29.2.2008 | 11:36
Of vægir dómar en þó jákvæð þróun
Nýfallinn héraðsdómur fyrir nauðgun á barnapíu er merki um að nauðungardómar séu að þyngjast eilítið. Slíkt er fagnaðarefni í sjálfu sér þótt flestum finnist dómar fyrir kynferðisbrot enn vera allt of lágir. Dómar fyrir kynferðisbrot hafa í gegnum tíðina verið of vægir á Íslandi en það að nauðgunardómar séu að þyngjast hægt og bítandi er jákvæð þróun.
Löggjafinn hefur sent þau skilaboð til dómstólana að nauðgun er mjög alvarlegur glæpur, svo alvarlegur að hann getur varðað allt að 16 ára fangelsi. Dómstólum ber að virða þann vilja löggjafarvaldsins. Auðvitað veit ég að þungir dómar eru ekki einhver allsherjarlausn en dómarnir þurfa að vera sanngjarnir og réttlátir.
Að mínu mati þarf ekki einungis að vera samræmi á milli dóma fyrir sömu brot heldur þarf einnig að vera eitthvert samræmi á þyngd dóma milli brotaflokka. Slíkt samræmi er ekki fyrir hendi. Nægir að líta til hinna þungu fíkniefnadóma annars vegar og hins vegar á dómana fyrir kynferðisbrot. Þessi dómaframkvæmd er ekki í samræmi við réttlætiskennd almennings.
Undanfarin ár höfum við tekið mörg jákvæð skref í þessum málaflokki. Skilgreiningin á nauðgun hefur m.a. verið víkkuð út þannig að nú er ofbeldi eða hótun ekki lengur skilyrði fyrir því að hægt sé að telja verknaðinn vera nauðgun. Þá telst það nú vera nauðgun að þröngva vilja sínum gagnvart rænulausum einstaklingi.
Í umræddum héraðsdómi er sérstaklega talað um að brotið hafi verið gegn sjálfsákvörðunarrétti, athafnafrelsi og friðhelgi stúlkunnar sem verður að teljast vera frekar ný og jákvæð nálgun hjá íslenskum dómstóli. Við eigum að líta á nauðganir sem mjög alvarleg brot á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins.
Þessi mál snúast hins vegar ekki einungis um lög og dóma. Það þarf einnig að fjölga þeim málum sem fara í gegnum kerfið og tryggja fræðslu og skilvirkan stuðning við þolendur kynferðislegs ofbeldis. Að mínu mati er þessi málaflokkur miklu mikilvægari en margt annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Þeir eru margir vægir dómarnir og þeir eru líka margir krakkarnir sem hafa tekið út dóm á Litla Hrauni, eða hvað finnst þér?
Eysteinn Skarphéðinsson, 29.2.2008 kl. 11:48
Sammála þér Ágúst. Kynferðisbrotamál eru viðurstyggilegustu málin í dómskerfinu, sérstaklega þar sem brotið er gegn ungu fólki. Þau þarf að taka föstum tölum.
En varðandi smærri dóma þá vantar samræmi í þá líka. Ég veit um dæmi þar sem ráðist var á konu á almannafæri og hún lamin algjörlega af tilefnislausu og í ljós kom að brotamaðurinn hafði ítrekað ógnað konum og lamið þær. Þar var brotamaðurinn dæmdur í vistun og til að greiða miska sem var innan þeirra marka sem ríkið tryggir í öllum tilvikum. Konurnar sem ráðist var á bjuggu við það í langan tíma á eftir að þora varla út fyrir hússins dyr af ótta við að á þær yrði ráðist.
Svo er dæmi um bloggdóminn um daginn þar sem ákærði þarf að greiða meira en þrefalda þá upphæð til manns sem hann hafði formælt á netinu. Ég er alls ekki að mæla því bót að menn komist upp með að segja hvað sem er á netinu og reyndar fagna ég dóminum í bloggmálinu en ég verð að segja það að ég myndi krefjast meiri refsingar fyrir brot sem eru líkamleg heldur en þau sem fara fram á netinu. Bara svona sem dæmi. Annars eru dómstólar á Íslandi algjör frumskógur og mjög erfitt fyrir hinn almenna Íslending að fóta sig þar.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.2.2008 kl. 18:06
Já, svo finnst mér endilega að það ætti að lengja alla dóma og koma fleirum í fangelsi og byggja stærri fangelsi - stefna að sama hlutfalli og bandaríkjamenn - um það bil 3000 íslendinga í fangelsi - þá fyrst mundi nú glæpum fækka eða hvað - hefndin lengi lifi húrra
Kristín Einarsdóttir, 1.3.2008 kl. 08:10
Kristín, það er enginn að tala um að fjölga dómum. Kjarni málsins snýst um að hafa samræmi milli þeirra. Ágúst segir í sinni færslu:
Sjálf bendi ég á að mér finnist kjánalegt að þeir sem fá yfir sig orðaflaum á netinu skuli fá þyngri refsingu en þeir sem ráðast að fólki á almannafæri með barsmíðum. En ef ég skil færslu þína rétt (sem mér finnst reyndar vera dálítið meinfísin) þá vilt þú forðast að Bandaríkin verði Íslendingum fyrirmynd í þessum efnum. Þar er ég þér hjartanlega sammála.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.3.2008 kl. 09:36
Ingibjörg!
Hvenær ætli orðræðan fari þá að snúast um að létta og stytta þunga dóma til samræmis við þesssa ,,alltof léttu"?..meinflísin k.e.
Kristín Einarsdóttir, 1.3.2008 kl. 10:31
Ég legg að jöfnu kynferðisofbeldi og annað ofbeldi gegn konum. Ég sé lítinn mun á því að berja konu í spað eða nauðga henni. Svo ekki sé talað um, ef hvortveggja er gert. Ég hef áður bloggað um þetta efni og er það hér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2008 kl. 18:43
Einnig sé ég lítinn mun á að berja karlmann í spað og að berja kvenmann í spað enda búum við Íslendingar við jafnrétti. En eitt get ég sannfært ykkur um og það er að dómar vegna kynferðisbrota hér á okkar ástkæra landi hafa hækkað mikið uppá síðkastið enda fyrir löngu kominn tími til.
Spekingurinn (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.