7.5.2008 | 11:19
Hvað hefur ríkisstjórnin gert í velferðarmálum?
Mér finnst fólk ekki vera sanngjarnt þegar það segir að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi ekki gert sitt í velferðarmálum á þessu tæpa ári síðan ríkisstjórnin tók við völdum. Auðvitað veit ég að margt er enn ógert en ef við lítum yfir nokkra mikilvæga áfanga sem hafa verið teknir í velferðarmálum þá sést áþreifanlegur árangur.
1. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga hafa hækkað um 7,4% á þessu ári eða um 9.400 krónur til þeirra sem aðeins fá óskertar greiðslur úr almannatryggingum. Þessu til viðbótar verður öllum öldruðum, sem ekki njóta a.m.k. 25.000 króna greiðslu úr lífeyrissjóði nú þegar, tryggð sérstök kjarabót sem jafngildir 25.000 króna greiðslu úr lífeyrissjóði á mánuði. Þessi greiðsla kemur sérstaklega vel þeim sem í dag njóta einungis slíkra bóta. Þegar tekið hefur verið tillit til þess að fjárhæðin skerðir aðrar bætur jafngildir þessi fjárhæð ríflega 15.000 krónum fyrir skatta sem kemur til viðbótar þeim 9.400 krónum sem 7,4% hækkun lífeyrisgreiðslna skilar til þessa hóps sem býr við verst kjörin, samtals ríflega 24.400 krónur fyrir skatta á mánuði.
2. Skerðing bóta vegna tekna maka var að fullu afnumin 1. apríl. Sem dæmi má nefna ellilífeyrisþega sem hefur 1.000.000 króna í lífeyrissjóðstekjur og maki hans hefur 6.000.000 króna í atvinnutekjur. Bætur ellilífeyrisþegans munu í júlí verða um 54.000 krónum hærri á mánuði en þær voru í desember. Alls munu um 5.800 lífeyrisþegar uppskera hærri bætur við þessa breytingu, þ.e. um 3.900 öryrkjar og um 1.900 ellilífeyrisþegar.
3. Búið er að setja 90.000 króna frítekjumark á fjármagnstekjur á ári til að draga úr of- og vangreiðslum tekjutengdra bóta. Um 90% ellilífeyrisþega og um 95% örorkulífeyrisþega hafa fjármagnstekjur undir þessum mörkum. Ef horft er til reynslu undanfarinna ára má reikna með að 78.000 lífeyrisþegar komist hjá skerðingum vegna þessara aðgerða.
4. Vasapeningar til tekjulausra vistmanna hafa hækkað um tæplega 30%.
5. Skerðingarhlutfall ellilífeyris hefur verið lækkað úr 30% í 25%
6. Þá mun frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 6770 ára verða hækkað í 100.000 krónur á mánuði frá 1. júlí . Þetta þýðir að ellilífeyrisþegar geta aflað sér tekna af atvinnu upp að 1.200.000 krónum á ári án þess að það hafi áhrif til skerðingar á lífeyrisgreiðslur þeirra í stað 327.000 króna áður. Sem dæmi um áhrif þessarar breytingar á bætur ellilífeyrisþega má nefna að lífeyrisgreiðslur til einhleyps ellilífeyrisþega, sem hefur 1.200.000 krónur í árslaun af atvinnu, munu hækka um liðlega 46.000 krónur á mánuði frá desember 2007.
7. Tekjutenging launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga hefur verið að fullu afnumin.
8. Hinn 1. júlí mun einnig verða sett 300.000 króna frítekjumark á lífeyrisgreiðslur örorkulífeyrisþega. Sem dæmi má nefna að ef örorkulífeyrisþegi og maki hans hafa hvor um sig 1.000.000 króna í lífeyrissjóðstekjur á ári hækka bætur örorkulífeyrisþegans um tæplega 7.000 krónur á mánuði frá febrúar með hækkun bóta og síðan aftur um tæplega 10.000 krónur í júlí vegna áhrifa frítekjumarksins, alls um 17.000 krónur á mánuði ef miðað er við desember síðastliðinn. Ef um er að ræða örorkulífeyrisþega, sem býr einn og er með 1.000.000 króna á ári í lífeyrissjóðstekjur, hækka bætur hans um tæplega 23.500 krónur á mánuði milli mánaðanna desember 2007 og júlí 2008. Um helmingur allra örorkulífeyrisþega eða um 7.000 manns mun njóta frítekjumarksins í formi hærri bóta frá Tryggingastofnun.
9. Hinn 1. júlí mun aldurstengd örorkuuppbót einnig hækka. Þannig mun einstaklingur sem metinn var til örorku 24 ára gamall fá 100% uppbót eftir breytinguna í stað 85% nú. Alls munu um 12.000 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar njóta hækkunarinnar.
10. Um næstu áramót verður afnumin hin ósanngjarna skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignarsparnaðar.
11. Sérstök nefnd er að móta tillögur um lágmarksframfærsluviðmið í almannatryggingarkerfinu og á að skila eigi síðar en 1. júlí.
12. Um áramótin tóku gildi ný lög sem fela í sér mikilvægar breytingar á greiðslum til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Helstu breytingar eru um tekjutengdar greiðslur til foreldra sem hafa verið á vinnumarkaði áður en barn þeirra greindist langveikt eða alvarlega fatlað. Greiðslurnar nema 80% af meðaltali heildarlauna foreldra yfir tiltekið viðmiðunartímabil, en þetta fyrirkomulag er sambærilegt greiðslum í fæðingarorlofi. Talið er að foreldrar um 200 barna muni nú nýta sér þessar greiðslur árlega í stað færri en 10 á síðasta ári.
13. Þá hefur verið ákveðið að hækka skattleysismörkin um 20.000 krónur á kjörtímabilinu fyrir utan verðlagshækkanir .
14. Komugjöld á heilsugæslu fyrir börn hafa verið afnumin.
15. Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð um 50%.
16. Hámark húsaleigubóta verða hækkað um 50%.
17. Eignaskerðingarmörk vaxtabóta verða hækkuð um 35%.
18. Stimpilgjöld afnumin fyrir fyrstu kaupendur.
19. Ný jafnréttislög hafa verið sett.
20. Fyrsta aðgerðaráætlun fyrir börn samþykkt - Unga Ísland samþykkt.
Og við erum bara búin að vera tæpt ár í ríkisstjórn...
Eldri borgarar fá uppbót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Eini vinsæli ráðherran er jú Jóhanna svo einhverjir kunna að meta það sem gert er.
Jón Sigurgeirsson , 7.5.2008 kl. 15:41
Er sammála þér , mér finst ekki fólk sanngjarnt í þessum málum, hvað búið er að ná í gegn og hvað koma skal. Er þó samt fúl yfir að alltaf skal Sjálfstæðisflokkurinn hljóta heiður af öllum verkum, hinn flokkurinn sem hann er í samstarfi með vill gleymast. ENN ég tel að tími Jóhönnu Sigurðard sé KOMIN ( er ekki á nokkurn hátt blóðtengd henni)........... Fólk verður að átta sig á því líka hvað Samfylking er að gera í Ríkisstjórn, hvað hún er að gera til bóta og einnmitt fyrir mörgu hér að ofantöldu. Annað er ekki sanngjarnt....Sjálfstæðismenn gera EKKI alla hluti eins og sumir halda
Erna Friðriksdóttir, 7.5.2008 kl. 17:06
Góð upprifjun Ágúst, það þarf að þylja þetta oftar og víðar.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 17:14
Það getur ýmislegt verið í lagi á einu heimili og heimilisfólkið áorkað ýmsu og móðirin jafnvel verið formaður í hannyrðafélagi Íslands þrátt fyrir að heimilisfaðirinn sé síkópat sem misnotar dæturnar.
Á mánudaginn hlustaði ég á furðulegan vitleysing á Útvarpi Sögu. Sá er formaður Landssambands Lögreglumanna hvorki meira né minna og bullið í honum var yfirgengilegt. Hann sagði blákalt að menn ættu ekki að skipta sér af átökum eða árásum sem þeir yrðu vitni að heldur þess í stað hringja í lögguna. Sækóar sem stjórna dómsmálunum vilja víst einfaldar lausnir á borð við rafbyssur og síðan önnur skotvopn enda er þeirra geðveikislega hugmyndafræði frá aðilum sem skjóta fyrst og spyrja svo.
Baldur Fjölnisson, 7.5.2008 kl. 23:03
Þetta eru alvarlegir hlutir sem varða heill og öryggi almennings. Þess vegna hvet ég alla til að verða sér úti um upptöku á þessum furðulega ruglanda. Þetta er ríkisstjórn og sjálfsagt telur samfylkingin sig ekki bera neina ábyrgð á einhverjum fasistum og jesúsækóum í henni hún bara kyssir á rassgatið á þeim valdanna vegna og er svo bara stikk frí.
Baldur Fjölnisson, 7.5.2008 kl. 23:09
Hversu lágt er hægt að leggjast?
Þessi Condi Rice hefur árum saman legið á bæn með sækónum George Bush og síðan kom ISG skríðandi á hennar fund með sérstaka gjöf frá íslensku þjóðinni. Hver er botninn á smekkleysinu? Að kyssa opinberlega á rassgatið á kengbiluðu stríðsglæpa og trúarofstækishyski?
Baldur Fjölnisson, 7.5.2008 kl. 23:16
Þegar hægt er orðið að keyra Sherman skriðdreka um afturendann á útjöskuðum hórum hvað er þá til ráða? Bjóða Mirage þotum í heimsókn? Þegar það gengur ekki lengur hvað þá?
Baldur Fjölnisson, 7.5.2008 kl. 23:19
P.S. Ég vil glaður borga 25 þúsund fyrir mynd af ISG liggjandi á bæn með sækónum Condi Rice (skv. hefð sem gildir varðandi heimsóknir til sækósins), hahahaha.
Baldur Fjölnisson, 8.5.2008 kl. 00:00
Ég verð að segja það að þarna er margt gott í gangi. Kannski smáatriði, en þau geta verið stór fyrir suma.
Ég hef áhyggjur af stimpilgjöldunum. Hefði ekki verið ágætt að fella þau niður af öllum lánum? Eða fara meðp þau niður í 0,5%.
Það getur kostað töluverða rannsóknarvinnu að finna út hver er að kaupa sína fyrstu eign. Betra að falla þetta út alfarið. Þannig var kosningaloforðið sem ég hélt að fólki.
En flott samantekt og ég sé að sumir bloggarar reyna að beina athyglinni að allt öðrum málum. Af hverju, spyr ég.
Jón Halldór Guðmundsson, 8.5.2008 kl. 01:18
Ég ætlaði nú að svara þessu hérna en svo var svarið orðið svo langt að ég sló til og ákvað loksins að byrja að blogga aftur og setti svar mitt þar inn. Getið kíkt á það hérna.
Ég hvet þig Ágúst sérstaklega til að skoða þetta og svara.
Mbk,
Bergþór Heimir Þórðarson, 8.5.2008 kl. 03:35
Ég kann að meta það sem Jóhanna hefur gert og ætlar að reyna að gera.
Kann ekkert að meta annað. Því miður
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:10
Takk Ágúst,
mjög þarfur pistill og vel útfærður.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að maður fylgir Samfylkingunni að málum.
Gísli Hjálmar , 10.5.2008 kl. 13:52
Já takk æðislega fyrir hækkun lífeyrisgreiðslna, sem hækkuðu um skitinn 9000 á meðan aðrir fengu 18.000
Valsól (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.