Útrás til Japans?

Í vikunni tók viðskiptanefnd Alþingis á móti japönskum þingmönnum. Mikill vilji var hjá Japönunum að efla samskipti þjóðanna á sviði viðskipta- og bankamála. Samband Íslendinga og Japana á sviði sjávarútvegs hefur í marga áratugi verið farsælt og gjöfult. Ef til vill væri hægt að útvíkka þetta samband svo það myndi einnig ná til nýju undirstöðuatvinnugreinar Íslands, fjármálageirans. Okkar sókndjörfu útrásarbankar ættu því endilega að skoða japanska markaðinn sem er einn sá stærsti í heiminum.

En talandi um banka þá hitti ég einnig í vikunni nokkra norræna þingmenn í Stykkishólmi. Þeir höfðu talsverðan áhuga á því sem íslensku bankarnir voru að gera í þeirra löndum. Það er augljóst að umtalið á hinum Norðurlöndunum um íslensku bankana er talsvert. Þó mátti skynja efasemdir í tón hinna skandinavísku þingmanna um hvort íslensku bankarnir gætu staðið undir þessu öllu saman. Þannig að enn er verk að vinna við að kynna erlendis hinnar réttu forsendur á bak við útrásina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

þetta útskýrir ævintýrin mín í gær : www.bryndisisfold.blog.is 

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 7.9.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Leita í fréttum mbl.is

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband