raða sér í kringum sjálfstæðu apótekin hér á höfuðborgasvæðinu. Í mínu hverfi við Hringbrautina mátti finna tvö apótek hlið við hlið en þar hafði önnur lyfjakeðjan staðsett sig við hliðina á keppinautinum sem þar var að finna. Það leið ekki á löngu þar til sjálfstæða apótekið hafði lagt upp laupana og lokað hjá sér.
Ástæða til skoðunar
Nú berast svo fregnir af landfræðilegri skiptingu þessara fyrirtækja sem virðist annaðhvort vera alveg hreint ótrúleg tilviljun eða um ólögmæta skiptingu á markaðinum sé að ræða. Að sjálfsögðu er ekki hægt að fullyrða hvort hér sé á ferðinni samráð og ólögmæta skiptingu á markaði en hins vegar er alveg ljóst að þegar einungis tvö fyrirtæki stjórna 85% af smásölumarkaði lyfja og þau tvö raða sér með þessum hætti um landið þá er ástæða til að hvetja Samkeppniseftirlitið til að hefja skoðun á þessum markaði.
Lykilatriði að samkeppnin sé virk
Lyfjamarkaðurinn veltir milljörðum króna árlega en það er talið að Íslendingar kaupi lyf fyrir um 15 milljarða króna. Þótt að lítill fjöldi þáttakenda á markaði þurfi ekki endilega að þýða minni samkeppni þá hefur samþjöppun á þessum markaði verið gríðarlega mikil síðan lyfsalan var gefin frjáls árið 1996. Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir almenning og það þarf því að vera fyrir ofan allan vafa að virk samkeppni ríki á þessum markaði eins og lög gera kröfu um.
Til að mynda rekur Lyfja hf. öll apótekin á Vestfjörðum, á Norðvesturlandi og á Austurlandi. Lyf og heilsa hf. rekur hins vegar nánast öll apótekin á Suðurlandi og við Eyjafjörðinn. Framkvæmdastjóri Lyfju hf. segir að hér sé um að ræða algjöra tilviljun.
Tilviljanir?
Þessar tvær lyfsölukeðjur hafa allt að 85% af markaðinum. Einungis má finna 6 sjálfstæð apótek á höfuðborgarsvæðinu og þrír einyrkjar í apóteksrekstri eru eftir á landsbyggðinni.
Stóru keðjurnar hafa haft þá tilhneigingu að raða sér í kringum sjálfstæðu apótekin hér á höfuðborgasvæðinu. Í mínu hverfi við Hringbrautina mátti finna tvö apótek hlið við hlið en þar hafði önnur lyfjakeðjan staðsett sig við hliðina á keppinautinum sem þar var að finna. Það leið ekki á löngu þar til sjálfstæða apótekið hafði lagt upp laupana og lokað hjá sér.
Ástæða til skoðunar
Nú berast svo fregnir af landfræðilegri skiptingu þessara fyrirtækja sem virðist annaðhvort vera alveg hreint ótrúleg tilviljun eða um ólögmæta skiptingu á markaðinum sé að ræða. Að sjálfsögðu er ekki hægt að fullyrða hvort hér sé á ferðinni samráð og ólögmæta skiptingu á markaði en hins vegar er alveg ljóst að þegar einungis tvö fyrirtæki stjórna 85% af smásölumarkaði lyfja og þau tvö raða sér með þessum hætti um landið þá er ástæða til að hvetja Samkeppniseftirlitið til að hefja skoðun á þessum markaði.
Lykilatriði að samkeppnin sé virk
Lyfjamarkaðurinn veltir milljörðum króna árlega en það er talið að Íslendingar kaupi lyf fyrir um 15 milljarða króna. Þótt að lítill fjöldi þáttakenda á markaði þurfi ekki endilega að þýða minni samkeppni þá hefur samþjöppun á þessum markaði verið gríðarlega mikil síðan lyfsalan var gefin frjáls árið 1996. Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir almenning og það þarf því að vera fyrir ofan allan vafa að virk samkeppni ríki á þessum markaði eins og lög gera kröfu um.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2005 | 12:01
Endurgreiðir tæknifrjóvganir
Færsla glasafrjóvgunardeildar Landspítalans yfir í hinn sjálfstæða reksturs Art Medica hefur heppnast vel að mati flestra aðila og þar á meðal samtakanna gegn ófrjósemi sem heitir Tilvera. Aðstaðan og þjónustan hefur stórbatnað og biðlistar styst til muna.
Við þessa færslu á þjónustunni fyrir um 10 mánuðum var því lýst yfir að starfsemin yrði tryggð og að meðferðarkostnaður myndi ekki hækka.
Nokkur hundruð þúsund krónur
Frá því í ágústmánuði síðastliðnum hefur hins vegar skapast ósættanlega staða þar sem fjöldi umsamdra meðferða var náð í sumar og fólk lenti í því að greiða fyrir meðferð að fullu í rúma þrjá mánuði eða fresta meðferðinni um ókominn tíma. Um 60 pör lentu í því að borga fyrir meðferð sem áður var niðurgreidd fullt verð sem getur numið mjög háum upphæðum eða nokkur hundruðum þúsunda króna. Um 20 pör frestuðu meðferð vegna þessa.
Það er því ljóst að þörfin eftir slíkum meðferðum hefur verið vanmetin í samningi milli Landspítlans og Art Medica. Þrátt fyrir að fjöldi niðurgreiddra meðferða hafi farið upp í 330 meðferðir á árinu 1999 var einungis samið um 250 niðurgreiddar meðferðir í samningi milli Landspítalans og Art Medica sem gilti á þessu ári. Samtökin Tilvera meta að það þurfi að veita viðbótarfjármagn sem nemur um 105 meðferðum og miða síðan við um það bil 330 meðferðir á ári til að mæta þessari þörf.
Sé það ekki gert myndast einfaldlega enn lengri biðlistar. Í vikunni var síðan kynnt afar ánægjulegt frumvarp sem heimilar m.a. tæknifrjóvganir samkynhneigðra og því má ætla að eftirspurnin eftir slíkum meðferðum muni aukast enn frekar á næstu árum. Það er því ljóst að það þarf að gera ráð fyrir enn auknu fjármagni vegna þessa.
Tók þetta upp á Alþingi
Samningurinn við Art Medica rann út 12. nóvember síðastliðinn. Hins vegar hefur nú verið gerður bráðabirgðasamningur til skamms tíma og það vantaði því langtímalausn. Vegna þessarar stöðu tók ég í gær upp á Alþingi þetta málefni og leitaði eftir svörum frá heilbrigðisráðherra. Ég bendi á að það þyrfti að fjölga niðurgreiddum meðferðum í næsta samningi ásamt því að koma til móts við þá sem gátu ekki notið niðurgreiðslu þjónustunnar á samningstímanum og greiddu fyrir meðferðina fullt verð eða frestuðu meðferðinni.
Það var ánægjulegt að heyra að ráðherrann ætlar að endurgreiða þeim pörum sem lentu í því að greiða fyrir meðferðina fullu verði og taka tillit til þeirra stöðu sem myndaðist í sumar. Í svörum ráðherra kom einnig í ljós að um 100 pör eru á biðlista eftir meðferð og nær biðtíminn til næsta marsmánuðar.
Óvissan er vond fyrir alla aðila
Á hverju ári fæðast um 150-170 börn eftir tæknifrjóvgunarmeðferðum. Þetta úrræði skiptir miklu máli bæði fyrir þau pör sem þurfa slíkar meðferðir og fyrir þjóðarbúið í heild sinni. Við eigum því að taka þátt í niðurgreiðslu þessara meðferða og við eigum ekki að þurfa að sjá aftur svona stöðu eins og kom upp í sumar. Við þurfum að semja í samræmi við þörfina. Við þurfum einnig að huga að eftirliti með þessari þjónustu. Það þarf m.a. einnig að gæta að ekki leggist á viðkomandi pör alls konar viðbótarkostnaður.
Í umræðunni á þingi minntist ég einnig á lyfjamálin hjá þessum hópi. Sem dæmi má nefna að greiðsluþátttaka Tryggingarstofnun ríkisins á tilteknu lyfi miðast við það sem krabbameinslyf en ekki sem frjósemislyf. Þetta hefur áhrif á að hver skammtur af lyfinu fyrir par í tæknifrjóvgun verður margfalt dýrari en ella. Ég hvatti heilbrigðisráðherrann til að huga að skráningu þessara lyfja sem hann sagðist ætla að gera. Aðspurður sagðist ráðherrann einnig ætla að skoða þann möguleika að kostnaður við tæknisæðingar verði tekinn með í afsláttarkorti Tryggingarstofnunar ríkisins en það hefur ekki verið hægt hingað til og rétt er að hafa í huga að tæknisæðingar eru ekki verið niðurgreiddar af hálfu ríkisins.
Við þessa færslu á þjónustunni fyrir um 10 mánuðum var því lýst yfir að starfsemin yrði tryggð og að meðferðarkostnaður myndi ekki hækka.
Nokkur hundruð þúsund krónur
Frá því í ágústmánuði síðastliðnum hefur hins vegar skapast ósættanlega staða þar sem fjöldi umsamdra meðferða var náð í sumar og fólk lenti í því að greiða fyrir meðferð að fullu í rúma þrjá mánuði eða fresta meðferðinni um ókominn tíma. Um 60 pör lentu í því að borga fyrir meðferð sem áður var niðurgreidd fullt verð sem getur numið mjög háum upphæðum eða nokkur hundruðum þúsunda króna. Um 20 pör frestuðu meðferð vegna þessa.
Það er því ljóst að þörfin eftir slíkum meðferðum hefur verið vanmetin í samningi milli Landspítlans og Art Medica. Þrátt fyrir að fjöldi niðurgreiddra meðferða hafi farið upp í 330 meðferðir á árinu 1999 var einungis samið um 250 niðurgreiddar meðferðir í samningi milli Landspítalans og Art Medica sem gilti á þessu ári. Samtökin Tilvera meta að það þurfi að veita viðbótarfjármagn sem nemur um 105 meðferðum og miða síðan við um það bil 330 meðferðir á ári til að mæta þessari þörf.
Sé það ekki gert myndast einfaldlega enn lengri biðlistar. Í vikunni var síðan kynnt afar ánægjulegt frumvarp sem heimilar m.a. tæknifrjóvganir samkynhneigðra og því má ætla að eftirspurnin eftir slíkum meðferðum muni aukast enn frekar á næstu árum. Það er því ljóst að það þarf að gera ráð fyrir enn auknu fjármagni vegna þessa.
Tók þetta upp á Alþingi
Samningurinn við Art Medica rann út 12. nóvember síðastliðinn. Hins vegar hefur nú verið gerður bráðabirgðasamningur til skamms tíma og það vantaði því langtímalausn. Vegna þessarar stöðu tók ég í gær upp á Alþingi þetta málefni og leitaði eftir svörum frá heilbrigðisráðherra. Ég bendi á að það þyrfti að fjölga niðurgreiddum meðferðum í næsta samningi ásamt því að koma til móts við þá sem gátu ekki notið niðurgreiðslu þjónustunnar á samningstímanum og greiddu fyrir meðferðina fullt verð eða frestuðu meðferðinni.
Það var ánægjulegt að heyra að ráðherrann ætlar að endurgreiða þeim pörum sem lentu í því að greiða fyrir meðferðina fullu verði og taka tillit til þeirra stöðu sem myndaðist í sumar. Í svörum ráðherra kom einnig í ljós að um 100 pör eru á biðlista eftir meðferð og nær biðtíminn til næsta marsmánuðar.
Óvissan er vond fyrir alla aðila
Á hverju ári fæðast um 150-170 börn eftir tæknifrjóvgunarmeðferðum. Þetta úrræði skiptir miklu máli bæði fyrir þau pör sem þurfa slíkar meðferðir og fyrir þjóðarbúið í heild sinni. Við eigum því að taka þátt í niðurgreiðslu þessara meðferða og við eigum ekki að þurfa að sjá aftur svona stöðu eins og kom upp í sumar. Við þurfum að semja í samræmi við þörfina. Við þurfum einnig að huga að eftirliti með þessari þjónustu. Það þarf m.a. einnig að gæta að ekki leggist á viðkomandi pör alls konar viðbótarkostnaður.
Í umræðunni á þingi minntist ég einnig á lyfjamálin hjá þessum hópi. Sem dæmi má nefna að greiðsluþátttaka Tryggingarstofnun ríkisins á tilteknu lyfi miðast við það sem krabbameinslyf en ekki sem frjósemislyf. Þetta hefur áhrif á að hver skammtur af lyfinu fyrir par í tæknifrjóvgun verður margfalt dýrari en ella. Ég hvatti heilbrigðisráðherrann til að huga að skráningu þessara lyfja sem hann sagðist ætla að gera. Aðspurður sagðist ráðherrann einnig ætla að skoða þann möguleika að kostnaður við tæknisæðingar verði tekinn með í afsláttarkorti Tryggingarstofnunar ríkisins en það hefur ekki verið hægt hingað til og rétt er að hafa í huga að tæknisæðingar eru ekki verið niðurgreiddar af hálfu ríkisins.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2005 | 13:26
Tvöfalt kerfi er staðreynd
Í gær voru aðstæður og aðbúnaður eldri borgara á dvalar- og hjúkrunarheimilum til umræðu á Alþingi. Mér fannst ástæða til að biðja um utandagskrárumræðu, þar sem fréttir undanfarinna vikna hafa borið með sér að vandinn er víða mjög alvarlegur. Aldraðir íbúar á Sólvangi í Hafnarfirði hafa t.d. allt að helmingi minna rými til afnota en kröfur heilbrigðisyfirvalda kveða á um. 28 manns eru um eitt baðherbergi og dæmi eru um að fimm séu saman í herbergi og að innan við 20 sentimetrar séu á milli rúma.
Sjálfur hjúkrunarforstjórinn hefur sagt að sjúkradeildir séu blandaðar mjög ólíku fólki og að fólk sé jafnvel sett í lyfjafjötra sé áreitið of mikið. Við þurfum því tafarlausar aðgerðir í málefnum Sólvangs.
Aðkeypt starfsfólk á ríkisreknar stofnanir
Einnig hafa komið fram upplýsingar um að á hjúkrunarheimilinu Skjóli hefur fólk neyðst til að ráða sér sérstaka starfskrafta inn á hjúkrunarheimilið á eigin kostnað. En forsætisráðherra sagði á mánudaginn í þinginu að hann kannaðist ekkert við þessar upplýsingar þrátt fyrir að þær hafi tröllriðið samfélaginu í meira en viku. Þessir aðkeyptu starfskraftar hafa meira að segja séð um grunnþjónustu s.s. matargjafir og klósettferðir og dæmi eru um að þeir hafi unnið ásamt fjölskyldum aldraðra allt að 270 stundir á mánuði inn á viðkomandi stofnunum.
Eldra fólk situr eftir hjá ríkisstjórninni
Fólk hefur einnig ráðið til sín starfsfólk í umönnun heim fyrir eigin kostnað þar sem það hefur álitið sig vera útskrifað of snemma af heilbrigðisstofnun eða það telur sig ekki fá nægilega heimahjúkrun. Hér erum við komin með staðfestingu á tvöföldu kerfi í velferðarkerfinu sem Samfylkingin mun aldrei sætta sig við. Þjónusta við aldraða er látin grotna þannig niður að þeir sem hafa efni á því neyðast til að ráða sér sérstakan starfsmann inn á stofnanir ríkisins. Hinir sem ekki hafa efni á slíku njóta eru látnir sitja eftir.
Samfylkingin og samtök eldri borgara hafa ítrekað bent á bág kjör eldri borgara en þriðjungur þeirra þarf að lifa á 110.000 kr. á mánuði eða minna. Á fjórða hundrað manns eru í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum, aðallega í Reykjavík, og nú bætast við þessar fréttir af lélegum aðbúnaði eldri borgara og tilvist tvöfalds kerfis sem mismunar fólki eftir efnhag. Og þrátt fyrir að meira en helmingur allra öldrunarheimila í landinu séu rekin með halla er ríkisstjórnin ekki tilbúin að endurskoða daggjaldarkerfið sem virkar sömuleiðis hvetjandi fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili að hafa frekar fleiri en færri vistmenn.
Bændasamtökin versus Sólvangur
Stjórnmál snúast fyrst og fremst um forgangsröðun. Til að átta sig á að forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar er mikilvægt að hafa í huga að Sólvangur fær minni upphæð á fjárlögum og Bændasamtökin fá á fjárlögum. Þetta kemur allt úr sama pottinum og því er ekki hægt að neita.
Ríkisstjórnin hefur nú verið að stæra sig að lækka skatta um tugi milljarða króna og því langar mig að spyrja Íslendinga hvort þeir telji ekki að við ættum fyrst að tryggja eldri borgurum þessa lands viðunandi búsetuskilyrði, aukna heimahjúkrun, eðlilegt valfrelsi og mannsæmandi kjör áður en við förum í stórfelldar tekjuskattslækkanir sem koma sér best fyrir hina vel stæðu í samfélaginu.
Sjálfur hjúkrunarforstjórinn hefur sagt að sjúkradeildir séu blandaðar mjög ólíku fólki og að fólk sé jafnvel sett í lyfjafjötra sé áreitið of mikið. Við þurfum því tafarlausar aðgerðir í málefnum Sólvangs.
Aðkeypt starfsfólk á ríkisreknar stofnanir
Einnig hafa komið fram upplýsingar um að á hjúkrunarheimilinu Skjóli hefur fólk neyðst til að ráða sér sérstaka starfskrafta inn á hjúkrunarheimilið á eigin kostnað. En forsætisráðherra sagði á mánudaginn í þinginu að hann kannaðist ekkert við þessar upplýsingar þrátt fyrir að þær hafi tröllriðið samfélaginu í meira en viku. Þessir aðkeyptu starfskraftar hafa meira að segja séð um grunnþjónustu s.s. matargjafir og klósettferðir og dæmi eru um að þeir hafi unnið ásamt fjölskyldum aldraðra allt að 270 stundir á mánuði inn á viðkomandi stofnunum.
Eldra fólk situr eftir hjá ríkisstjórninni
Fólk hefur einnig ráðið til sín starfsfólk í umönnun heim fyrir eigin kostnað þar sem það hefur álitið sig vera útskrifað of snemma af heilbrigðisstofnun eða það telur sig ekki fá nægilega heimahjúkrun. Hér erum við komin með staðfestingu á tvöföldu kerfi í velferðarkerfinu sem Samfylkingin mun aldrei sætta sig við. Þjónusta við aldraða er látin grotna þannig niður að þeir sem hafa efni á því neyðast til að ráða sér sérstakan starfsmann inn á stofnanir ríkisins. Hinir sem ekki hafa efni á slíku njóta eru látnir sitja eftir.
Samfylkingin og samtök eldri borgara hafa ítrekað bent á bág kjör eldri borgara en þriðjungur þeirra þarf að lifa á 110.000 kr. á mánuði eða minna. Á fjórða hundrað manns eru í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum, aðallega í Reykjavík, og nú bætast við þessar fréttir af lélegum aðbúnaði eldri borgara og tilvist tvöfalds kerfis sem mismunar fólki eftir efnhag. Og þrátt fyrir að meira en helmingur allra öldrunarheimila í landinu séu rekin með halla er ríkisstjórnin ekki tilbúin að endurskoða daggjaldarkerfið sem virkar sömuleiðis hvetjandi fyrir dvalar- og hjúkrunarheimili að hafa frekar fleiri en færri vistmenn.
Bændasamtökin versus Sólvangur
Stjórnmál snúast fyrst og fremst um forgangsröðun. Til að átta sig á að forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar er mikilvægt að hafa í huga að Sólvangur fær minni upphæð á fjárlögum og Bændasamtökin fá á fjárlögum. Þetta kemur allt úr sama pottinum og því er ekki hægt að neita.
Ríkisstjórnin hefur nú verið að stæra sig að lækka skatta um tugi milljarða króna og því langar mig að spyrja Íslendinga hvort þeir telji ekki að við ættum fyrst að tryggja eldri borgurum þessa lands viðunandi búsetuskilyrði, aukna heimahjúkrun, eðlilegt valfrelsi og mannsæmandi kjör áður en við förum í stórfelldar tekjuskattslækkanir sem koma sér best fyrir hina vel stæðu í samfélaginu.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2005 | 12:58
Sænski landsfundurinn
Fróðlegt var að fylgjast með landsfundi sænska jafnaðarmanna um liðna helgi, en ég sat fundinn fyrir hönd Samfylkingarinnar og hafði gaman af. Landsfundurinn sem haldinn var í Malmö var allur hinn glæsilegasti og greinilega mikil vinna að baki undirbúningi hans. Á fundinum sátu 350 kjörnir fulltrúar en að auki voru þar um 100 alþjóðlegir gestir frá um 40 löndum. Einnig voru nokkur hundruð gesta og áhugafólks sem sat landsfundinn sem stendur raunar í heila viku.
Norræna módelið og aldraðir
Mér fannst merkilegt að sjá allar þær tillögur sem voru til umfjöllunar á fundinum og þann mikla kraft sem einkenndi allt málefnastarf. Alls voru á dagskrá tæplega 1.110 tillögur á fundinum. Eitt helsta baráttumál sænskra jafnaðarmanna í næstu kosningum sem verða á næsta ári verða málefni aldraða. Einnig var mikið rætt á landsfundinum um hið svokallaða norræna módel þar sem öflugt mennta- og velferðarkerfi helst í hendur við frjálsræði í atvinnulífinu og ríkt einstaklingsfrelsi. Þetta er án efa það módel sem hefur hvað virkað best í heiminum enda koma Norðurlöndin iðulega mjög vel út í hvers konar alþjóðlegum samanburði.
Það mun síðan koma í hlut sitjandi formanns, Göran Persson, að leiða Sósíaldemókratana í Svíþjóð í næstu kosningabaráttu. Hann er 56 ára gamall og sagði aðspurður í sænskum fjölmiðlum að vel kæmi til greina að hann gæfi kost á sér til áframhaldandi formennsku að þeim tíma liðnum, enda yrði hann rétt sextugur þá. Staða hans er gríðarlega sterk, enda var kjörinn til þess að leiða flokkinn í fjórða sinn á fundinum.
Norræna módelið og aldraðir
Mér fannst merkilegt að sjá allar þær tillögur sem voru til umfjöllunar á fundinum og þann mikla kraft sem einkenndi allt málefnastarf. Alls voru á dagskrá tæplega 1.110 tillögur á fundinum. Eitt helsta baráttumál sænskra jafnaðarmanna í næstu kosningum sem verða á næsta ári verða málefni aldraða. Einnig var mikið rætt á landsfundinum um hið svokallaða norræna módel þar sem öflugt mennta- og velferðarkerfi helst í hendur við frjálsræði í atvinnulífinu og ríkt einstaklingsfrelsi. Þetta er án efa það módel sem hefur hvað virkað best í heiminum enda koma Norðurlöndin iðulega mjög vel út í hvers konar alþjóðlegum samanburði.
Það mun síðan koma í hlut sitjandi formanns, Göran Persson, að leiða Sósíaldemókratana í Svíþjóð í næstu kosningabaráttu. Hann er 56 ára gamall og sagði aðspurður í sænskum fjölmiðlum að vel kæmi til greina að hann gæfi kost á sér til áframhaldandi formennsku að þeim tíma liðnum, enda yrði hann rétt sextugur þá. Staða hans er gríðarlega sterk, enda var kjörinn til þess að leiða flokkinn í fjórða sinn á fundinum.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa