Hvatt til rannsóknar á lyfjamarkaðinum

Í fréttum Sjónvarps í gær kom fram mjög sláandi skipting á lyfjamarkaðinum milli tveggja fyrirtækja. Svo virðist sem þessi tvö fyrirtæki raði sér á ólíka staði á landinu og keppi þar af leiðandi ekki á sama landfræðilega markaðinum.
Til að mynda rekur Lyfja hf. öll apótekin á Vestfjörðum, á Norðvesturlandi og á Austurlandi. Lyf og heilsa hf. rekur hins vegar nánast öll apótekin á Suðurlandi og við Eyjafjörðinn. Framkvæmdastjóri Lyfju hf. segir að hér sé um að ræða algjöra tilviljun.
Tilviljanir?
Þessar tvær lyfsölukeðjur hafa allt að 85% af markaðinum. Einungis má finna 6 sjálfstæð apótek á höfuðborgarsvæðinu og þrír einyrkjar í apóteksrekstri eru eftir á landsbyggðinni.

Stóru keðjurnar hafa haft þá tilhneigingu að raða sér í kringum sjálfstæðu apótekin hér á höfuðborgasvæðinu. Í mínu hverfi við Hringbrautina mátti finna tvö apótek hlið við hlið en þar hafði önnur lyfjakeðjan staðsett sig við hliðina á keppinautinum sem þar var að finna. Það leið ekki á löngu þar til sjálfstæða apótekið hafði lagt upp laupana og lokað hjá sér.
Ástæða til skoðunar
Nú berast svo fregnir af landfræðilegri skiptingu þessara fyrirtækja sem virðist annaðhvort vera alveg hreint ótrúleg tilviljun eða um ólögmæta skiptingu á markaðinum sé að ræða. Að sjálfsögðu er ekki hægt að fullyrða hvort hér sé á ferðinni samráð og ólögmæta skiptingu á markaði en hins vegar er alveg ljóst að þegar einungis tvö fyrirtæki stjórna 85% af smásölumarkaði lyfja og þau tvö raða sér með þessum hætti um landið þá er ástæða til að hvetja Samkeppniseftirlitið til að hefja skoðun á þessum markaði.
Lykilatriði að samkeppnin sé virk
Lyfjamarkaðurinn veltir milljörðum króna árlega en það er talið að Íslendingar kaupi lyf fyrir um 15 milljarða króna. Þótt að lítill fjöldi þáttakenda á markaði þurfi ekki endilega að þýða minni samkeppni þá hefur samþjöppun á þessum markaði verið gríðarlega mikil síðan lyfsalan var gefin frjáls árið 1996. Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir almenning og það þarf því að vera fyrir ofan allan vafa að virk samkeppni ríki á þessum markaði eins og lög gera kröfu um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband