Varðhundar sérhagsmuna og íhaldssemi

Enn og ný fáum við staðfestingu á því að Íslendingar greiða eitt hæsta matvælaverð í heimi. Eitt mikilvægasta verkefni þessarar ríkisstjórnarnar er að mínu viti endurskoðun á landbúnaðarkerfinu, m.a. með það fyrir augum að auka frelsi og lækka verð til neytenda. Þetta markmið kemur nokkuð skýrt fram í stjórnaráttmálanum. Ég er ánægður með þetta markmið okkar og einnig þá fullyrðingu að mikilvægt sé að "heilbrigð samkeppni og eðlileg verðmyndun þrífist á öllum sviðum atvinnulífsins og að neytendur njóti góðs af þeirri samkeppni." 
 
Kerfið er bændum óhagstætt
Það er mikilvægt að þessar breytingar séu gerðar þannig að þær verði ekki á kostnað bænda og ég trúi því að vel sé hægt að ná fram góðum breytingum án þess að svo þurfi að verða.  Það er hægt að styðja bændur með öðrum hætti en nú er gert. Og flestir held ég að séu sammála því að íslenskar landbúnaðarvörur eru afbragðs góðar. Ég held að það sé einnig mikilvægt að forðast það í umræðunni að leggja málið upp þannig að bændur og neytendur þurfi að vera andstæðir pólar.
 
Það er að sama skapi mikilvægt að menn geri sé grein fyrir því að núgildandi kerfi er bændum ekki sérstaklega hliðhollt og ég leyfi mér að fullyrða að það sé bændum beinlínis óhagstætt. Bændur hafa sjálfir sagt að þeir fái um 20-40% af búðarverði sinnar eigin vöru. Þetta er auðvitað einn besti vitnisburðurinn fyrir því að við þurfum að endurskoða landbúnaðarkerfið í átt að auknu frjálsræði og aukinnar samkeppni. Hlutdeild bænda í ágóða af framleiðslu landbúnaðarvöru er of lítil.

Samherjarnir Framsókn og VG
Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn eru fullkomnir samherjar í andstöðu sinni við breytingar í þessum efnum. Þessir flokkar vilja ekki stuðla að lægra matvælaverði með breyttu landbúnaðarkerfi. Þessir flokkar vilja ekki afnema tolla og vörugjöld. Þeir vilja ekki heldur að samkeppnislög gildi um landbúnaðinn. Og þessir flokkar virðast ekki treysta bændum fyrir auknu frjálsræði.

Málflutningur þeirra hefur verið sá að allar breytingar muni ganga af íslenskum landbúnaði dauðum, þurrka út landsbyggðina, að það þurfi að lækka laun til að ná lægra matvælaverði í gegn eða það sé svo dýrt að flytja mat til landsins o.s.frv. En hlægilegustu rökin sem hafa heyrst úr þessari átt eru þau að íslenskur almenningur vilji einfaldlega borga svona hátt verð fyrir matinn.

Í þessu máli bregðast þessir varðhundar sérhagsmuna og íhaldssemi því ekki.  En varðhundarnir þurfa þá svara því hvers vegna það er gott að halda úti kerfi sem hefur í för með sér að neytendur greiða hæsta matvælaverð í heimi og að skattgreiðendur greiða fyrir eitt mesta styrkjakerfi í heimi, á sama tíma og að hlutur bændur er ekki sérstaklega góður. Það græðir enginn á núgildandi stefnu í landbúnaðarmálum.

Tollar eru tímaskekkja og vörugjöld eru vitleysa
Við skulum muna að það eru til þjóðir þar sem launakostnaður er hærri en á Íslandi og eru ríkari en við en þar sem matvælaverðið er engu að síður mun lægra en hjá okkur. Munum einnig að það eru margir staðir í heiminum sem eru lengra í burtu frá helstu matarframleiðendum en Ísland og tekst samt að hafa lægra matvælaverð en er á Íslandi. Og munum að hátt verð á landbúnaðarvörum og öðrum tolluðum vörum veldur því að aðrar vörur eru dýrari en ella, m.a. vegna svokallaðra staðkvæmdaráhrifa. Samkeppni er bæði neytendum og vel reknum fyrirtækjum í hag.

Það er samdóma niðurstaða flestra athugana að stóra málið til að lækka matvælaverð á Íslandi er að afnema tolla. Eitt sinn heyrði ég slagorð frá kandídata í prófkjöri sem var á þá leið að "Tollar eru tímaskekkja". Ég vil taka undir þetta og bæta við að "Vörugjöld eru vitleysa".

Breytt stuðningskerfi við íslenskan landbúnað, kerfi sem er bæði bændum og neytendum í hag er brýnt hagsmunamál.


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Spurningar sem vaknar við að lesa þetta- eru - verði tollar afnumdir og vörugjöld felld niður - breytist þá nokkuð? Krónan hefur styrkst- vörur hafa ekki lækkað við það. Virðisaukaskattur hefur verið lækkaður- vörur hafa ekki lækkað við það. Munu milliliðir ekki einsog venjulega eiga frítt spil?

María Kristjánsdóttir, 13.7.2007 kl. 22:54

2 identicon

Já það mun margt breytast við það að hætta að vernda okkur frá Alþjóðlegri samkeppni. Það myndi bæði lækka vöruverð hér á landi og hjálpa fátækum ríkjum meira en allir okkar styrkir til samans. Frjáls Alþjóðaviðskipti myndu gagnast meirihluta jarðarbúa, tollar gagnast eingöngu takmörkuðum sérhagsmunum á kostnað almennings.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 14:15

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég er aðeins að senda Klukkið áfram. Klukk!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.7.2007 kl. 17:53

4 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég vil Benda á bækling sem bændasamtökin gáfu út í vetur en þar er bent á samhengi launa og veðlags sem og hlutfall matvælakaupa af ráðstöfunartekjum í ýmsum löndum á aðgengilegan hátt. þar er líka margt fleira til fróðleiks

Bæklinginn má nálgast hér

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.7.2007 kl. 00:32

5 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Gott tækifæri til að minna á skuldabréfaleið frjálshyggjumanna: http://www.frjalshyggja.is/?gluggi=stefnumal&nafn=stefnumal/landbunadarmal

Oddgeir Einarsson, 18.7.2007 kl. 10:56

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

sæll félagi - það er mikill misskilningur að lækka megi matvælaverð með því að herja á landbúnaðarkerfið - miklu nærtækara er að herja á matarskattinn og fella hann alveg niður samhliða því að vinna gegn einokun í verslun. hitt mun engu breyta nema því að flýta fyrir eyðingu byggða sem er ekki gott.

Bjarni Harðarson, 21.7.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband