14.6.2007 | 08:21
Frjálslyndi og umbætur í landbúnaðarmálum
Eitt það mikilvægasta sem við náðum í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar lýtur að landbúnaðarmálum. Þar segir að það skuli endurskoða landbúnaðarkerfið m.a. með það fyrir augum að auka frelsi og lækka verð til neytenda. Þá er mikilvægt að hafa í huga að í stjórnarsáttmálanum stendur einnig eftirfarandi: Mikilvægt er að heilbrigð samkeppni og eðlileg verðmyndun þrífist á öllum sviðum atvinnulífsins og að neytendur njóti góðs af þeirri samkeppni.
Þetta eru gríðarleg mikilvæg markmið sem má alls ekki gera lítið úr. Íslendingar eru búnir að rífast um landbúnaðarkerfið á Íslandi í áratugi. Nú er hins vegar komin fram ný ríkisstjórn sem kennir sig bæði við frjálslyndi og umbætur. Það gengur því ekki að standa vörð um núverandi kerfi sem er skattgreiðendum, neytendum og bændum óhagstætt.
Og það er ekki málefninu til framdráttar að mála hugsanlegar umbætur þeim litum að þær muni rústa landbúnaðinum eins og iðulega heyrist í þessari umræðu.
Þessi ríkisstjórn hefur skuldbundið sig til að auka frelsi í landbúnaðarkerfinu og lækka matvælaverðið. Ég ætlast til að hún standi við þau orð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Var það ekki "aukið frelsi, lægra verð til neytenda og bætt staða bænda". Það getur engin verið ósammmála því, og ef þú vilt stuðla að því öllu samtímis þá er sjálfsagt mál að aðstoða við það....
http://www.siggithor.blog.is/blog/siggithor/entry/219601/
Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 15:01
Sæll Ágúst Ólafur. Það er þá vonandi að stjórnarliðar líti sérstaklega á "eðlilega verðmyndun" á landbúnaðarafurðum og skoði jafnframt hver hlutur bóndans er af heildarverðinu. Ætli mörgum myndi ekki ofbjóða þegar þeir komast að því hvað sá hlutur er lítill í samanburði við vinnslukostnað, en þó fyrst og fremst álagningarhlut verslunarinnar. Það gengur ekki upp að ákveðnir stjórnmálamenn haldi endalaust áfram að atast útí bændur og kenna þeim um hátt vöruverð á Íslandi. Er ekki kominn tími til að fara að skoða verðmyndunina betur hnippa aðeins í smásalana, þeir þyldu held ég alveg að endurskoða álagninguna hjá sér. Verðlag á Íslandi er of hátt, en minnst af því er af völdum bænda og landbúnaðarafurða. Af heildarútgjöldum heimila er ca. 13% til landbúnaðarafurða, þar af er helmingurinn innfluttur. Ég spyr, er það Íslenskum bændum að kenna að föt, skór, bækur, áfengi, ferðalög, bíómiðar, og í raun flest allar neysluvörur á Íslandi er dýrar? Svo ekki sé minnst á matvæli, eins og fisk eða brauð úr innfluttu korni.
Farðu nú að láta til þín taka að skoða verðmyndunina alla leið, við bændur erum löngu byrjaðir að hagræða, og afurðaverð til okkar hefur engan veginn haldið í við aðrar verðhækkanir undanfarin ár.
Kv; Jón Gíslason, bóndi
Jón Gíslason, 14.6.2007 kl. 15:30
Heyr, heyr ... Ágúst
Gísli Hjálmar , 14.6.2007 kl. 17:37
Sæll Ágúst.
Frjálslyndi felst ekki í því endilega að vikka mörk frelsis á öllum sviðum þannig að frumskógarlögmálið sé niðurstaðan.
Þvert á móti þarf að finna frelsinu mörk hér á landi þannig að innan marka frelsis fái íbúar lands þess notið.
Til þess hins arna eru færar leiðir án þess að auka frelsið í formi óhefts innflutnings si svona sem ekki skilar tilgangi sínum það máttu bóka, fremur en lækkun virðisaukaskatts á matvöru sem hirt var upp af milliliðum fyrirfram.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.6.2007 kl. 02:30
Það gleymist gjarnan í þessu sambandi að mjólkurkvótinn í landbúnaðinum hlýtur að verða þess valdandi að verð til neytenda hækkar og hagnaður framleiðenda lækkar. Þeir sem hagnast á slíku fyrirkomulagi hljóta til lengri tíma að vera fjármagnseigendur. Í landbúnaðinum er ekki verið að vernda neina auðlind, aðeins verið að stýra framleiðslu.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 15.6.2007 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.