20.6.2008 | 10:18
Hvað gerði viðskiptanefnd Alþingis í vetur?
Margt á sér stað innan nefnda Alþingis sem fær ekki mikla athygli í samfélaginu. Í þessari grein langar mig því að fara yfir verk viðskiptanefndar Alþingis frá því í vetur.
Fyrstu innheimtulögin
Nú hafa verið sett í fyrsta sinn innheimtulög. Lögin fjalla m.a. um góða innheimtuhætti, skyldu innheimtufyrirtækja til að senda innheimtuviðvörun og reglugerðarheimild um að hægt verði að setja hámark á innheimtukostnað. Rauði þráður laganna er sá að skuldarar verði ekki fyrir óeðlilegum kostnaði í innheimtuaðgerðum.
Viðskiptanefndin fjallaði einnig um reglur um takmarkanir á álagningu uppgreiðslugjalda og er nú óheimilt að innheimta svonefndan FIT-kostnað sem er kostnaður vegna óheimils yfirdráttar nema slík gjaldtaka eigi sér stoð í samningi. Slíkur kostnaður skal vera hóflegur og endurspegla raunverulegan kostnað vegna yfirdráttarins.
Samkeppnislögum breytt
Þá voru gerðar breytingar á samkeppnislögum þannig að nú geta fyrirtæki í samrunahugleiðingum sent inn svokallaða styttri tilkynningu til samkeppniseftirlitsins. Veltumörkin gagnvart þeim fyrirtækjum sem eru að sameinast voru einnig hækkuð en þó setti viðskiptanefndin sérstakan varnagla í lögin sem heimilar samkeppniseftirlitinu að fjalla um samruna sem eru undir hinum almennum veltumörkum.
Samkeppniseftirlitið mun sömuleiðis nú geta ógilt samruna áður en hann kemst til framkvæmda, en ekki eftir að samruni hefur átt sér stað eins og var í þágildandi lögum. Við afgreiðslu málsins innan viðskiptanefndar um málið var bætt við mati á lögmæti samruna um nú skuli vera tekið tillit til tækni- og efnahagsframfara að því tilskildu að þær séu neytendum til hagsbóta og hindri ekki samkeppni.
Staða sparisjóða styrkt
Eftir umfjöllun viðskiptanefndar var sparisjóðum einnig veitt heimild til að kaupa bankaútibú án þess að þurfa að hlutafélagavæða sig fyrst sem hafði verið skilyrði samkvæmt þágildandi lagaákvæði. Með þessu styrktum við m.a. sparisjóði í þeirri mynd sem þeir eru.
Sérstök löggjöf um sérvarin skuldabréf fékk sérstaka flýtimeðferð í gegnum þingið enda lá á slíkri löggjöf í ljósi ástandsins á mörkuðunum í vetur. Nú þegar hafa fjármálafyrirtæki nýtt sér þau lög.
Þá voru heildarlög um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda voru samþykkt en gömlu fyrningarlögin voru orðin meira en hundrað ára gömul. Og frumvarp er varðar uppgjör innlends hlutafjár sem er skráð í erlendri mynt varð sömuleiðis að lögum í vetur.
Aukin persónuvernd
Talsverð vinna fór í að fjalla um breytingar á lögum um vátryggingarstarfsemi hjá viðskiptanefnd þingsins. Þar tókust á sjónarmið persónuverndar og hagsmunir tryggingarfélaganna. Breytingarnar lutu m.a. að því að nú þarf vátryggingartaki að staðfesta hann hafi hlotið samþykki foreldra sinna eða systkina á því að hann megi gefa upplýsingar um að þau hafi verið haldin tilteknum sjúkdómi sem spurt er um. Slíkt samþykki var ekki áskilið í eldri lögum. Vátryggingafélaga er sömuleiðis óheimilt að hagnýta sér upplýsingar úr erfðarannsókn burtséð frá því hvort þær eru vátryggingartaka í hag eður ei.
Ný heildarlög um verðbréfaviðskipti og kauphallir
Ný heildarlög um verðbréfaviðskipti og kauphallir voru afgreidd þegar hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd í íslenskan rétt. Tilskipunin er gríðarlega mikilvæg enda tryggir hún íslenskum fjármálafyrirtækjum sama umhverfi og evrópsk fjármálafyrirtæki búa við.
Af öðrum málum sem viðskiptanefnd Alþingis fjallaði um má nefna aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, breytingar á lögum um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum og hækkun fjárframlaga sem eftirlitsskyldir aðilar greiða til Fjármálaeftirlitsins sem var 52% á milli ára svo eitthvað sé nefnt. Þá var viðskiptanefndin ein af fáum þingnefndum sem afgreiddi frá sér mál frá þingmanni en það mál laut að samkeppnisstöðu milli opinberra aðila og einkaaðila.
Viðskiptanefnd Alþingis kom því að mörgum málum í vetur en nefndin var sú þingnefnd sem fékk næstflest stjórnarfrumvörp inn á sitt borð. En öll þessi mál áttu það sameiginlegt að styrkja stöðu neytenda, efla fjármálamarkaðinn og hlúa að heilbrigðu atvinnuumhverfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Gott að fá svona samantekt á viðamilklum málum í stuttu en skýru yfirliti. Takk fyrir það
Sævar Helgason, 20.6.2008 kl. 20:46
Takk fyrir að gefa okkur hinum svona yfirlit!!!
Ása (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.