Akureyri og Ísafjörður - Bournemouth og Genf

Staða Samfylkingarinnar hefur gjörbreyst undanfarið misseri. Fyrir hálfu ári var flokkurinn í stjórnarandstöðu á þingi og í minnihluta í borgarstjórn. Nú er Samfylkingin í ríkisstjórn og í meirihluta borgarstjórnar með borgarstjórnarstólinn í sínum höndum. Reyndar er það mjög ánægjulegt að vita til þess að Samfylkingin er ekki einungis í ríkisstjórn heldur einnig í meirihluta í þremur af fjórum stærstu sveitarfélögum landsins.

Þegar svo er þarf að halda vel á spöðunum þegar kemur að flokkstarfinu. Í sumar og haust hef ég verið í góðu sambandi við marga flokksfélaga og farið í þó nokkuð margar ferðir út á land.

Undanfarna daga og vikur hef ég sérstaklega verið á faraldsfæti. Um helgina var ég gestur á aðalfundi Samfylkingarinnar á Akranesi en þar sem m.a. var kosin ný stjórn með Hrönn Ríkarðsdóttur í fararbroddi.

Á mánudaginn fór ég síðan á félagsfund Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og ræddi um pólitík vetrarins. Það er alltaf góð tilfinning að koma í höfuðvígi jafnaðarmanna á Íslandi þar sem Samfylkingin er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn.

Á morgun mun ég síðan funda með okkar fólki á Akureyri. Og í lok mánaðarins mun ég síðan fara á ný til Ísafjarðar og kenna í stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar sem þar verður haldinn. Þá eru fleiri heimsóknir í pípunum s.s. í Skagafjörðinn, Reykjanesbæ og Austurland.

Fyrir utan þessar ferðir innanlands sótti ég einnig í síðustu viku fund Alþjóðaþingmannsambandsins í Genf en ég er varaformaður Íslandsdeildarinnar. Þessir fundir eru afar áhugaverðir en það er eitthvað merkilegt við það að sitja fundi þar sem fulltrúar frá um 150 þjóðþingum ræða saman. Sumum þjóðum þarna eigum við fátt sameiginlegt með og má þar nefna nokkrar þjóðir Afríku og Arabíu. Eitthvað kom það mér spánskt fyrir sjónir að sjá „þing“ Saudi Arabíu eiga þarna fulltrúa en eins og flestir vita þá er ekkert lýðræðislegt þing í því landi heldur einungis vettvangur ráðgjafa sem kóngur sjálfur velur inn á.

Þá var ég um síðustu mánaðarmót fulltrúi Samfylkingarinnar ásamt Skúla Helgasyni framkvæmdastjóra flokksins, á landsfundi breska Verkamannaflokksins sem haldinn var í Bournemouth. Þetta var risavaxin samkoma þar sem allt að 10.000 manns tóku þátt í viðburðum fundarins.

Gordon Brown átti fína spretti á landsfundinum og lagði formaðurinn áherslu á kröftuga sókn í menntamálum og heilbrigðismálum en höfðaði að öðru leyti til kjósenda annarra flokka að fylkja sér um þau grunngildi frelsis, jöfnuðar og sanngirni. En um leið lagði hann áherslu á bresk gildi og aukið öryggi borgarana. Það vakti eftirtekt mína að formaðurinn minnist sérstaklega á málefni sem snerta einstaklinga með beinum hætti og heyrast ekki oft í formannsræðu af þessu tagi. Má þar nefna baráttuna gegn brjóstakrabbameini og gegn einelti í skólum og vinnustöðum.

Annars fór talsvert mikið fyrir fyrstu bræðrunum sem eru í bresku ríkisstjórninni í mjög langan tíma, þeim David Miliband, utanríkisráðherra og Ed Miliband sem er nokkurs konar ráðherra stefnumótunar. Þeir voru mjög vinsælir framsögumenn á hinum og þessum fundum sem voru haldnir í tengslum við landsfundinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er óhætt að segja að staða Samfylkingarinnar er góð og hún er nú flokkur í lykilstöðu í íslensku samfélagi. 

- En vandi fylgir vegsemd hverri.  Hvar á að leggja þungann í störfum flokksins. Ég heyri að í Reykjavík á að gera miklar umbætur í starfskjörum fólks í umönnunarstörfum. Leikskólarnir ná ekki starfdsfólki á þeim sem kjörum sem bjóðast.

- Á landsvísu finnst mér að við þurfum að heyra og finna hverju áhrif samfylkingarinnar skila sér til fólksins í landinu, betur en verið hefur núna fyrtsu mánuði stjórnarsamstarfsins.

Það gerum við best með því að vera bjartsýn og ganga óhrædd til verka.  Þannig styðjum við og eflum tilfinngu fyrir því hvers virði er að hafa jafnaðarmenn í stjórn! 

Jón Halldór Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ég er virkilega ánægð hve Samfylkingafólki gengur vel, og tími Jóhönnu Sigurðard er KOMIN.......................................

 Eins og hún orðaði það : Minn tími mun koma !!!!!

Hún hugsar um öryrkja, aldraða og fl           og auðvitað við sem að Samfylkingingunni koma.      

Jón Baldvin á mikin þátt í þessu tel ég, hann var kunningi föður míns heitins sem drukknaði fyrir nokkrum árum. Ég trúi sterkt á Jón Baldvin !

Ég tel að ef að Samfylkingin stendur sig vel í Ríkisstjórn sem að loksins varð af, þá eigi hún eftir að skila góðu til samfélagsins.

Mér varð samt um og ó að fara í samstarf við sjálfstæðisflokkinn ennnn ég tel það ekki slæmt eftir að Davíð hætti, því að Geir er allt annar karakter. 

 Mér fanst Davíð ´, ljótt að rita það hér , vilja vera EINRÆÐIS herra. Það finn ég ekki með Geir H.     

Sammála því að Davíð Odds þyrfti að ljúka störfum sínum í seðlab. Afhverju fer hann ekki bara á elli laun ???  Því mér þykir sá einstaklingur hafa farið offara á öllum sviðum sem hann getur, en ath þetta er mín skoðun.

Einnig tel Björn Bjarnason gjörsamlega óhæfan í sínu strafi því miður, komin á gamals aldur  og veit stundum vart hvað hann er að segja eða skrifa einn daginn eða hinn. Ath mín reynsla   

ég hef oft gaman af Pétri Blöndal , þá á ég við til að hlægja af vitleysunni í honum.......

En Áfram þessi Ríkisstjórn er amk í dag mjög sátt  en þú átt eftir að heimsækja okur góði minn í Húnaþin vestra :)

Gangi þér ALLT  VEL, hafði nú reyndar trú á þér frá fyrstu tíð og vona að  það haldist :)

Erna Friðriksdóttir, 27.10.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband