29.8.2007 | 09:44
Markmiðið að Samfylkingin bjóði fram í eigin nafni sem víðast
Í síðustu viku heimsótti ég flokksfólk á Ísafirði og ræddum við um frekari uppbyggingu flokksins á því svæði. Mikill hugur er í Samfylkingarfólki á Vestfjörðum og var gaman að hitta félaga sína. Bæjarstjórinn á Bolungarvík var sömuleiðis heimsóttur og voru málin rædd yfir kaffibolla. Þá hittum Páll Stefánsson, ljósmyndara með meiru, fyrir tilviljun á Bolungarvík og dreif hann okkur upp á Bolafjall en útsýnið á þeim stað er geysilega fallegt eins og gefur að skilja. Annars var afskaplega gaman að hlusta á Pál segja frá hinum og þessum uppákomum sem hann hefur lent í, ekki síst í Afríku þar sem hann er talsvert við störf. Það er nokkuð ljóst að ljósmyndaferill Páls er einstakur.
Í næstu viku er síðan stefnan tekin á Snæfellsnesið en Samfylkingin þarf að styrkja stöðu sína á því svæði. Þrátt fyrir allt er Samfylkingin enn ungur flokkur og því er margt ennþá ógert í flokkstarfinu. Fyrir utan að hafa virkt og skemmtilegt flokkstarf þá tel ég æskilegt að flokkurinn bjóði víðast fram í eigin nafni en staðbundnar aðstæður geta þó í sumum tilfellum komið í veg fyrir það. En markmiðið hlýtur þó að vera sjálfstæð Samfylkingarframboð á sem flestum stöðum á landinu.
Annars er ljóst að Norðvesturkjördæmi er erfitt kjördæmi í ýmsum skilningi þess orðs. Í fyrsta lagi eru vegalengdirnar innan kjördæmisins gríðarlegar. Í öðru lagi þá hefur uppgangur síðustu ára ekki skilað sér nægilega vel í kjördæmið. Í þriðja lagi eru samgöngur og fjarskipti á þessu svæði langt frá því að vera fullnægjandi. Í fjórða lagi hefur kjördæmið orðið fyrir nokkrum áföllum, bæði vegna fólksfækkunar en einnig vegna niðurskurðar í sjávarútvegi. Og svona mætti lengi telja áfram.
En hugur heimamanna er bjartur. Í þessari ferð heyrðum við margar raddir sem töldu uppbyggingu háskóla á Vestfjörðum vera heillaráð. Það er hugmynd sem ég held að við ættum að skoða í mikilli alvöru. Menntun er besta byggðastefnan en þó þarf einnig að hafa í huga aðstæður og hagsmuni þeirra sem huga ekki að langskólanámi.
Ég er einnig á því að það þarf að fara setja meiri þunga í málefnin sem lúta að tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Það gengur ekki að sveitarfélög lepji dauðann úr skel á sama tíma og kröfurnar um aukna þjónustu aukast sífellt. Við þurfum því að auka tekjustofna sveitarfélaga samhliða auknum verkefnum. Það þarf að efla nærsamfélagið á Íslandi til muna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Hættu nú!!!!
ER ekki nóg samt???
Ógæfu Vestfirðinga verður allt að vopni og ef þú ferð að reyna að dreyfa skriffinnsku, umræðustjónmálum og þessháttar nútíma Kratisma þarna, mun óáran auakst til muna ,,heima".
Afi þinn vissi um athafnaþrá þarna vestra og nýtti sér aðstæður þar til góðs, bæði fyrir sig og íbúa aðra.
Ekki vera að útbreiða ,,umræðustjórnmál og kynjarýni" þarna á mínar heimaslóðir!!!!!
Það gerir öngvum neinn greiða.
Kynjarýnin heima var afar náttúruleg og ekki kvint um það annað að segja, kynstórir menn (karlar og konur) stóðu að umsvifum en ekki vaðlanda og blaðri.
Sumsé, hættu allri útbreiðslustarfsemi vestra og hunskastu í rann okkar Sjálfstæðismanna og ýttu undir sjálfsbjargarviðleitni frænda minna, fremur en Kratisma.
Enda fellur Sjálfstæðishugsjónin betur að sinni manna vestra, líkt og atkvæðatölur sýna.
Miðbæjaríhaldið
fyrrum Vestfjarðaríhald
Bjarni Kjartansson, 29.8.2007 kl. 10:27
Fátt væri betra fyrir Vestfirði en háskóli. Þekkingarsókn í samfélagi, þar sem jafnrétti kynjanna er virt og lýðræði er, gæti verið góður grunnur að nýrri byggðastefnu.
Samfylkingin er þarna algert aukaatriði. Það vill hins vegar svo til að það er sá flokkur sem er að beita sér fyrir þessum gildum.
Jón Halldór Guðmundsson, 29.8.2007 kl. 14:47
,,Sumsé, hættu allri útbreiðslustarfsemi vestra og hunskastu í rann okkar Sjálfstæðismanna og ýttu undir sjálfsbjargarviðleitni frænda minna, fremur en Kratisma" .... Ertu ekki að grínast? Er Sjálfstæðisflokkurinn í samstarfi við Framsókn ekki búin að gera nóg af sér? Eru Vestfirðirnir ekki eins og sviðin jörð? Þökk sé stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis og Framsóknar.
Páll Jóhannesson, 29.8.2007 kl. 17:08
Í hvaða nafni hafið þið boðið fram?
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:35
Næstu kosningar eru sveitarstjórnarkosningar, að öllu óbreyttu, og ekki fyrr en 2010. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum bauð Samfylkingin ekki fram framboðslista í eigin nafni nema á 5 til 6 stöðum. Þessu þarf sannarlega að beyta. Það er ekki bara norðvestrið sem er erfitt kjördæmi, sannleikurinn er sá að þessi kjördæmaskipan er ófær. T.d. eru 711 km milli Sigufjarðar og Djúpavogs sem tilheyra sama kjördæmi. Breytum þessu og gerum landið að einu kjördæmi.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:20
það mættu fleiri þingmenn taka þig til fyrirmyndar og heimsækja okkur Bolvíkinga og aðra vestfirðinga, okkar tveir Bolvísku þingmenn eru nú ekki mjög duglegir við það að heimsækja okkur
Hallgrímur Óli Helgason, 31.8.2007 kl. 16:52
Ég hef trú á Vestfirðingum.Hef alltaf haft.En ég er ekki viss um að þeir hafi þá trú sjálfir.Menntun og uppbygging fólks hefur oft setið á hakanum á stöðum þar sem allt snýst um fisk.Ef Vestfirðir eiga að haldast í byggð er það skilyrði að ráðamenn landsins geri sér grein fyrir því að það á að vera líf eftir þorsk, Kveðja,Geiri.
Sigurgeir Jónsson, 31.8.2007 kl. 17:22
þessu til viðbótar, Ólafur Ágúst .þá virðist mér Vestfirðingar stundum berjast á móti sjálfum sér.Ferðamönnum er til dæmis gert eins erfitt fyir og hugsast getur að skoða þær eyðijarðir sem kallast friðland. og hugsast getur.Í mínum huga er það engin spurning að það þarf að gera akfæran veg frá Unaðsdal til Leiruffjarðar.
Sigurgeir Jónsson, 1.9.2007 kl. 03:10
Gísli, Samfylkingin bauð fram lista í eigin nafni á 11 stöðum á landinu. 1 í Reykjavík, 3 í SV kjördæmi (Hafnarfirði, Kópavogi og Mosfellsbæ), 2 í NV kjördæmi (Húnaþingi vestra og í Skagafirði), 3 í NA kjördæmi (Akureyri, Eyjafjarðarsveit og Norðurþing) og 2 í S kjördæmi (Árborg og Ölfus).
Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.9.2007 kl. 10:21
Ingibjörg, þar sem NV kjördæmi er mér ofarlega í huga, þá bauð Samfylkingin fram 3 list í kjördæminu, Húnaþing vestra, Skagafirði og á Akranesi.
Ágúst Ólafur er að vinna þarft starf í þessu og á heiður skilinn.
Eggert Hjelm Herbertsson, 7.9.2007 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.