Ţingiđ komiđ saman á ný

Nú er ţingiđ loksins komiđ saman. Stemmningin í ţinghúsinu minnir um margt á fyrsta skóladaginn en ţađ mun án efa taka einhvern tíma ađ venjast nýjum andlitum í ţingsalnum. Talsverđ endurnýjun átti sér stađ í síđustu kosningum og t.d. eru allmargir sterkir sveitastjórnarmenn nú komnir á ţing.

Nú hefur Samfylkingin átt sćti í ríkisstjórn í rúma fjóra mánuđi. Strax má sjá ýmis merki ţess. Má ţar nefna ađgerđaráćtlunin fyrir börn, baráttuna gegn biđlistunum, neytendamálin, bćtta stöđu langveikra barna, ađgerđir gegn kynbundnum launamun, endurskođun húsnćđismála, bćttar samgöngur, varđstöđuna um auđlindir ţjóđarinnar o.s.frv.

Ţá koma margvíslegar áherslur fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Útgjöld til velferđar- og menntamála eru aukin talsvert. Auđvitađ mun taka tíma ađ ná fram baráttumálum Samfylkingarinnar en viđ erum bara rétt ađ byrja. 

Ég er annars nú ţegar búinn ađ leggja fram mitt fyrsta ţingmál á ţessum vetri en ţađ lýtur ađ lögfestingu Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna. Lögfesting sáttmálans yrđi talsverđ réttarbót fyrir íslensk börn og hefđi gríđarlegt gildi ađ mínu mati.

Ađildarríki samningsins s.s. Ísland eru einungis skuldbundin barnasáttmálanum samkvćmt ţjóđarrétti en ekki ađ landsrétti. Ţví ţarf ađ lögfesta alţjóđalega samninga ef ţeir eiga ađ hafa bein réttaráhrif hér á landi.

Ađ mínu mati á slíkur grundvallarsáttmáli ađ vera lögfestur hér á landi međ sama hćtti og Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur veriđ lögfestur. Viđ ţađ fengiđ barnasáttmálinn aukiđ vćgi ţar sem stjórnvöld og dómstólar landsins yrđu ađ taka miđ af honum sem sett lög. Noregur lögfesti barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna áriđ 2003.

Einnig er lagt til í ţingmálinu ađ íslensk löggjöf verđi ađlöguđ ađ barnasáttmálanum. Samkvćmt barnasáttmálanum ber t.d. ađ ađskilja unga fanga frá fullorđnum föngum en hér á landi er ţađ ekki gert.

Friđhelgi einkalífs barna og sjálfsákvörđunarrétt ţeirra í lögum ţyrfti ennfremur ađ tryggja betur í barnalögum, barnaverndarlögum og lögum um réttindi sjúklinga. Ţá ţyrfti ađ tryggja í lög ađ rćtt sé viđ yngri börn en nú er gert í umgengis- og barnaverndarmálum og rétt ţeirra í grunnskólalögum um ađ láta í ljós skođanir sínar. Sömuleiđis ćtti réttur barnsins til ađ ţekkja foreldra sína ađ vera tryggđur í lögum og skođa hvort ţađ eigi viđ ćttleidd börn og í sćđisgjöfum.

Í sambandi viđ lögfestingu á Barnasáttmálnum ţarf ađ skođa sérstaklega stöđu barna sem glíma viđ langvarandi veikindi, fötlun, geđsjúkdóm, fátćkt og barna nýbúa í íslenskum lögum.  

Ţingmáliđ í heild sinni má sjá hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ţú ert mađur sem ég treysti verulega á .... ţú Ágúst Ólafur ert á réttum stađ og mikiđ er ég fegin

Kveđja Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 11.10.2007 kl. 22:42

2 identicon

Mig langar til ađ vita, hverra hagsmuna ţú ert ađ gćta í ţessu áfengis bulli. Ţađ er ömurlegt til ţess ađ vita ţegar menn tala gegn betri vitund til ađ koma málum áfram. Ţegar ég segji ađ tala gegn betri vitund, á ég viđ ţegar sögđ eru orđ eins og ađ aukiđ ađgengi auki ekki áfengisneyslu. Ég vil bara benda ţingmanninum á ađ ţađ fara 3 miljarđar af skattfé almennings til heilbrigđismála vegna áfengisneyslu og ţađ er einmitt upphćđin sem ríkiđ fćr í hagnađ af áfengissölu. Nú ćtlar ţú ásamt öđrum ađ koma ţessum miljörđum í vasann hjá verslunarmönnum og ţá verđur ađ taka ţessa miljrađa af skatttekjum almennings í stađinn. Ekki verđa ţeir teknir af kvótaeigendum, ţađ er nokkuđ víst. Ég skil ekki offorsiđ sem ţér gekk til í Kastljósţćtti, ţađ var eins og ekkert annađ kćmist ađ, bíddu áttu frćnda sem er verslunarmađur? Eđa hvađ á mađur ađ halda

Valsól (IP-tala skráđ) 16.10.2007 kl. 08:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband