20.6.2007 | 10:49
Rúski kar-amba
Á morgun munum við hjónin fara til Pétursborgar í Rússlandi. Tilhlökkunin er mikil en það er ekki þrautalaust að komast til hins ágæta Rússlands. Ég hef aldrei kynnst öðru eins veseni við að komast í annað land, og þó hef ég verið nokkuð duglegur að ferðast um heiminn.
Skriffinnskan og bullið í kringum vegabréfsáritunina var með ólíkindum. Það var eins og þeir kærðu sig ekkert um að fá túrista í landið. Síðan fer maður að spá í tilganginum með þessu öllu saman. Þessar upplýsingar verða aldrei notaðar, heldur settar einhvers staðar inn í skáp djúpt innan veggja Kremlar.
Ég er nokkuð sannfærður um að tími vegabréfsáritana er löngu liðinn enda sést það vel að þau lönd sem hafa sleppt þessu rugli sín á milli eru ekki sérstaklega verr stödd en önnur.
En Pétursborg mun án efa standa undir sínu enda margt að sjá í þessari borg sem margir segja vera þá einu fallegustu í heimi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Það er gott að eftirlit sé gott á þessari hryðjuverka öld, en öllu má ofgera.
Góða ferð, og vonandi verður hún ekkert nema gleðin og gamanið eitt.
Kveðja.
Sigfús Sigurþórsson., 20.6.2007 kl. 11:03
Sæll. Ó ska ykkur hjónunum góðrar ferðar.
Og þakka þér fyrir að fá mig sem bloggvin þinn.
Toshiki Toma, 20.6.2007 kl. 11:12
Vá, ég öfunda ykkur. Góða ferð!
hee (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:51
Að fá vegabréfsáritun til Rússlands er ekki neitt neitt. Íslendingar eru svo góðu vanir (enda engar biðraðir til lengur hérlendis, allt gert á netinu) að þeim þykir það heimsendir að þurfa að þurfa að heimsækja sendiráð Rússlands í tvígang, fyrir hádegi, á virkum degi, í fyrra skiptið til að fylla út einfalt eyðublað, og í seinna skiptið til að sækja vegabréfið.
Þetta þætti ekki mikil skriffinnska í Rússlandi, get ég sagt þér.
Hitt er svo annað mál að auðvitað skjóta Rússarnir sig svolítið í fótinn að setja upp hindranir fyrir erlenda gesti. Þeir myndu aldeilis græða á þeim aukna straumi ferðamanna sem yrði ef allt skriffinnskuferlið við að koma inn í landið væri einfaldað, amk fyrir borgara ríkra landa.
Og þeir hafa verið með þreifingar í þá átt, þó þær hafi aldrei náð fram að ganga. Hefur það jafnvel kvisast út að þetta umstang sem þeir búa til fyrir útlendinga sé mótaðgerð við því mikla basli sem Rússar þurfa að standa í þegar þeir þurfa sjálfir að sækja um vegabréfsáritun.
Ég get lofað að raðirnar eru lengri og biðin erfiðari í sendiráðum erlendra ríkja í Moskvu og Pétursborg en hér í Reykjavík.
Björninn er þó ekki unninn með vegabréfsárituninni. Þegar þú lendir í Pétursborg muntu þurfa að fylla út eyðublað. Stundum er eyðublaðinu dreift í vélinni fyrir lendingu, og stundum ekki. Verðurðu þá að finna þér eyðublað í komusalnum. Stundum er eyðublaðið til á ensku, og stundum ekki.
Ef þú ert ekki með penna á þér ertu í djúpum skít. Engir pennar eru skaffaðir, og starfsfólkið á Pulkovo flugvellinum tekur ekki til greina að lána þér pennann sinn.
Þegar komið er út úr flugstöðinni er vissara að þú hafir gengið frá samgöngum inn í bæinn fyrirfram. Annars lendirðu líklega í því að óprúttinn leigubílstjóri okrar á farinu inn í bæ.
Ef þú gistir ekki á hóteli þarftu síðan að "skrá þig". Sumar ferðaskrifstofur bjóða upp á skráningu, gegn vægu gjaldi. Ef þú myndir gleyma að skrá þig þá gætirðu allt eins lent í því að vera ekki hleypt aftur úr landi.
Ef þú einhverra hluta vegna ferð úr landi of seint, og vísað er útrunnið, þá geturðu líka átt von á því að vera haldið í landinu, nema þú borgir allháa sekt, 15 þús kr eða svo ef ég man rétt.
Þetta endurspeglar þann skriffinnsku- og spillingarvanda sem Rússland á við að etja. Það væri hægt að létta töluvert á kerfinu, en það myndi kosta kontórista störf, og draga úr möguleikum þeirra sem eftir sitja til að kreista mútur út úr fólki sem hefur ekki úthald í að standa í skriffinnskustappinu.
Það gildir bara að taka þessu öllu með húmor, ef þú vilt ekki grána fyrir aldur fram. Ef þú þarft að stússast í skriffinnsku í Rússlandi er ágætt að muna að hafa meðferðis vegabréf, nokkrar myndir í passastærð, penna, og svo auðvitað góða bók til að láta tímann líða hraðar meðan beðið er eftir afgreiðslu.
Promotor Fidei, 20.6.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.