13.10.2008 | 15:32
Förum í fótspor Finna
Íslendingar ganga nú í gegnum alvarlegustu kreppu í meira en öld. Kerfisbankarnir þrír hafa allir fallið á einni viku. Mörg fyrirtæki og heimili eru í hættu. Á þessari stundu er ekki víst hvernig við munum komast út úr þessari kreppu, en ég er hins vegar sannfærður um að það tekst. Innviðir íslensk samfélags eru traustir og mannauðurinn mikill. Engu að síður er ég hræddur um ástandið muni enn versna, áður en það batnar. Það mun reyna á þjóðina sem aldrei fyrr.
Stjórnvöld þurfa að mæta þeim áföllum sem venjuleg heimili og fyrirtæki eru að verða fyrir. Aukin greiðslubyrði, aukið atvinnuleysi og vaxandi verðbólga eru staðreyndir sem þarf að bregðast við og vinna gegn af fullum þunga.
Margt þarf að gera við svona aðstæður. Lækka vexti strax, fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrst inn í dæmið, skipa nýja Seðlabankastjóra til að auka trúverðugleika bankans og margt fleira.
Og við þessar aðstæður ættum við að taka frændur okkar í Finnlandi til fyrirmyndar. Þegar Finnar gengu í gegnum alvarlega kreppu á 10. áratug síðustu aldar varð niðurstaðan sú að leggja ofuráherslu á menntakerfið. Nú þegar hafa nokkrir háskólar brugðist við með því að auka framboð af menntun, en því miður lítur út fyrir að margt ungt fólk missi atvinnu sína á næstu dögum og vikum.
Bætt laun kennara og áhersla á skóla og rannsóknir áttu stærstan þátt í því að Finnar komust tiltölulega hratt upp úr þeim mikla vanda sem þeir lentu í. Aðild þeirra að ESB hjálpaði einnig mikið. Nú er rætt um finnsku leiðina og finnska undrið og staða landsins er sterk. Við verðum að muna að jafnvel í erfiðum aðstæðum eru tækifæri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Sammála, en ég er hugsi. Það er dagljóst að þið ISG leggið áherslu á lækkun stýrivaxta sem þið fáið engin viðbrögð við. Þú krefst, réttilega, afsagnar/brottreksturs Davíðs Oddssonar, engin leið er að hnika rétttrúnaðarsinnum samstarfsflokksins varðandi ESB. Hversu mikið má svigna? Hvenær brestur?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:41
Finnland hefur mest atvinnuleysi allra Nordurlandanna. Sedlabankastjóri ( Finlands bank) er Erkki Liikanen frá (s) Socialdemokrötum. Hann var ádur baedi rádherra og ritari flokksins. Thar ádur var Harri Holkeri frá Samlingspartiet ( haegri flokkur) bankastjóri ef ég man rétt. Eftir hverju ertu ad saekjast?
benediktus (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:23
Kreppan er varla byrjuð. Núna er gríðalegur verðbólguþrýstingur í pípunum vegna algjörs hruns krónunnar og meðfylgjandi hækkana aðfanga fyrirtækja. Hins vegar virðast verðhækkanamöguleikar fyrirtækjanna fremur takmarkaðir vegna stórfelldrar kjaraskerðingar almennings og gífurlegs eignataps hans. Þetta þýðir að fyrirtækin verða að skera niður kostnað vilji þau lifa af, og þar sem megnið af rekstarkostnaði þeirra er launagreiðslur þá er augljóst hvar skorið verður niður. Síðan er hætt við að þetta verði óviðráðanlegur spírall niður á við. Eftir því sem laun lækka og atvinnuleysi eykst því hraðar hrynur hlægilega útblásinn húsnæðismarkaður osfrv.
Bankakerfið var látið fara á hausinn áður en fallið gæti á það okkar eigin undirmálslánakrísa. Það er hryllingur sem óhjákvæmilega mun lenda á skattgreiðendumsem að sjálfsögðu bera núna fulla ábyrgð á hinum nýju ríkisbönkum ogþeirra skuldbindingum innlendum sem erlendum.
Þetta eru málefni sem menn ræða ekki enda eru þau afar óþægileg og erfitt að benda á lausnir úr því sem komið er. Sjálfstæði landsins er fyrir bí og við erum ofurseld erlendum aðilum sem sjálfsagt munu hirða draslið fyrir slikk áður en yfir lýkur. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 13.10.2008 kl. 18:51
Sjálfstæðið er ekki til sölu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 19:54
Það er opinberlega farið út um gluggann núna, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Raunar hefur það verið meira í orði en á borði allan "sjálfstæðistímann" og ráðamenn verið sem hundar í bandi útlendra húsbænda sinna eins og dæmin hafa sýnt.
Baldur Fjölnisson, 13.10.2008 kl. 20:06
Það sem mér er hugstæðast núna er það hver í ósköpunum gaf ykkur leyfi til þess að setja nafn mitt og annarra íslendinga til að ábyrgjast innistæður í bönkum erlendis. Ég hefði aldrei getað trúað því að ég og aðrir hér á landi gengjumst í ábyrgð fyrir því sem þetta blesaða útrásarlið var að gera. Ef ég hefði haft nokkra hugmynd um þetta þá hefði ég risið upp á afturlappirnar og leitað réttar míns fyrir dómstólum. Eitt er að veita mönnum frelsi til að freista gæfunnar á hvern þann hátt sem þeim lystir á eigin ábyrgð en að draga heila þjóð inn í þeirra áhættu er ábyrgðarhluti sem ég er hrædd um að alþingi og Seðlabanki verði að svara fyrir. Okkur er sagt að það þýði ekkert að vera reiður við eigum að snúa bökum saman og vinna okkur út úr erfiðleikunum, jú okkur er ekki gert kleift að gera neitt annað og við eigum ekkert val en ég ætla bara að segja það að mér dettur ekki í hug að láta staðar numið við það. Mér finnst það alveg sjálfsagt að við Íslendingar leitum réttar okkar gagnvart ríkisvaldinu og Seðlabanka og þið verðið að gjöra svo vel að taka ábyrgð á þessum gjörðum ykkar.
Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:15
Helga:
Þetta var mögulegt fyrir tilstilli EES-samningsins.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 22:21
Baldur:
Væri svo þyrfti einfaldlega að gera betur. Ekki gangast undir erlent vald á ný og gera sjálfstæðisbaráttuna að engu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 22:22
Finnar stóðu eins og við frammi fyrir þeirri freistingu eins og við að byggja stóra vatnsaflsvirkjun fyrir stóriðju. Til þess þurfti breytingu á stjórnarskrá, en annað eins lítilræði virðist nú ekki vefjast fyrir íslenskum virkjanafíklum, sem tala um að fara fram hjá umhverfismati og keyra af stað þótt það kosti að svíkja skuldbindingar okkar í EES-samningunum.
Finnar vissu að þeir urðu að velja, það var ekki hægt að gera hvort tveggja, að nota takmarkaða peninga í 19. aldar lausn eða í 21. aldar lausn.
Þeir völdu 21. aldar lausnina og í kjölfarið fylgdi það sem kallað er "finnska efnahagsundrið."
Ómar Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 22:29
Hjörtur.
Ef þetta er það sem við erum að fá út úr samstarfi við Evrópuþjóðir þá segi ég mig úr sambandinu.
Helga Jónsdóttir, 13.10.2008 kl. 22:56
Ágúst "..Aðild þeirra að ESB hjálpaði einnig mikið. Nú er rætt um finnsku leiðina.."
Við þurfum ekkert að ræða hér um "finnsku leiðina"
En hvað höfum við að gera inn í ESB þegar að EU Commission tekur allar ákvarðanir og jafnframt hafnar tillögum EU þingsins? Hvað höfum við gera inn í ESB. þegar við getum ekki kosið og/eða sagt upp mönnum sem eru í EU Commission?
Og hvernig verður þetta svo þegar búið verður að sameina öll þessi sambönd þeas: Evrópusambandið (ESB / EU), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og Norður-Ameríkusambandið (NAFTA & SPP of North America) undir eina alsherjar alheimsstjórn "One World Governmet" eða svona New World Order Tyranny eins og menn eru að tala um? The Real New World Order
Hvernig er það ætla þessir ESB- sinnar ekki að kynna NWO. og opna NWO. upplýsingamiðstöðvar / fræðasetur hér fyrir okkur?
Menn eru farnir að sjá hvað er á bak við tjöldin hjá Central Banks elítunni Committee of 300, Rockefeller og Rothschild liðinu. Eða hverjir það eru sem koma til með að stjórna NWO.
The New World Order is Here!
span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:04
Eitt er það að hafa einhverjar heimildir á bak við sig til að skuldbinda heila þjóð í skuldaklafa en allt annað að nýta hana. Samkvæmt mínum kokkabókum er það ekkert annað en siðblinda að skuldbinda þjóð sína til að borga margfalda þjóðarframleiðslu sína, hníta börnin okkar á skuldaklafa sem engin leið er að komast út úr. Ef eitthvað skap er í okkur þá krefjumst við þess að þeir sem hafa staðið að þessum ábyrgðum, alþingi og Seðlabanki taki fulla ábyrgð og allir sem einn segji af sér í sínum embættum. Hættum að lúta í gras fyrir valdinu og láta allt yfir okkur ganga.
Helga Jónsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:17
Ágúst
Ert þú nokkuð hrifinn af þessu Nýja Heimsskipulagi (e. New World Order) eins og þessir ESB- sinnar Gordon Brown , Tony Blair , Saakvilli og fleiri eru að tala um og óska eftir?Eða ert þú nokkuð að styðja þetta Bilderberg Group, CFR og Trilateral Commission lið og/eða eitthvað svona:
Paul Warburg:
"We will have a world government whether you like it or not. The only question is whether that government will be achieved by conquest or consent." (February 17, 1950, as he testified before the US Senate).
Dr Coleman accurately summarizes the intent and purpose of the Committee of 300 as follows:
"A One World Government and one-unit monetary system, under permanent non-elected hereditary oligarchists who self-select from among their numbers in the form of a feudal system as it was in the Middle Ages. In this One World entity, population will be limited by restrictions on the number of children per family, diseases, wars, famines, until 1 billion people who are useful to the ruling class, in areas which will be strictly and clearly defined, remain as the total world population.
There will be no middle class, only rulers and the servants. All laws will be uniform under a legal system of world courts practicing the same unified code of laws, backed up by a One World Government police force and a One World unified military to enforce laws in all former countries where no national boundaries shall exist. The system will be on the basis of a welfare state; those who are obedient and subservient to the One World Government will be rewarded with the means to live; those who are rebellious will simply be starved to death or be declared outlaws, thus a target for anyone who wishes to kill them. Privately owned firearms or weapons of any kind will be prohibited."
span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:28
Ágúst ég vona svo heitt og innilega að nú muni stjórnvöld skoða af fullri alvöru þann kost að ganga í ESB þó ekki væri nema bara að þreifa fyrir okkur og sjá hvað í því fellst.
Ég trúi því að það muni skaða okkur gríðarlega til langframa ef við höldum í þennan ónýta gjaldmiðil krónuna og ég verð að viðurkenna að ég er hálf orðlaus að enn séu til menn sem vilja vernda hana og halda í hana.
Benna, 14.10.2008 kl. 00:03
Ég sendi baraáttukveðjur til ykkar allra og ekki síst þín Ágúst og vona ég að við getum komist út þessu okurvaxtafeni okkar sem fyrst.
Jón Halldór Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 00:28
Áhersla Finna á menntakerfið er til fyrirmyndar. þar er sums staðar gífurlegt atvinnuleysi en þeir leysa það m.a. með því að setja upp víðtækt starfsnám fyrir atvinnulausa. Það er eitthvað í finnsku þjóðarsálinni sem gerir þeim kleift að takast á við erfiðleika, flestar fjölskyldur tengja Karelia á einhvern hátt, það voru mestu þjóðflutningar í Evrópu og allir Finnar þurftu að taka hluta þess á sig.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.10.2008 kl. 01:59
Þetta eru einum of djúpar pælingar fyrir mig svona seint að nóttu, nýkomna úr síðbúnu tertuboði dásamlegrar vinkonu, sem er svo heppin að eiga afmæli á alþjóðlega "vinkonudeginum". (Sjá fjölpósta, sem ég er reyndar alltaf að biðjast undan).
Nema hvað, að þó að lengri tíma lausn kunni að vera sú að "feta í fótspor Finna", þá er skammtímalausnin -a.m.k. fyrir þá fáu, sem þessa dagana fara út fyrir landssteinana- ósköp einfaldlega sú að VIÐ ÞYKJUMST VERA FINNAR.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.10.2008 kl. 03:32
Djúpar pælingar hér. Enginn er að mæla með því að taka finnska veginn 100% heldur taka bestu reynslu frá þeim þjóðum sem lent hafa í þrengingum. Kostirnir eru skýrir: Á erfiðum tímum á að efla menntun og efla samheldni. Efling samheldis er t.d. að tenga sig nágrönnum. Það gerðu Finnar, efldu menntun og gengu í ESB. Sjáfstæðið? Spurning hvort það hafi ekki verið selt fyrir útrásarbaunadisk?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 10:56
"Finnland hefur mest atvinnuleysi allra Nordurlandanna. Sedlabankastjóri ( Finlands bank) er Erkki Liikanen frá (s) Socialdemokrötum. Hann var ádur baedi rádherra og ritari flokksins. Thar ádur var Harri Holkeri frá Samlingspartiet ( haegri flokkur) bankastjóri ef ég man rétt. Eftir hverju ertu ad saekjast?"
Það væri kannski sniðugt að skoða gögn um Finnland og atvinnuleysistölur þar áður en þú setur orsakasamhengi milli ESB og atvinnuleysi í Finnlandi.
http://www.bof.fi/Stats/default.aspx?r=%2ftilastot%2findikaattorit%2ftyottomyysaste_chrt_en
Þetta eru tölur frá Finnska seðlabankanum. Þarna er hægt að skoða atvinnuleysi frá 1989 til 2008. Þarna sést að atvinnuleysi er lágt frá 1989 til 1991. Frá 1991 fer atvinnuleysi sívaxandi og nær hámarki árið 1994 með um 18%. Finnar ganga ekki í ESB fyrr en 1995 og því hefur ESB varla skapað það atvinnuleysi sem var í Finnlandi fram að þeim tíma. Frá 1995 fer atvinnuleysi hægt og rólega minnkandi. Nú, ég er ekki að segja að það sé vegna ESB að atvinnuleysi hafi farið minnkandi - til þess þarf rannsóknir. En að sama skapi getur þú ekki sett samasemmerki milli ESB og atvinnuleysis í dag. Það þarf að skoða það.
Egill M. Friðriksson, 14.10.2008 kl. 13:53
Kreppan í Finnlandi á síðasta áratug kom eftir mikinn uppgang og þenslu áratuginn á undan í framleiðslu bæði varnings og skuldapappíra. Botninn datt fljótt úr því ævintýri þegar saman fór samdráttarskeið í efnahag vesturlanda og hrun Sovétríkjanna sem hvort tveggja leiddi af sér stórminnkaða eftirspurn eftir finnskum vörum. Þetta varð hrikalegur spírall niður á við þegar ofurskuldsettir launþegar misstu vinnuna eða lækkuðu í launum. Eignaverð hrundi síðan líka sem skaðaði bæði almenning og fyrirtæki. Skv. opinberri hagtalnahönnun taldist atvinnuleysi vera um 15-16% um miðjan áratuginn en 25-30% hefur sjálfsagt verið nær veruleikanum enda gafst fjöldi fólks hreinlega upp á að reyna að verða sér úti um vinnu og datt því út úr hagtalnahönnun hins opinbera og kerfið taldi auk þess marga vera í fullri vinnu sem voru í ýmiss konar niðurgreiddri vinnu, starfsþjálfun osfrv.
Baldur Fjölnisson, 14.10.2008 kl. 14:33
Já, og þeir voru með hrynjandi gengi samfara háum vöxtum, hljómar kunnuglega. Þar sem erfitt er að beita beinum launalækkunum á ofurskuldsettan almenning af skiljanlegum ástæðum kemur lækkunin fram í að gengi gjaldmiðilsins fellur, það er kaupmáttur landsins gagnvart umheiminum rýrnar og laun innanlands lækka þannig óbeint - og það höfum við einmitt séð gerast hér á landi. Aðeins tilkynning frá ríkisstjórninni um að hún væri að fara í alvarlegar aðildarviðræður við ESB myndi sjálfsagt valda því að markaðurinn lækkaði sjálfur vexti hvað svo sem förgunarúrræðinu norðan Arnarhóls liði.
Baldur Fjölnisson, 14.10.2008 kl. 15:23
Egill M.
Mér tókst ekki ad finna thennan "länk". Funkadi ekki.
Ég átti heima í Finnlandi árin 1990 -96. Mér er vel kunnugt um ad atvinnuleysi á fyrstu árunum eftir 1990 stafadi af djúpri bankakreppu og hruni vidskiptanna vid Rússland eins og bent er á hér á undan. Bankakreppan 1991 setti a m k einn banka, STS-bankann, á hausinn og adrir voru sameinadir. Ulf Sundqvist, bankastjóri STS ( Finska arbetarnas bank) og nýordinn formadur Socialdemokrata hlaut ad mig minnir dóm og hans "karriär" sem flokksforingi og tilvonandi rádherra vard ad engu.
Eftir ad Finnar gengu í EU, euron kom löngu seinna, hefur atvinnuleysid thrátt fyrir adildina verid mest í Finnlandi af öllum Nordurlöndunum og thá eru ekki innflytjendur ad thvaelast fyrir í atvinnuleysisstatistikinni, thví hlutfall theirra er lágt midad vid hin Nordurlöndin.
Hverju sem thessu nú saetir; ég hef mína skodun á thví, thú thína.
Til ad baegja öllum misskilningi frá: Mér thykir mjög vaent um finnsku thjódina.
benediktus (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:20
Kannski eru þeir bara raunsærri í hagtalnaframleiðslunni, hver veit. Hérna heima er kerfið greinilega haldið einhvers konar geðklofa hvað mælingar á atvinnuleysi og Hagstofan heldur því statt og stöðugt fram að það sé um og yfir 3% en einhver opinber atvinnuleysisgeymsla sem kallast Vinnumálastofnun telur það hins vegar vera rúmt prósent.
Baldur Fjölnisson, 14.10.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.