20.2.2008 | 11:27
Hvað fela aðgerðir ríkisstjórnarinnar í sér?
Það er ástæða til að fagna undirritun á kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði. Það er ekkert eins mikilvægt fyrir almenning í landinu og einmitt stöðugleiki og lág verðbólga. Þessir kjarasamningar munu vonandi eiga sinn þátt í endurheimta jafnvægi og jöfnuð hér á landi. Einn af forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar sagði nýlega: Aldrei hafa lægstu laun verið hækkuð jafnmikið.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga eru sömuleiðis afar mikilvægar þótt þær standi í mínum huga sem sjálfstæðar pólitískar aðgerðir sem auka lífskjör í landinu til muna. Þessar aðgerðir gagnast öllum landsmönnum en þó miðast þær fyrst og fremst að fólki með meðaltekjur í landinu, barnafólki og ungum einstaklingum.
Hækkun skattleysismarka og stimpilgjöld afnumin fyrir fyrstu kaupendur
Ríkisstjórnin mun verja um 20.000 milljónum kr. í þessar aðgerðir og því sambandi hafa nokkur atriði meginþýðingu.
Fyrst ber að nefna að skattleysismörkin verða hækkuð um 20.000 krónur fyrir utan verðlagshækkanir. Þetta er eitt þýðingarmesta atriðið. Skerðingarmörk barnabóta verða hækkuð um 50% sem mun hafa mikil áhrif til góðs fyrir fjölskyldufólk í landinu. Hámark húsaleigubóta verður hækkað um 50%.
Stimpilgjöld verða afnumin fyrir fyrstu kaupendur sem mun hafa mikið að segja, enda eru þessi gjöld fyrstu kaupendum oft þungur baggi. Eignaskerðingarmörk vaxtabóta verða hækkuð um 35% og námslánakerfið verður yfirfarið með aukið jafnræði að markmiði.
Lágmarksframfærsluviðmið sett
Lengi hefur verið kallað ef því að sett verði lágmarksviðmið í framfærslu í almannatryggingarkerfinu og nú verður hafist handa við þá vinnu. Þá verður komið á húsnæðissparnaðarkerfi með skattafrádrætti fyrir 35 ára og yngri til að hvetja til sparnaðar hjá fyrstu kaupendum.
Þá verða skattar á fyrirtæki lækkaðir, atvinnuleysisbætur verða tryggðar hækkun og framlög til símenntunar og fullorðinsfræðslu aukin.
Lækkað verðlag
Að mínu viti snýst kjarabarátta ekki einungis um að hækka laun. Ekki er síður mikilvægt að bæta kjör almennings með því að hafa jákvæð áhrif á verðlag og það er mínu viti afar mikilvægt að stjórnvöld hafi þessa hlið kjarabaráttunnar einnig að markmiði.
Nú er kastljósinu beint að vöruverði í landinu og verða vörugjöld og tollar sérstaklega skoðuð í því sambandi.
Einnig eldri borgarar og öryrkjar
Fyrir jól kynnti ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks umfangsmiklar kjarabætur fyrir eldri borgara og öryrkja. Þá var m.a. ákveðið að afnema skerðingu bóta vegna tekna maka, hækka frítekjumark og draga úr of- og vangreiðslum bóta.
Almannahagsmunir eru í öndvegi hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Sú staðreynd að tveir sterkir flokkar hafi tekið saman höndum hefur leitt af sér möguleika til þess að taka stóra málaflokka, sem oft á tíðum eru taldir þungir, til endurskoðunar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 144661
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Athugasemdir
Sæll Ágúst.
Það er athyglisvert að fylgjast með stjórnarþingmönnum verja nýgerða kjarasamninga. Staðreyndin er hinsvegar sú að þegar búið er að taka staðgreiðsluna af þessari launahækkun, stendur rúmlega 11.000.- kr. eftir. Þessi launahækkun er löngu farin vegna hækkunar á eldsneyti, hækkun á vöxtum og svo liggur fyrir að matvara mun hækka, þó sérstaklega mjólkurvörur, vegna hækkunar á aðföngum til bænda. Launahækkunin ein og sér mun því ekki skila neinu til þeirra sem lægst hafa launin.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu ekki fara að hafa áhrif fyrr en á næsta ári, eða þegar 10 mánuðir hafa liðið frá undirritun samninga og launafólk verður búið að greiða skatta af launahækkuninni út þetta ár. Ríkið mun því hagnast verulega af þessum samningum og fer ekki að greiða til baka fyrr en á næstu þremur árum, með upphafspunkt um næstu áramót. Hækkun bóta kemur sér að sjálfsögðu vel en hækkun persónuafsláttar er engan vegin nógu mikil. Enn eru laun þeirra lægst settu langt undir framfærslumörkum sem er til skammar. Því er grátlegt hvernig þið reynið að halda því fram að kjarabæturnar sem nú eru á borð bornar séu einhverjar tímamótakjarabætur.
Ari Jóhann Sigurðsson, 21.2.2008 kl. 09:33
Ríkisstjórn ætti að sjá aðeins sóma í því að hirða ekki svona mikla prósentu af td eldsneyti..... þetta á ekkert eftir að skila sér til fólksins nema í litlu mæli og sérstaklega ekki til þeirra sem að þarfnast þess mjög mikið. Allir byrgjar eru að hækka vörur , því verða kaupmenn að hækka sitt, ekki hafa allir á landinu lágvöruverslanir til að skoppa í.. svo að úr þessu verður sma súpan ef ekki bara meira, vextir hækka stöðugt á öllum útlánum. Kanski er best að lata sem flesta fara á hausinn og þá geta þessi Ríku og með góðu launin lifað alsælir í góðæri og sáttir með sitt eða hvað?
Erna Friðriksdóttir, 22.2.2008 kl. 00:04
Það er bara einhvern veginn þannig að megin þorri almennings er búin að bíða lengi eftir þessum "jafnaðar" breytingum.
Ég er stoltur af því að geta sagst vera jafnaðarmaður og fylgt Samfylkingunni að málum þessa dagana.
Keep on the good work ...
Gísli Hjálmar , 22.2.2008 kl. 17:43
Hverju er til að svara athugasemdum Víglundar Þorsteinssonar við þessa mega samninga? Mér fannst hann hafa nokkuð til síns máls og rök hans athugunar verð, þótt það sé bull að hægt sé að henda samningunum og semja aftur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.2.2008 kl. 15:22
Ég næ ekki 170.000 í pening fyrir að vinna með einhverfa drengi.100 % starf. Er að spá í að spyrja heilbrigðis ráðherra um launaskipti í eitt ár.
Eysteinn Skarphéðinsson, 29.2.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.