Að venjast nýjum meirihluta

Í dag mun sumarþinginu hugsanlega ljúka. Þetta er búið að vera stutt en snarpt þing. Það eru annars heilmikil viðbrigði að venjast þessum nýja meirihluta á þingi. Samfylkingin er búin að vera í stjórnarandstöðu síðan hún var stofnuð fyrir um 7 árum. En fyrstu skref Samfylkingarinnar í ríkisstjórn lofa þó góðu og er aðgerðaráætlun um málefni barna skýrasta dæmið um það.

Það mun þó taka tíma að venjast því að sjá suma af Framsóknarmönnunum sitja út í þingsal eins og hverja aðra þingmenn. Sumir þeirra voru búnir að vera í ríkisstjórn í mörg ár. Ég bjóst alltaf við að Guðni myndi sækja um áheyrnaraðild að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndinni en svo virðist sem hann hafi ekki gert það. Kannski er það of stórt stökk að fara úr ráðherrastól og yfir í að vera áheyrnarfulltrúi án atkvæðisréttar í viðkomandi þingnefnd.

Mér finnst stjórnarandstaðan annars eiga frekar erfitt með að ná vopnum sínum. Það er nettur vælutónn í þeirra málflutningi og skýrustu dæmin um það voru ræða Steingríms Joð um stefnuræðu forsætisráðherra og umkvartanir Guðna yfir illsku fjölmiðlanna.

Sumir af nýju þingmönnum stjórnarandstöðunnar byrja þó vel. Vil ég sérstaklega í því sambandi nefna Katrínu Jakobsdóttur og Höskuld Þórhallsson. Bjarni Harðarson á einnig sína góðu spretti og frændi minn Jón Magnússon sömuleiðis.

En á næstu þremur mánuðum munu þingmenn án efa safna heilmiklum kröftum og undirbúa sig vel fyrir átök næsta vetrar. Þetta verður heilmikið fjör.


mbl.is Sér fyrir endann á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú tilgreinir sérstaklega háttvirtann alþingismann Steingrím Joð í þessari færslu þinni.

Það er ekki laust við að hugsanir um Ragnar Reykás skjóti upp kollinum hjá manni í sömu andrá og maður heyrir Steingrím Joð nefndann á nafn.

Með málflutningi sínum fyrir og eftir kosningar hefur formaður VG rennt stoðum undir þá hugmynd mína að þeir séu jafnvel bræður.

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 20:48

2 identicon

Vissulega má túlka sem svo að samfylkingin sé að taka U-beygju í ýmsum málum. 

Hvað varðar Samlíkingu mína á Steingrími Joð og Ragnari Reykási þá var ég að skírskota til þeirra viðtala sem tekin voru við Steingrím Joð í kjölfar kosninga úrslita.

Þar fannst mér annar Steingrímur Joð koma i ljós en sá Steingrímur Joð sem við höfðum séð í kosningabaráttunni. 

Fyrir kosningar sá ég beinskeyttann Steingrím Joð, ég sá beittann Steingrím Joð og ég sá afar skeleggann Steingrím Joð.

Þegar kosninga úrslit lágu fyrir og Steingrímur Joð fór að rýna í niðurstöður og spá í mögulegum stjórnarsamstörfum, fór hann ekki bara U-beygju eins og Samfylkingin allavega lét sér nægja að gera. Hann tók U-beygju og svo aðra strax í kjölfarið, svo keyrði hann allavega fjögur ef ekki fimm hringtorg og endaði svo rússíbanareiðina með því að skella harkalega á vegg.

Ólíkt samfylkingunni þá lætur Ragnar Reykás sér ekki nægja að taka eina U-beygju. Hann er eins og Steingrímur Joð, hann sest upp í rússíbanann og ýtir á FAST FORWARD. 

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband