Hvað gera þingmenn þegar þing er ekki að störfum?

Ég hef tekið eftir því að fólk veltir því stundum fyrir sér í hverju starf okkar þingmannanna felst þegar að sjálft þingið er ekki að störfum. Og það er auðvitað eðlilegt. Stór hluti af þingmannstarfinu er að hitta það fólk sem þess óskar. Þannig að mjög stór hluti af daglegum verkefnum okkar eru fundir af ýmsu tagi, með ýmsum hagsmunaaðilum, samtökum og svo auðvitað almenningi. Ég hef haft þá reglu að hitta alla þá sem óska eftir fundi.

Í gær hitti ég t.d. fulltrúa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Þeir voru komnir hingað í þeim erindagjörðum að fræðast um efnahagsstöðuna á Íslandi í þeim tilgangi að skila af sér skýrslu um málið. Fundurinn var afar fróðlegur fundur fyrir mig og áhugavert að heyra sjónarmið fulltrúa IMF og geta spjallað milliliðalaust við hann.

Þetta er jafnframt efni sem ég hef brennandi áhuga. Mér sýnist sem að staðan á Íslandi geti verið nokkuð erfið næstu misserin og þurfa allir aðilar markaðarins að vanda sig mikið, ekki síst ríkisvaldið.

Í síðustu viku hitti ég fulltrúa frá Dresdner Kleinwort Investment Bank sem voru að leita eftir upplýsingum um viðskiptalífið hér á landi. Sá fundur var ekki síður gagnlegur og fróðlegur og í máli þeirra kom m.a. fram mikill áhugi á íslensku viðskiptalífi og þeim tækifærum sem hér felast.

Það er ekki að ástæðulausu sem ég hef leyft mér að kalla fjármálageirann hinn nýja höfuðatvinnuveg þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband