9.8.2007 | 11:48
Hvenær ertu tilbúinn að eyða helmingi meira?
Ég get tekið undir að mér finnst þessi framtíðarsýn um peningalaust hagkerfi spennandi. Íslenskt samfélag hefur allt að bera til að verða slíkt samféleg. Reyndar sá ég um daginn að samkvæmt bandarískum rannsóknum er neytandinn tilbúinn að kaupa fyrir allt að helmingi hærri upphæð notist hann við kreditkort frekar en peninga.
Þetta rímar ágætlega við besta sparnaðarráðið sem ég hef séð, en fer ekki sjálfur eftir frekar en íslenska þjóðin, en það er að nota frekar peninga en kort. Þetta varpar kannski einhverju ljósi á skuldastöðu íslenskra heimila en eins og alþjóð veit þá erum við ein skuldugasta þjóð í heimi.
Peningalaust hagkerfi eftir 15 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Ef þú borgar með kreditkorti í t.d. Danmörku þá færð þú nokkurra prósenta álagningu ofan á verðið. Þetta þurfa þeir einir að greiða sem að nota kreditkortin ekki aðrir.
Ágúst Hólm Haraldsson, 9.8.2007 kl. 12:27
Án þess að ég hafi hugsað þetta til botns þá hlýtur það að torvelda ólögmæt viðskipti (s.s. með fíkniefni) og undanskot frá skatti ef hægt er að rekja allar peningafærslur. Svona
Oddgeir Einarsson, 9.8.2007 kl. 12:40
færslan mín fór út áður en ég náði að klára - læt þetta nægja... :)
Oddgeir Einarsson, 9.8.2007 kl. 12:41
Það myndi líka fækka alls kyns glæpum og blygðunarsemisbrotum ef við byggjum í glerhúsum. Viðkvæðið "einungis glæpamenn hafa nokkuð að fela" verður megininntak samfélagsfræðinnar í grunnskólunum. Að lokum verður eftirlitið algert og við munum búa í dystópíu sem verður einhvern veginn mitt á milli 1984 og THX 1138 (með smá skvettu af Brazil með).
Elías Halldór Ágústsson, 9.8.2007 kl. 15:07
Ég var einmitt að hrauna því út á blogginu mínu sjálfur að ég nota eingöngu reiðufé og heimabanka vegna þess að ef ég er með kort, missi ég alla tilfinningu fyrir því hverju ég er að eyða. Þá eru líka takmörk fyrir því hversu miklu maður getur eytt án þess að fara í banka.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 15:21
Þetta myndi svo til gjörsamlega þurrka út fíkniefnabrask og aðra glæpi (og svarta atvinnu) og jafnframt eyða herdeildum lögreglu, dómsmálaapparata og vandamálafræðinga - sem segir mér að raunverulegur áhugi á þessu í kerfinu sé alls enginn. Mjög fáir vilja vinna að því að leggja niður sitt eigið lifibrauð.
Baldur Fjölnisson, 9.8.2007 kl. 19:33
Þetta er sem sagt algjörlega gráupplagt fyrir skattgreiðendur og bankana (sem eiga hvort eð er allt og ráða öllu í raun) og ég legg því til að við stefnum að kerfi án reiðufjár og glæpa og vandamálafræðinga og stjórnmálamanna innan 5-10 ára.
Baldur Fjölnisson, 9.8.2007 kl. 20:16
Tek undir áhyggjur Elíasar og fleiri um minnkandi persónuvernd. Það má vel vera að þau rök séu sterkari þeim sem leiða til færri lögbrota. Hins vegar yrði heimild til að rannsaka peningafærslur væntanlega bundin dómsúrskurði og að sýnst sé fram á rökstuddan grun um brot, eins og með aðra upplýsingaöflun lögreglu.
Oddgeir Einarsson, 10.8.2007 kl. 08:55
Við vitum að fólkið sem hefur aðgang að þessum upplýsingum í dag mun ekki misnota þær. En hvað með fólkið sem erfir þessar upplýsingar af þeim, eða kaupir, eða yfirtekur, já eða hreint og beint stelur eða rænir?
Elías Halldór Ágústsson, 10.8.2007 kl. 10:37
Svo maður útskýri þetta með dæmi sem lögfræðingar kannast við: upplýsingar eru eins og tékkar, víxlar og skuldabréf; réttindi handhafa geta aukist við framsal.
Elías Halldór Ágústsson, 10.8.2007 kl. 11:25
Stóri bróðir veit allt sem hann vill vita um ykkur nú þegar og margir skilja eftir sig kortaslóðina um bari og nektarstaði og kringlur og eru svo steinhissa þegar ruslpósti rignir yfir þá. Þannig að persónuvernd er fyrir löngu orðin að óljósri klisju.
Mér finnst málið sérstaklega aðlaðandi fyrir skattgreiðendur þar sem heilu starfsstéttirnar í glæpa- og vandamálaiðnuðum á þeirra framfæri myndu verða verkefnalausar og niðurlagðar og því hægt að lækka skatta stórkostlega og veita þeim til þarflegri hluta en áður.
Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 11:38
Er kannski samfélagið í Мы eftir Евге́ний Замя́тин þér að skapi?
Elías Halldór Ágústsson, 10.8.2007 kl. 12:09
Íslenskir neytendur hefðu vafalaust gott af því að kortakostnaðurinn legðist strax ofan á verðið. Allavega veit ég að íslendingar sem ég þekki í Danmörku eru meðvitaðir um að það er dýrt að nota kort. Það er ég sjálfur alls ekki.
Jón Halldór Guðmundsson, 16.8.2007 kl. 00:22
Góðan dag
Mér líst að mörgu leiti vel á hugmyndina um peningalaust hagkerfi. Mýtan um að við eyðum meiru með korti en peningum er að mínu mati ofnotuð. Mér finnst ég hafa mun meiri yfirsýn yfir það í hvað ég eyði ef ég nota kortið. Mér blöskrar líka allur þessi pappír sem fer í að senda okkur greiðsluseðla. Ég hef verið með greiðsluþjónustu í mörg ár og hvað eftir annað reynt að afþakka greiðsluseðla vegna afborgana sem eru teknar sjálfkrafa af reikningi mínum, en ekki tekist. Heimabankinn er frábært fyrirbæri og ágætis leið til að venja okkur við rafrænt peningalaust hagkerfi. Að geta gert þessa hluti í fartölvunnu eða GSM símanum getur sparað svo mikið. Mín skoðun er að það sé tímabært að halda námskeið í notkun á þessum rafrænu kerfum svo sem allra flestir nýti sér þá miklu tækni sem er í boði.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.8.2007 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.