Samfylkingin fær næstbestu útkomu í sögu vinstri flokka

AlthingishusEinum mest spennandi kosningum í seinni tíð er lokið. Eflaust geta flestir flokkar fagnað einhverju þótt allir hafi viljað fá eitthvað meira. Við í Samfylkingunni erum auðvitað ánægð með að hafa náð næstbesta árangri sem nokkur vinstri flokkur hefur náð á Íslandi.

Gömlu A-flokkarnir náðu aldrei hærra fylgi en við höfum séð hjá Samfylkingunni í undanförnum þrem alþingiskosningum.

Sömuleiðis er rétt að halda því til haga að árangur Samfylkingarinnar er talsvert betri en skoðanakannanir síðustu mánaða gáfu til kynna. 

Stærstu tíðindin sem lúta að Samfylkingunni eru þó vitanlega þau að með kosningunum er fengin staðfesting á því að flokkakerfið hér á landi hefur gjörbreyst með tilkomu Samfylkingarinnar.

2,6% munur á Framsókn og VG
Vinstri græn ná sömuleiðis ágætis kosningu þótt fylgi þeirra sé langt undir því sem skoðanakannanir gáfu til kynna að væri þeim mögulegt. Einungis er 2,6% munur á fylgi Framsóknar sem geldur afhroð og síðan fylgi Vinstri grænna.

Fylgi Vinstri grænna í kosningunum í gær er nákvæmlega jafnmikið og Alþýðubandalagið fékk í sínum síðustu kosningum árið 1995 og það er eilítið minna en það sem Alþýðubandalagið fékk árið 1991.

Samfylkingin verður með helmingi fleiri þingmenn en Vinstri græn næsta kjörtímabil og vantar í rauninni einungis tvo þingmenn upp á að hafa jafnmarga þingmenn og allur samanlagður þingmannafjöldi VG, Framsóknar og Frjálslyndra. Samfylkingin er því þriðju kosningarnar í röð annar stærsti stjórnmálaflokkurinn.

Sjötta versta útkoma Sjálfstæðisflokksins í 60 ár
Sjálfstæðismenn hrósa sigri eins og þeim er einum líkt og líta hentuglega framhjá þeirri staðreynd að árangur þeirra fyrir fjórum árum var einn sá versti frá stofnun flokksins.

Sé árangurinn núna settur í sögulegt samhengi má raunar glöggva sér á því að á síðastliðnum 60 árum hefur hann einungis fimm sinnum fengið verri útkomu. 

Útstrikanir á tilteknum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins eru einnig nánast fordæmalausar í íslenskum stjórnmálum.

Ríkisstjórnin með minnihluta atkvæða
Auðvitað eru það vonbrigði að ríkisstjórnin skyldi ekki falla. En það er þó rétt að benda á að ríkisstjórnarflokkarnir fengu bæði minnihluta atkvæða (48,3%) og færri atkvæði en kaffibandalagið svokallaða.
Alþingisalur
Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur aldrei verið eins lítið og í þessum kosningum sé litið framhjá því þegar Borgaraflokkurinn klauf Sjálfstæðisflokkinn 1987.

En þótt ríkisstjórnin haldi velli með einum manni þá finnst mér það ólíklegt að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn haldi inn í sitt þrettánda ár saman í ríkisstjórn. Ekki þegar hver einasti stjórnarþingmaður hefur í raun neitunarvald um öll mál sem sett verða á dagskrá.

Að mínu viti er því allt óvíst um hvernig næsta ríkisstjórn muni líta út.


mbl.is Jón: Óeðlilegt að tala um flokkinn með þessum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Ef hér á landi væru bara 1000 konur minna, hefði Samfylkingin fengið  10% minna. Þar eru bara öfgakonur. Svo einfalt er það.  Og hverjir eru öfgamennir? Þar af Talibanar. :)

Andrés.si, 14.5.2007 kl. 02:16

2 identicon

Mér finnst einmitt merkilegt að tala um kosningasigra og ósigra hjá Samfylkingunni.

Þeir tapa 2 þingmönnum en Sjálfts. fl. græðir 3. Framsókn tapa 5 og VG græða 4.

Ef eitthvað er þá tapa Samfylkingin og Framsókn og VG og Sjálfstæðisflokkurinn vinna kosningasigra.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:24

3 Smámynd: Gísli Hjálmar

Erlingur ... ef þú hefur lesið (sem ég stórefast um) söguna um hana Pollý Önnu þá myndir þú vera fljótur að tengja konseptið við eitthvað annað en þær staðreyndir sem Ágúst setur hérna fram.

Mannstu eftir sögunni um Strútinn sem stakk alltaf hausnum í sandinn og við það varð alltí lagi ... minnir það þig á einhvern stjórnmálaflokk - kannski Sjálfstæðisflokkinn?!? 

Mannstu ekki þegar Geir ykkar Harrde sagði í sjónvarpsþætti í síðustu viku að Indriði (fyrrverandi skattstjóri) hefði rangt fyrir sér ... þrátt fyrir að Geir hafði ekki verið búinn að lesa umsögn hans!

... þannig er PollýÖnnu syndrómið (syndrome), með öðrum orðum: rökleysa og veruleikafirrtar fullyrðingar um allt og ekkert!

Gísli Hjálmar , 14.5.2007 kl. 09:28

4 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Eini flokkurinn sem raunverulega sigrar í kosningunum er VG. Ágúst þú bendir réttilega á að árangur Sjálfstæðismanna er ekkert sérstakur, þeir ná bara sínu meðal fylgi. Samfylkingin sigraði skoðanakannanir og hvað með það, það eru kosningarnar sem eru viðmiðið, en ekki kannanirnar. Framsókn hrynur í fylgi, Frjálslyndir standa í stað og Samfylking tapar.

Guðmundur Örn Jónsson, 14.5.2007 kl. 09:39

5 Smámynd: Björn Viðarsson

Mikið er þetta aumlegt. Ágúst þarf að fara ansi langt til að reyna að setja úrslit D í neikvætt samhengi.

Held að flokkur sem missir 2 þingmenn ætti ekki að tala mikið um að flokkur sem græðir 3 þingmenn hafi ekki fengið merkilega kosningu. 

Björn Viðarsson, 14.5.2007 kl. 16:33

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

þvílíkur sandkassaleikur

Ágúst Ólafur, til hamingju að þið náðuð meira en spáð var fyrir um ég vona svo innilega að þið og Sjálfstæðisflokkur myndið stjórn saman.

En fyrir þá sem eru að tjá sig hér að ofan, þá vann Sjálstæðisflokkur einnig góða kosningu, að vera búinn að vera lengi á þingi og bæta enn við sig fylgi....

Inga Lára Helgadóttir, 14.5.2007 kl. 16:42

7 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Nú er að semja við Geir. Fá heilbrigðis og félagsmálaráðuneytið. Styðja hóflega drift í atvinnulífinu og eyða gróðanum í velferð. Gangi ykkur vel.

Jón Sigurgeirsson , 14.5.2007 kl. 18:44

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heyrðu nú Ágúst, rósin lifir góðu lífi

Heiða Þórðar, 14.5.2007 kl. 20:18

9 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þið standið ykkur vel ég vona bara mest að þið komið með Sjálfstæðismönnum í ríkisstjórnina, þá er búið að ræta ósk mína þetta árið

Gangi ykkur vel

Inga Lára Helgadóttir, 14.5.2007 kl. 23:05

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það má líka segja að úrslit kosninganna nú séu versti árangur Samfylkingarinnar ásamt kosningunum 1999 ;)

Hitt er svo annað mál að vinstristjórnin í Noregi er aðeins með 48% fylgi á bak við sig og 20.000 færri atkvæði en hægriflokkarnir. Ágústi þykir það þó sennilega aðeins hið bezta mál ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.5.2007 kl. 22:18

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Stjórnarandstöðuflokkur sem missir fylgi er ekki að gera sig. Í flestum tilvikum vegur þyngst hver leiðir slíkan flokk og því miður er ISG ekki að gera sig og nær ekki sama flugi og henni tókst að gera í R-listanum. Þið megið berja hausnum endalaust við steininn en staðreyndin er sú að Solla nær ekki flugi með þetta og nú verðið þið, sem ætlið að halda áfram í pólitík að gera tilkall til að leiða þennan flokk og milda femíníska yfirbragðið svo fólk vilji kjósa flokkinn andúðarlaust.

Ég hef sagt það á minni bloggsíðu að þú eigir að gera tilkall til forystunnar og fá með þér Katrínu Júlíusdóttur sem varaformann.

Hefur einhver eitthvað við þetta að athuga? 

Haukur Nikulásson, 16.5.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband