3.8.2007 | 10:17
Hver verður mannréttindabarátta framtíðarinnar?
Friðhelgi einkalífs og persónuvernd eru ein mikilvægustu réttindi sem hægt er að hugsa sér. Auðvitað eru ýmis önnur réttindi einnig afar mikilvæg s.s. rétturinn til öruggs samfélags. Oft takast sjónarmiðin að baki þessara réttinda á. Hér fyrir neðan má finna grein eftir mig sem birtist í nýútkomnu afmælisriti Persónuverndar en nú eru 25 ár liðin síðan fyrsta löggjöfin um meðferð persónuupplýsinga var sett.:
"Mannréttindaumræða framtíðarinnar mun að verulegu leyti snúast um persónuréttindi og friðhelgi einkalífsins. Tæknin mun enn frekar auðvelda yfirvöldum, einstaklingum og fyrirtækjum að fylgjast með borgurunum. Frekari skráning á háttsemi og rafræn slóð hegðunar gerir enn meira eftirlit en nú er reyndin að möguleika.
Mörgum grundvallarspurningum þarf að svara í þessu sambandi og því má halda fram með rökum að þungamiðjan liggi í því hvar mörkin milli persónuréttinda annars vegar og hins vegar aukins eftirlits, betri verndar eða jafnvel betri þjónustu eigi að vera. Því sannarlega fylgja aukinni tækni ekki aðeins hættur heldur einnig mikil tækifæri.
Viðskiptalífið virðist vera orðið meðvitað um tækifærin sem í tækninni felast. Kaup á vörum á Netinu gera fyrirtækjum kleift að skrá kaup neytenda með markvissum hætti og markaðssetja aðrar vörur gagnvart viðkomandi kaupanda. Það getur verið hentugt fyrir neytendur að þiggja sértækar upplýsingar um vörur sem eru á þeirra áhugasviði. Önnur hlið á skráningum sem þessum er svo sú staðreynd að fyrirtæki eru sum hver farin að fylgjast með starfsfólki og jafnvel vakta það með aðstoð tækninnar.
Þegar óttinn tekur völdin
Í þessu felast hins vegar ekki einungis tækifæri fyrir fyrirtæki og atvinnulíf heldur einnig stjórnvöld. Eftir árásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hafa fjölmörg vestræn ríki tekið verulega varhugaverð skref sem þrengja með einum eða öðrum hætti að persónuréttindum þegna sinna.
Það virðist enda vera svo að stuðningur við mannréttindi minnki mjög þegar að óttinn tekur völdin og stjórnvöld hafa mörg hver þrengt að mannréttindum borgaranna með stuðningi og samþykki almennings. Aðgerðir sem þessar eru ætíð réttlættar með tilvísun í almannahagsmuni.
Hryðjuverkaógnin og hættan af skipulagðri glæpastarfsemi er nánast undantekningarlaust sögð gera að verkum að nauðsynlegt hafi verið að þrengja að rétti borgaranna.
Sagan sýnir að ríki hafa alltaf brotið rétt á þegnum sínum með þessum réttlætingum og oft á tíðum hefur því fylgt góður hugur. Í því felst ekki síst hættan, að það er ekki svo að unnt sé að halda því fram að stjórnvöldum gangi illt til í öllum tilvikum. Nálgunin er jafnvel á þá leið að í reynd sé verið að auka mannréttindi fólks með því að stuðla að betra öryggi þeirra.
Hvað hafa íslensk stjórnvöld gert?
Íslensk stjórnvöld eru vissulega engin undantekning í þessu sambandi og nýleg dæmi benda til þess að umræðan um hryðjuverkaógn hefur haft nokkur áhrif hér á landi. Full ástæða er til að vera meðvitaður um það við hvaða aðstæður stjórnvöldum hættir til að veitast að mannréttindum þegnanna og aftur er ástæða til að árétta að oft á tíðum er það gert af góðum hug.
Greiningardeild lögreglu rannsakar áður en afbrot er framið
Stjórnvöld settu nýlega á fót svokallaða greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Þessi greiningardeild á m.a. að rannsaka afbrot áður en þau eru framin með svokölluðu áhættumati og forvarnarvinnu. Þegar málið var til umræðu hjá Alþingi fengust litlar upplýsingar um það hvernig slík vinna ætti að fara fram og eftir hvaða aðferðarfræði hin nýja deild myndi starfa.
Í frumvarpinu með áðurnefndum lagabreytingum voru einnig boðaðar auknar heimildir til handa lögreglu til að sinna þessari vinnu og sagði m.a: ,,Lagaákvæði um greiningardeild tryggja að þannig sé um hnúta búið hér að þeir sem falið er að gæta öryggis borgaranna hafi sambærilegar lögheimildir og starfsbræður þeirra erlendis til að sinna störfum sínum.
Eftir stendur hins vegar að ekki hefur reynst unnt að fá svör við því hvers konar heimildar eru boðaðar eða til hvaða erlendra starfsbræðra er vísað. Það eru vitaskuld grundvallarspurningar sem snerta mikilsverða hagsmuni á borð við persónuréttindi og friðhelgi einkalífs.
Falun Gong
Fleiri dæmi má nefna sem lúta að þessu umfjöllunarefni. Stjórnvöld gengu að mati margra alltof langt á réttindi borgaranna þegar félagsmenn í Falun Gong ætluðu að koma til landsins. Margvíslegar takmarkanir voru settar á ferða- og fundafrelsi einstaklinga.
Aðgerðir stjórnvalda voru allar réttlættar með tilvísun í almannahagsmuni en forsendur þess verða að teljast hæpnar í því tilviki.
Frumvarp um símhleranir án dómsúrskurðar
Lagt var fram frumvarp sem fól í sér heimildir til símhlerana án dómsúrskurðar en efast má um að slíkar heimildir samrýmist þeim hugmyndum sem liggja að baki friðhelgi einkalífs og öðrum persónuréttindum.
Frumvarpið var hins vegar ekki samþykkt en því var m.a. haldið fram að samþykkt þess myndi stuðla að betri árangri í baráttunni við glæpastarfsemi.
Afhending IP-tölu án dómsúrskurðar
Stjórnvöldum hafa hins vegar farið þá leið að heimila afhendingu á á svokölluðum IP-tölu úr tölvum án þess að fyrir liggi dómsúrskurður. IP-tala þjónar þeim tilgangi að segja til um staðsetningu tölvu.
Áður hafði dómsúrskurður verið forsenda þess að unnt var að fá slíkar upplýsingar afhentar.
Skerðingar í útlendingalögunum
Nýlegar breytingar á útlendingalögum hafa einnig vakið upp spurningar um persónuréttindi einstaklinga.
Má þar nefna hinar svokölluðu 24 ára reglu og 66 ára reglu en þessar reglur koma í veg fyrir að fjölskyldumeðlimir sem eru á tilteknum aldri geti sameinast á grundvelli hjúskapar- eða fjölskyldutengsla.
Eftirlit með stjórnvöldum mikilvægt
Í þessu sambandi mæðir vitaskuld mjög á þá aðila sem bærir eru til þess að fylgjast með aðgerðum stjórnvalda.
Persónuvernd hefur ítrekað gert athugasemdir við frumvörp sem koma frá stjórnvöldum. Póst- og fjarskiptastofnun ákvað að gefa út leiðbeinandi reglur um þær ráðstafanir sem hún telur eðlilegt að fjarskiptafyrirtækin geri til að tryggja öryggi upplýsinga og þjónustu í almennum fjarskiptanetum.
Er þetta gert með vísan til þessa lögboðna hlutverks stofnunarinnar að gæta hagsmuna almennings, með því að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs og tryggja að heildstæði og öryggi almennra fjarskiptaneta sé viðhaldið.
Ástæða til að staldra við
Það er mínu mati ástæða til að staldra við, enda er afar mikilvægt að stjórnvöld, fyrirtæki og viðskiptalíf, sem og almennir borgarar, séu meðvitaðir um mikilvægi þeirra réttinda sem eru í húfi.
Á hvaða leið eru íslensk stjórnvöld í þessum efnum? Friðhelgi einkalífs er meðal mikilvægustu grundvallarmannréttinda.
Við megum ekki skilyrðislaust samþykkja skerðingu á mannréttindum, þó að þær röksemdir sem liggi til grundvallar skerðingu þeirra kunni að hljóma sannfærandi. Óttinn er ekki góður vegvísir í þessum efnum, frekar en öðrum. Frelsið fer sjaldnast í einu vetfangi heldur skerðist það hægt.
Það er hárfín lína á milli aukinnar verndar annars vegar og hins vegar skerðingar á persónufrelsi. Og mannréttindabarátta framtíðar mun sennilega verða háð um það hvar réttlætanlegt er að draga mörkin í því sambandi. "
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Þetta er svo sem mjög gott og blessað. Ég hlít að spyrja mig; hvað er á bak við svona skrif hjá þingmanni sem vill ekki svara einfaldri spurningu sem ég hef sett fram í þrígang og varðar framgöngu stjórnvalda og virðingarleysi við lýðræðislega stjórnarhætti. Þar á ég við bráðabirgðalögin frá því í sumar þar sem Björgvin G. Sigurðsson núllaði út framgöngu Forseta Íslands í fjölmiðlamálinu. Sú framganga var verri heldur en frumvarp það um símhleranir sem nefnd er hér að ofan að tvennu leiti:
1. Atlagan tókst.
2. Engin gerði eða mun gera athugasemd, þannig hefur brautin verið rudd fyrir næstu bráðabirgðalög, td. um símhlerarnir þegar "sérstaklega stendur á".
Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.8.2007 kl. 22:18
Þú bendir á að félagsmönnum Falun Gong voru settar takmarkannir á ferða- og fundafrelsi með tilvísun í almannahagsmuni.
Á sama tíma voru við félagarnir að mótmæla þessum framgangi stjórnvalda, fyrst við Perluna og svo daginn eftir við Geysis svæðið í Haukadal. Þar stekkur lögreglan til og lokar okkur inn í lögreglubíl. Þegar við spyrjum er okkur sagt að við séum ekki handteknir en eigum bara að vera þarna því við þykjum líklegir til óláta. Ætli þetta hafi ekki verið for-glæpadeild lögreglunnar, en það var einmitt hún framdi eina glæpin á svæðinu. Ólöglega handtöku.
En öll þessi saga er nú til í opinberum gögnum því við kærðum ríkið og unnum það mál. Lögreglan var fundin sek um ólögmæta handtöku og okkur dæmdar miskabætur sem ég læt renna til Amnesty.
Það "merkilega" við þetta mál er að lögreglumenn sem fundnir voru SEKIR fyrir ólögmæta handtöku voru ekki ákærðir og sluppu með skrekkinn. En í lögum segir að slík sök sé refsiverð með fjársektum eða fangelsisvist.
Jón Þór Ólafsson, 8.8.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.