Ritstjóri DV í skógarferð

Mér finnst DV vera ágætis blað og þær breytingar sem hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum lukkast vel. Í morgun tók ég því eftir leiðaraskrifum ritstjórans, Sigurjóns M. Egilssonar, um meint kjarkleysi þingmanna Samfylkingarinnar.

Ritstjórinn má alveg hafa þá skoðun fyrir mér. Ritstjórinn heldur því fram að Samfylkingin sé á hraðleið til Framsóknar eins og hann orðar það og dregur sérstaklega fram í leiðara sínum útvarpsviðtal sem var við mig í gærmorgun. Reyndar vísar ritstjórinn ekki á nein orðrétt ummæli heldur er um að ræða mat hans og bollaleggingar á ummælum mínum.

Segir ritstjórinn að ég hafi ekki haft “kjark til að gagnrýna skandalinn vegna Grímseyjarferjunnar”. En á hverju byggir þetta mat ritstjórans?

Í viðtali sagði ég orðrétt: “Nei, ég hef alltaf litið þetta mál mjög alvarlegum augum og ég fagna því að bæði fjárlaganefnd og samgöngunefnd Alþingis hafi verið að skoða þetta mál.”

Og svo:
“Hér hefur augljóslega eitthvað farið úrskeiðis og þetta bréf sem að Bjarni hefur undir höndum það bara skoðast í því samhengi. Við þurfum að fara aðeins yfir þetta og athuga hvað hefur farið úrskeiðis.

“Eins og ég segi, það þýðir ekkert að neita því að hér er eitthvað að og það er líka alvarlegt hvernig eða óheppilegt hvernig túlkun Ríkisendurskoðunar og fjárlagaráðuneytisins eru svona ólíkar á meðhöndlun peninga úr ríkissjóði þannig að þetta er allt sem þarf að koma til skoðunar og það er verið að gera það á réttum vettvangi.”

Og síðan tekur Bjarni Harðarson, viðmælandi minn í viðtalinu, undir þessa nálgun mína þar sem hann segir m.a.:

“Það er mjög mikilvægt að þetta verði skoðað, eins og þú segir Ágúst, ofan í kjölinn og það er rétt, sú vinna er í gang.”

Guð forði okkur frá frekar gögnum
Þá álítur ritstjórinn það vera sérstaklega gagnrýnisvert í leiðaranum að ég vilji öll gögn á borðið áður en ég segði meira. Hingað til hefur það talist til kosta að menn viti hvað þeir eru að tala um þegar þeir tjá sig. Og það væri kannski ekki úr vegi að ritstjóri DV hefði það í huga þegar að hann fjallar um mál.

Ég á ekki að þurfa að minna ritstjórann á að umfjöllun um Grímseyjarferjuna er ekki lokið og eru m.a. tvær þingnefndir að skoða málið og kalla eftir upplýsingum.

Ritstjórinn gagnrýnir einnig ummæli mín í þættinum um lyfjaverð og dregur fram sama gagnrýnispunkt og um Grímseyjarferjuna og gefur til kynna að það sé fullkomlega óeðlilegt að ég vilji öll gögn á borðið í því máli.

Síðan dregur hann fram að ég telji það vera “vont fyrir lyfjakeðjur að sitja undir gagnrýni”.

Í fyrsta lagi sagði ég þetta aldrei.

Í öðru lagi sér ritstjórinn ekki ástæðu til að draga fram önnur ummælin mín í þættinum enda þjónar það kannski ekki tilgangi hans í þessum leiðara.

Förum því yfir ummælin mín orðrétt en í viðtalinu var ég spurður að því hvort ég telji ástandið á lyfjamarkaðinum sé eðilegt:

 “Nei, ég held að við þurfum að ná að lækka lyfjaverð og það eru margir þættir sem að spila þarna inn í. Samkeppni eða skortur á samkeppni á smásölumarkaðnum er eitt af því sem þarf að koma til skoðunar.”

“Við sjáum að það eru tvær stórar keðjur sem að ráða nánast öllum lyfjamarkaðnum en það er líka umhugsunarvert að það er ákveðin skipting á svæðum milli þessara fyrirtækja. Ég ætla ekki að sitja hér og fullyrða að það sé eitthvað óeðlilegt en mér finnst að það eigi að skoða því skipting á svona markaðssvæðum er auðvitað brot á samkeppnislögum.”

“Það þarf bara að skoða þetta í eitt skipti fyrir öll. Það er líka ótækt fyrir viðkomandi lyfjafyrirtæki að sitja undir svona tortryggni um að hér sé eitthvað óeðlilegt á ferðinni.“

“En síðan eigum við að huga að öðrum breytingum sem hugsanlega munu lækka lyfjaverð. Varðandi t.d. kröfuna um að það þurfi að íslenskumerkja hvern einasta lyfjapakka, líka sem er notaður af fagmönnum inni á stofnunum. Það eru kröfur um að í öllum aptótekum þurfi að vera einn lyfsali alltaf, síðast þegar að ég vissi að minnsta kosti. Vaskurinn er ennþá of hár á lyfjum og svona mætti lengi telja þannig að það eru ákveðnar leiðir sem við ættum að fara til að lækka lyfjaverð því að lyf eru auðvitað ekki eins og hver önnur vara eins og allir vita.”
...

“Við þurfum líka að skoða hvort að lögin séu nógu hentug fyrir þennan svokallaða samhliða innflutning. Það hefur ekki gengið alveg nógu vel, að mati þeirra sem til þekkja, að fá fleiri lyf frá ódýrari svæðum eins og kannski má sjá annars staðar á Norðurlöndunum.”

“Þetta er stórt mál finnst mér, neytendamál og heilbrigðismál.”

Hvorki sanngjörn né rétt mynd
Ég hafna þess vegna með öllu að ég hafi sýnt eitthvert kjarkleysi í umræðu um þessi mál. Ég hef núna í þrjár vikur í röð farið í viðtöl með þremur mismunandi stjórnarandstæðingum þar sem komið var inn á mál Grímseyjarferjunnar og hef ég aldrei forðast þá umræðu.

Ég hef sömuleiðis oft og iðulega gagnrýnt hátt lyfjaverð á Íslandi og nú síðast í grein sem birtist í Morgunblaðinu 23. ágúst sl. eða fyrir einungis tveimur vikum. Þá hef ég lagt fram tillögur á Alþingi um lækkun lyfjaverðs og ég held að ég hafi fjallað um hátt lyfjaverð í nánast öllum fjölmiðlum landsins. Fyrir nokkrum misserum hvatti ég samkeppnisyfirvöld til að skoða lyfjamarkaðinn en samkvæmt fréttum er sú athugun nú loksins hafin.

Sú mynd sem ritstjóri DV dregur fram af viðtalinu er því hvorki sanngjörn né rétt enda fjallar hann hvorki um heildarsamhengi ummælanna né sér hann ástæðu til að hafa rétt eftir mér. Hann hefur eflaust treyst því að fjölmargir lesendur hans hafi ekki heyrt viðtalið sem hann gerir að umtalsefni. Við það hlýt ég að gera athugasemdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta blað er brandari og ég skil ekki hvað þú ert að mæra það í upphafi þessa bloggs. Það er ekkert á bak við eitt eða neitt sem þessi maður gerir og ekki á það eftir að batna. Hvað finnst þér um bullið um Jónmund og í dag um Björn Bjarnason ? Ég er líka sammála þér viðtalið við þig var skrumskælt. Hættu að lesa þetta blað og ég vona að þú kaupir það í það minnsta ekki.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér finnst hins vegar þegar ég les svörin þín að þú ættir alvarlega að íhuga hvort þar endurspeglist ekki fremur umhyggja fyrir lyfjafyrirtækjunum en sjúklingunum?

María Kristjánsdóttir, 5.9.2007 kl. 09:58

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mundu bara það, að það er sitthvað blað eða blað.

Mismunurinn hefur ætíð legið ljós fyrir.  Í mínu minni eru nú afar mörg ,,blöð" sem varla hafa náð máli. 

Sumir vonskuðust út í Mánudagsblaðið og ritstjóra og eiganda þess.

Síðan hafa komið fram sneplar, sem nfnt hafa sig hinum ýmsu nöfnum.  Mis trúverðug blöð.

Ekkert hefur nú breystst í þessum efnum.

við búum í Mannheimum, hvar sumir eru falir og sumir ódýrari en aðrir.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 5.9.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband