Frumvarp um rannsóknarnefndir - Nýtt úrræði

Ég hef nú lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um rannsóknarnefndir. Í íslenskum rétti er ekki gert ráð fyrir skipun almennra rannsóknarnefnda sem rannsakað geta mikilvæg mál eða stjórnvaldsathafnir sem varða almannahag. Þessu frumvarpi er ætlað að bæta úr því og er því um að ræða nýmæli. Víða í nágrannaríkjum okkar er hins vegar að finna lög um óháðar rannsóknarnefndir.
Fangaflug, Íraksstríðið og bankamálið
Að sjálfsögðu ber einungis að skipa rannsóknarnefnd í veigamiklum málum. Sem dæmi má nefna fangaflug Bandaríkjamanna í gegnum íslenska flugvelli en nú hefur Evrópuráðið hvatt aðildarríki sín, þar á meðal Ísland, til að rannsaka hvort það hafi átt sér stað. Annað mál sem hugsanlega hefði getað átt undir óháða rannsóknarnefnd er aðdragandinn að stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Þar var tekist á um margs konar atriði, s.s. um hvort lögbundið samráð við utanríkismálanefnd átti sér stað. Landsbankamálið, þar sem allir bankastjórarnir sögðu af sér, er einnig dæmi um slíkt mál en þar gengu alvarlegar ásakanir á víxl sem vörðuðu almannahagsmuni. Fyrri einkavæðingartilraun Landsímans sem klúðraðist vegna hagsmunaárekstra, fjárfestingarmistaka o.s.frv. ásamt einkavæðingu Búnaðarbankans eru sömuleiðis dæmi um mál sem hefðu getað skýrst til muna í meðförum slíkrar rannsóknarnefndar.
Opnar samfélagið
Hlutverk rannsóknarnefnda er ekki að rannsaka og dæma í sakamálum, enda er það hlutverk framkvæmdarvalds og dómsvalds. Þeim er þess í stað ætlað að skoða tiltekna atburðarás eða athöfn, leita skýringa og jafnvel að koma með tillögur til úrbóta þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis. Í kjölfarið geta vaknað spurningar um ábyrgð einstaklinga eða eftir atvikum embættismanna. Sömuleiðis eiga rannsóknir vitaskuld að geta eytt tortryggni og endurreist trúverðugleika viðkomandi aðila eða aðgerða, sem er auðvitað ekki síður mikilvægt. Rannsóknarnefnd er heimilt samkvæmt frumvarpinu að kalla til sín einstaklinga til upplýsingagjafar og er skylt að verða við því kalli. Skylt er að afhenda rannsóknarnefnd öll gögn og upplýsingar sem hún telur nauðsynleg við rannsókn máls. Frumkvæði að skipun rannsóknarnefndar kemur frá Alþingi en Hæstiréttur velur og tilnefnir nefndarmennina. Með þessu frumvarpi er því lagt til nýtt úrræði sem ætti að leiða til opnara samfélags og felur í sér að umdeild mál verði rannsökuð af óháðri rannsóknarnefnd.
Hægt er að nálgast frumvarpið í heild sinni á http://www.althingi.is/altext/132/s/0428.html.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband