Merkilegt

Það er velþekkt þumalputtaregla að gjaldeyrisvaraforðinn eigi að duga fyrir innflutningi 3 mánaða. Slíkur innflutningur hefur numið um 100 milljörðum króna.

Þess vegna er það mjög athyglisvert að sé litið til gjaldeyrisviðbúnaðarins, eins og það er kallað, þá dugar hann núna fyrir 15 mánaða innflutningi. Ég er ekki viss um að allir hafi áttað sig á þessari staðreynd.


mbl.is Viðskiptahallinn ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Á sú þumalputtaregla við þegar fjármálastofnanirnar eru jafn stórar og raun ber vitni?

Fjármálastofnanirnar eru jú miklu stærri en þær "þyrftu" að vera til að þjóna Íslandi einu.

Gestur Guðjónsson, 5.9.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fyrsta og frómasta hlutverk allra seðlabanka í frjálsum hagkerfum er að vera banki fyrir bankana. Þess vegna.

Stærð viðskiptabankana er orðin stærri en nokkurntíma áður í sögu landsins og þar af leiðandi verður gjaldeyrisforðinn að vaxa í samræmi við það. En þetta er einnig hægt að leysa með SWAP fyrirkomulagi (gjaldeyrisskiptasamningum) við aðra seðlabanka, svona eins og t.d. Sviss gerir mikið af. Enginn seðlabaki kærir sig um að hafa stóra standandi forða liggjandi því þeir eru dýrir og gefa lítið af sér. Forex SWAP deals er stór hluti af lausninni.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.9.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Geir Guðjónsson

'A þessum nótum, mann setti hljóðan við fréttaflutning um "skuldir þjóðarbúsins erlendis" Þegar betur var að gáð voru skuldir þessar að megin hluta skuldir "´Islensku bankanna".  Eiginfjár hlutfall þeirra komið í 11-12% af eignum og sífellt erfiðara fyrir þá að velta skuldaboltanum á undan sér vegna hækkandi vaxtaálags. En bíðum nú við. Þegar bankarnir skiluðu afkomutölum upp á stjarnfræðilegar hagnaðarupphæðir undanfarin misseri þá var skýrt skilið á milli, af þeirra talsmönnum, "umsvifa erlendis" sem skilaði öllum þessum hagnaði og svo "innlendrar bankastarfsemi" uppi á litla ´'Islandi sem var að sögn hálf gert hugsjóna og velgjörðarstarf en hafði lítið með téðan hagnað að gera. Nú þegar skuldir ber á góma virðast þessi skil með öllu horfin, skuldir bankana erlendis teljast með skuldum þjóðarbúsins og skuldlaus ríkissjóður og gjaldeyrisforði seðlabanka nefndir í sömu andrá og úrræði til að taka á þessum vanda "'Islendinga". Getur einhver fróður maður/kona skýrt út fyrir mér hvað skuldir Kaupthing luxemburg eða Landsbanki London hafa með stöðu ´'Islenska þjóðarbúsins að gera?

Kveðja,

Geir Guðjónsson

Geir Guðjónsson, 6.9.2008 kl. 01:43

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Geir. Þær hafa það sama að gera með þjóðarbúið og ef þú tækir lán erlendis til að kaupa þér bíl sem þú geymir í útlöndum. Þú ert heimilisfastur á Íslandi og þar með ert þú búinn að auka við skuldir þjóðarbúsins. Ef þú selur bílinn og gerir upp lánið minka skuldir þjóðarbúsins. En eignir þjóðarbúsins eru samt sem áður óbreyttar því bíllinn kom aldrei inn í uppgjör þjóðarbúsins, einungis skuldirnar. Þjóðin skuldaði þetta ekki heldur þú sjálfur. En þetta kom samt inn í töluleg uppgjör þjóðarbúsins.


Leikrit úr eldhúsinu:

Heimili þitt hefur ákveðnar tekjur. Við skulum kalla þær tekjur heimilisins. Meðlimir fjölskyldunnar afla þessara tekna.

Þú ákveður að kaupa þér hús á heimilinu sem heitir Ísland. Þú vilt fjármagna kaupin með láni erlendis vegna þess hve lítið og dýrt fjármagn er til í bankanum hennar Siggu, sem býr í herberginu innaf stofunni og er með banka í einu horni herbergisins. Þú færð því húsnæðislánið utan heimilisins þ.e.a.s. "erlendis" frá. Núna ertu búinn að auka erlendar skuldir heimilisins mjög mikið, eða sem nemur mörgum árstekjum heimilisins. En ekki nóg með það, þú heldur áfram. Þú kaupir einnig skurðgröfu erlendis til að nota við byggingu heimilisins. Þarna eykur þú enn við erlendar skuldir heimilisins.

Sigga sem á bankann í horni herbergisins, fær einnig "góða hugmynd". Hún sættir sig ekki lendur við að geta ekki boðið sömu kjör og bankar utan heimilisins. Hún gæti einnig hugsað sér að í staðinn fyrir að dreyma endalaust um að fá að fjármagna fleiri herbergi í húsinu eða skuttogara og loðnunætur fyrir Sigga sem býr í herberginu á mótinn henni - að já - hún gæti alveg hugsað sér að kaupa banka utan heimilisins. Það búa nefnilega svo margir vænlegir og stórir viðskiptavinir utan heimilisins, á öðrum heimilum, meira að segja heill hellingur.

Hún kaupir því þennann banka í útlöndum. Hún fjármagnaði kaupin með því sem hún átti og gaf svo út skuldabréf sem hún seldi erlendis.

En bíddu nú hægur. Núna skuldar Sigga heilann helling á örðum heimilum. En hún á samt bankann inni í herbergi og á einnig bankann á hinu heimilinu. En hún er núna búin að bæta rosalega við erlendar skuldir heimilsins.

Sigga er að verða rík, því það eru svo mörg heimili í heiminum, og svo margir sem búa á þeim að hún sér ekkert nema tækifæri alls staðar, allir vilja koma í viðskipti til hennar. En hún er samt búin að auka skuldir heimilisins á örðum heimilum svo rosalega að Siggi er að verða fúll, því þetta eru svo stórar upphæðir. Miklu hærri en voru settar í 30 ára taprekstrar útgerðar hanns á meðan allir veiddu hvorn annan í sama sjó, þarna inni í herberginu á móti henni Siggu.

Þú skilur ekkert í þessu. Á heimilisfundinum síðasta laugardag, þá lagði Siggi fram pappíra sem sýna að erlendar skuldir heimilsins á öðrum heimilum eru orðar svakalegar. Þú þorir jafnvel varla að hreykja þig af því afreki þínu að þér tókst að kaupa niðurnýdda skurðgröfuverksmiðju af örðu heimili erlendis. Allir mennirnir sem lágu fast fyrir í herbergjunum í svefnálmunni vinna núna við að selja þessar skurðgröfur til annara heimila erlendis og Sigga fjármagnar einnig þessa sölu til annara heimila. Þú þorir varla að segja Sigga frá þessu því þú skuldar ennþá 60% í verksmiðjunni.

En Siggi er búinn að njósna um þig í langann tíma. Hann veit alveg hvað þetta kostaði. Hann segir að miðað við þessar fáu hræður sem núna eru í heimili að þá skuldar heimilið alltof mikið. En þú ert ekki alveg sáttur við þessa röksemdafærslu og segir honum að þið séuð að verða ríkust af öllum heimilum í heiminum. þ.e. ríkust á hvern meðlim fjölskyldunnar og svo að það vinni margir margir af örðum heimilum erlendis hjá þér og hvort það sé ekki hægt að deila þessum skuldum niður þá þá líka!! En Siggi er gallharður, hann vill ekki skulda örðum heimilum svona mikið hlutfall af tekjum heimilisins. Hann vill bara yfir höfuð ekki ræða fjármál manna á öðrum heimilum.

Þú leggur þá stórmennskulega til að þið kaupið þá bara eitthvað af hinum heimilunum sem skulda minna því þar með verða skuldir heimilisins miklu minni á hvern fjölskyldumeðlim - "við blöffum pappírspúkana Siggi". Siggi segir að þú sér bilaður, með stórmennskubrjálæði. Hann skipar ykkur Siggu að selja allt draslið sem þið eigið á hinum heimilunum. Ok. ekki er um annað að ræða. Þið gerið allt upp. Þið eigið ekki um annað að velja.

Á næsta heimilisfundi spyr Siggi hvernig málin standa. Jú herbergið hennar Siggu er fullt að peningum sem bara er hægt að nota á heimilum annara. En hún skuldar ekki neitt núna. En hún er samt súr. Siggi spyr þig um skurðgröfuverksmiðjuna. Jú hún er seld. Þú græddir helling á að selja hana. Útlensku peningarnir eru grafnir niður úti í garði og mennirnir eru aftur lagstir fyrir inni í svefnálmunni. Allt er eins og það á að vera. Og þú skuldar ekki neitt á öðrum heimilum núna. Núna skuldið þið bara Siggu. Skuldirnar eru sem sé á heimilinu. Öllum líður vel núna, nema þér og Siggu. Sigga er svo fúl að hún er farin að okra á lánunum í húsinu og þú ert farinn að nota skófluna aftur, einnig járnkallinn gamla. En skuldir heimilisins eru núna allar innan heimilisins, svo Siggi er mjög ánægður. Engar erlendar skuldir á öðrum heimilum í prívatgeiranum, takk.

Bíddu, gleymdi Siggi að reikna eitthvað á móti ??

HLÉ:

Það hafa skeð miklar breytingar síðan síðasti heimilisfundur var haldinn. Sigga bað um aukafund. Hún er nefnilega með breytingartillögur um heimilishagi.

Breytingartillaga:

Ég, Sigga í bankanum, legg hér með til að þeir sem vinna hjá okkur á öðrum heimilum í úttlöndum, komi inn í reikninga á framleiðslu heimilis okkar. Að þær heimilistekjur sem þeir afla hjá okkur á öðrum heimilum, muni reiknast inní okkar heimilistekjur. Að þessar tekjur fái heimilisfestu í bókunum hjá honum Sigga.

En ég er viss um að Siggi samþykkir þetta aldrei. Ef þetta fæst ekki í gegn þá hótar Sigga að flytja á stærra heimili.

---------------

Já þetta er kattarpína Geir - og aftur já og já - við skulum vona að eignirnar erlendis haldi virði sínu sem best. En virðið mun samt alltaf sveiflast upp og niður, eins og gengur og gerist með allar eignir. Við búum í breytilegum heimi.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.9.2008 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband