Baráttan gegn fíkniefnum

Það var átakanlegt að lesa minningargrein föðurs sem missti dóttur sína nýlega vegna fíkniefna. Ég vil byrja að votta viðkomandi fjölskyldu samúð mína og benda á að það þarf mikið hugrekki til að koma fram með slíka frásögn. Ég gleymi því ekki þegar ég hlustaði á Njörð P. Njarðvík síðastliðinn vetur segja frá raunum fjölskyldu sinnar vegna fíkniefnanotkunar sonar hans. Mér var það minnistætt þegar Njörður sagði að einstaklingurinn á ekki líf sitt einn og neysla væri ekki einkamál fíkilsins.

Ég vil taka undir alvarleika þessara mála en við erum að tapa mörgum mannslífum á ári í fíkniefnadjöfulinn. Margar fjölskyldur á Íslandi eru í sárum vegna þessa.

Það er alveg ljóst að við þurfum að ná betri tökum á þessu vandamáli. Margt er hægt að gera og mig langar að nefna nokkur atriði til umhugsunar en þetta er langt í frá tæmandi upptalning á nauðsynlegum aðgerðum.

Í fyrsta lagi þarf að hlusta á þá sem þekkja hvað best þetta vandmál, bæði á sérfræðingana en ekki síst á þá einstaklinga og fjölskyldur sem hafa lent í þessum vítahring.

Í öðru lagi þarf að vera hægt að taka heilstætt á málaflokknum í stjórnkerfinu. Nú skiptist málaflokkurinn á milli þriggja ráðuneyta sem getur skapað vandræði og óskilvirkni.

Í þriðja lagi þurfa meðferðarúrræðin að vera markviss og koma þeim að gagni sem á þeim þurfa að halda. Stórbæta þarf meðferðarúrræði innan fangelsanna.

Í fjórða lagi þurfum við að átta okkur á því að það getur verið þýðingarlítið að fangelsa sjúklinga eins og fíklar eru. Ég hef lagt fram þingmál á Alþingi um að dómururm verði heimilað að dæma einstaklinga til samfélagsþjónustu en Ísland er eina Evrópuríkið sem leyfir það ekki. Slíkt úrræði gæti gagnast ungu einstaklingum sérstaklega þar sem síendurteknir skilorðsbundnir dómar hafa e.t.v. lítil varnaðaráhrif.

Í fimmta lagi þurfum við að bæta löggæsluna. Við verðum að ná til sölumanna eiturlyfja og þeirra sem skipuleggja þennan heim. Og þá þurfum við að ná til handrukkaranna sem halda mörgum fjölskyldum í gíslingu. Handrukkarar eru þjóðarmein sem allt of hljótt er um í okkar samfélagi. Við eigum ekki að líða slíka háttsemi og við eigum ekki að líða hótanir gagnvart vitnum og þolendum.

Því þarf lögreglan nauðsynleg úrræði til að bregðast við þessari vá. Danska lögreglan náði talsverðum árangri þegar hún fór að elta peningana og ágóðann hjá fíkniefnasölunum. Ef til vill þarf að gera auðveldara fyrir yfirvöld að komast að uppruna peninganna. Við ættum að skoða hvort það þurfi lagabreytingar hvað þetta varðar. Notkun á tálbeitum þarf einnig að koma til umræðu.

Að lokum skiptir fræðslan miklu máli. Bæði fræðsla innan skólakerfisins og tómstundahreyfinganna en þó tel ég að fræðslan á milli unglinganna sjálfra geti skipt sköpum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

 Það er vissulega þarft að taka á því máli að fangelsi Íslands eru full af veiku fólki sem verður ennþá veikara og verr búið að taka á fíkniefnavanda sínum eftir og meðan á afplánun stendur. 

Það er líka eitt mál sem er mér hugleikið núna og það er að þó sum fíkniefni séu lögleg og sum ólögleg og sum lögleg í sumum kringumstæðum (gefin af læknum) og stundum ólögleg (læknadóp selt á götunni) þá er það ekki í samræmi við hversu hættuleg efnin eru. Sum stórhættuleg efni svo sem brenndir drykkir eru lögleg fíkni og vímuefni þrátt fyrir að þau valdi miklum skaða.

Faðirinn segir í minningargreininni: "Á Íslandi hefur aldrei verið framið hryðjuverk, en við höfum miklar varnir gegn þeim. Öflugustu glæpasamtök heims sjá um framleiðslu og dreifingu eiturlyfja."

Það sem mér finnst ömurlegast er að íslenska ríkið leggur sitt af mörkum við dreifingu og markaðssetningu hættulegra eiturlyfja. Þannig er markaðssetning á vodka sem er tappað hér á landi markaðssett ótæpilega af ríkisstyrktu markaðsátaki "Iceland Naturally" 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.6.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það er orðið löngu tímabært að taka alvarlega á því vandamáli sem eiturlif eru. Ef við beinum ath. fyrst og fremst að þeim ólöglegu lifjum e-sem eru í umferð þá ætti að vera mokkuð auðvelt að koma í veg fyrir innflutning þeirra til landsinns. En það krefst öflugs toll- og  lögregluliðs.

Það tókst með góðu eftirliti að koma í veg fyrir, á sínum tíma, að vítisenglar næði hér fótfestu, og það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir að aðrir glæpaflokkar ná hér landi. Nú er mikið talað um litháísku mafíuna að hún sé að reyna að koma sér hér fyrir og það er ástæða til að stöðva  það.

Brynjar Hólm Bjarnason, 29.6.2007 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband