1.5.2007 | 22:50
Copy Paste í Kastljósi
Í Kastljósþætti kvöldsins var m.a. rætt um skattamál. Á svona skömmum tíma var erfitt að komast yfir mörg efnisatriði. Og umræðan verður enn erfiðari þegar menn neita að horfast í augu við staðreyndir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra ber enn höfðinu við steininn og neitar að viðurkenna vaxandi ójöfnuð í samfélaginu.
Sömuleiðis virðist hann búinn að gleyma eigin svörum á Alþingi sem innihéldu m.a. þær upplýsingar að skattbyrði 90% þjóðarinnar hafi þyngst á sama tíma og 10% tekjuhæstu einstaklingarnir hafa notið léttari skattbyrði.
Grundvallarhugmyndafræði Samfylkingarinnar í skattamálum byggir á einföldu og sanngjörnu kerfi þar sem heildarskattbyrði eykst ekki frekar. Kerfið er nú hvorki einfalt né sanngjarnt.
Við viljum byrja á að mæta hagsmunum aldraðra og öryrkja með því að lækka skatta á lífeyrissjóðsgreiðslum úr 36% í 10% og stuðla að því lífeyrisþegar geti unnið án þess að lenda í harkalegum skerðingum eins og nú er reyndin. Við megum ekki gleyma að þriðji hver eldri borgari lifir undir fátæktarmörkum. Það er skammarlegt fyrir okkur Íslendinga að svo illa sé búið að eldri borgurum.
Þá viljum við lækka virðisaukaskatt á lyfjum en Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn kusu gegn tillögum þess efnis fyrir aðeins 5 mánuðum síðan. Kosningaloforð þeirra sem koma inn á þessi mál teljast því varla trúverðug.
Þá þurfa fjölskyldur að vera í forgrunni hjá næstu ríkisstjórn. Samfylkingin hefur í fjögur ár í röð lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Enn hefur það ekki fengist samþykkt. Við erum sömuleiðis ein um það á Alþingi að hafa lagt fram tillögur um að afnema vörugjöld af matvælum. Slíkt myndi lækka framfærslukostnað fjölskyldna verulega. Skattleysismörkin viljum við hækka í áföngum.
Annars fannst mér fróðlegt hversu samstíga Árni Mathiesen og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar voru í þættinum. Þetta var bara Copy Paste.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2007 kl. 16:32 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
- almapalma
- andri
- husmodirivesturbaenum
- arnalara
- ahi
- gusti-kr-ingur
- alfheidur
- arniarna
- asarich
- astan
- heilbrigd-skynsemi
- baldurkr
- bardurih
- kaffi
- bjarnihardar
- masterbenedict
- bleikaeldingin
- salkaforlag
- bryndisfridgeirs
- calvin
- charliekart
- rustikus
- dagga
- deiglan
- dofri
- egill75
- egillg
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- ernafr
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- vinursolons
- ea
- fanney
- arnaeinars
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- grumpa
- gudni-is
- gudbjorgim
- gudfinnur
- mosi
- gummiogragga
- orri
- gudridur
- gudrunmagnea
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- coke
- gunnlaugurstefan
- gylfigisla
- holi
- hallurg
- handtoskuserian
- smali
- hannesjonsson
- hhbe
- haukurn
- heidistrand
- heidathord
- latur
- hlf
- tofraljos
- hildajana
- hildurhelgas
- hinrik
- kjarninn
- hlekkur
- hrafnhildurolof
- hrannarb
- hreinsi
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hoskuldur
- hoskisaem
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- jara
- iagustsson
- ingo
- id
- jensgud
- jenni-1001
- joik7
- johannst
- skallinn
- joneinar
- joningic
- joninaros
- drhook
- jonthorolafsson
- juliaemm
- julli
- juliusvalsson
- komment
- killerjoe
- hjolaferd
- kjoneden
- kiddirokk
- kristjanmoller
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- presleifur
- korntop
- matti-matt
- mortenl
- olimikka
- omarminn
- pallieinars
- pallkvaran
- pallijoh
- palmig
- robertb
- salvor
- xsnv
- fjola
- sigfus
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- fletcher
- steindorgretar
- ses
- pandora
- kosningar
- svanurmd
- svenni
- saethorhelgi
- sollikalli
- thelmaasdisar
- tidarandinn
- tommi
- unnar96
- sverdkottur
- valdisa
- overmaster
- valgerdurhalldorsdottir
- valsarinn
- vefritid
- vestfirdir
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- steinibriem
- skrifa
- thordistinna
- thorirallajoa
Athugasemdir
Þú varst frábær í Kastljósinu...
Sveinn Arnarsson, 1.5.2007 kl. 22:53
Tek undir það með Sveini, þetta var gaman að sjá!
Þarfagreinir, 1.5.2007 kl. 23:02
Þú stóðst þig mjög vel. Jón Sig var eins og páfagaukur á öxl Árna Matt. Þetta sjálfumglaða glott Árna fer honum ekki vel. En ég er sammála þér með form þáttarins, þetta er ekki sérstakt sjónvarpsefni.
Eggert Hjelm Herbertsson, 1.5.2007 kl. 23:32
Sammála fyrir athugasemdum. Þú varst mjög góður í Kastljósinu eins og Pétur Tyrfingsson bendir líka á í blogginu sínu.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 1.5.2007 kl. 23:32
Það er alltaf jafn hlýtt að koma hingað inn ..... þú stóðst þig vel og ert án efa einn af bestu þingmönnum á listum flokkanna hér. En það er ótrúlegt að einhver skuli virkilega getað þrætt fyrir ójöfnuð, mikið er hann þver hann Árni
Inga Lára Helgadóttir, 1.5.2007 kl. 23:39
Flottur...
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 1.5.2007 kl. 23:53
Hreint út sagt frábær í ljósinu í kvöld! þú hefur góð efni á því að temja þér nú glaðværa framkomu í póltíska þrefinu. Reyndu ekki að tileinka þér harðlífissvip og hátíðleik. Svona nú, sýna af sér glaðværð því þér þykir nefnilega helvíti gaman í vinnunni! Fólk þarf að skynja að hugur fylgir máli. Þannig fær það trú á okkur. - Enn of aftur. Þú varst ótrúlega flottur og gast rutt út úr þér öllu því sem mögulega var hægt að segja af viti innan tímamarka. Svo áfram nú! Leggja fleiri net, beita fleiri öngla!
Pétur Tyrfingsson, 2.5.2007 kl. 00:51
Verð að stíga hér fram Ágúst og hrósa þér fyrir framkomuna í Kastljósinu í kvöld. Verulega jarðbundinn, flottur og vel undirbúinn.
Þetta gremjuglott Árna var ansi þreytt þarna hinsvegar
Baldvin Jónsson, 2.5.2007 kl. 01:31
Þú jarðaðir Árna Matt eftirminnilega og kastaðir rekunum með tilþrifum! Við tökum þetta 12. maí!
Hákon Baldur Hafsteinsson, 2.5.2007 kl. 02:40
Ágúst: Tvennt finnst mér vanta til að hægt sé að taka þig trúanlegan. Á hverju byggir þú fullyrðingu þína um að kosningavíxill stjórnarflokkana sé upp á 400 milljarða? Annað sem mér finnst vanta, er hvaða stefnu þið hafið í skattamálum einstaklinga? Eiga kjósendur ekki heimtingu á að fá að vita hvað þið viljið í þeim efnum? Sama á reyndar við um íhaldið.
Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 09:46
Í skuldlausu einbýlishúsi búa eldri hjón sem alla tíð greiddu samviskusamlega í lífeyrissjóð af góðum tekjum. Greiðslurnar voru alla tíð undanþegnar tekjuskatti, bæði greiðsla launþegans af launum sínum og hlutur launagreiðandans. Samtals fá þau 600 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði auk greiðslna frá Tryggingastofnun. Af þessum tekjum sínum greiða þau engan tekjuskatt ....
bæklingnum Lífsgæði - Baráttumál Samfylkingarinnar í málefnum eldri borgara sem sendur var öldruðum en ekki öðrum kjósendum kemur fram að Samfylkingin vill lækka tekjuskatt af greiðslum úr lífeyrissjóðum úr 35,72% í 10%. Hún vill einnig að persónuafsláttur verði áfram sá sami: Samfylkingin leggur því til að greiðslur úr lífeyrissjóðum beri 10% skatt í stað 35,72% tekjuskatts. Lífeyrisþegar munu eftir sem áður njóta sama persónuafsláttar og aðrir. ....
Þetta þýðir að skattleysismörk lífeyrisþega hækka úr 90 þúsund krónum í 320 þúsund krónur! Hjón geta því haft 640 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði án þess að greiða tekjuskatt. (af vef andríkis.is)
Ágúst - er þetta staðreynd málsins - á persónuafslátturinn ekkert að lækka á móti þessari rosalegu skattalækkun? Ekki að ég styðji ekki heilshugar að lækka skatta - en bara að velta þessu fyrir mér. Kannski er kostnaðurinn sáralítill (til að mynda sökum þess að margir aldraðir byrjuðu seint að greiða í lífeyrissjóði) - ertu með hann á reiðum höndum? Lögum um tekjustofna sveitarfélaga (vegna útsvars) verður væntanlega einnig breytt - hver er kostnaður þess fyrir sveitarfélögin - eða verður eingöngu greitt útsvar af þess og lækkunin næmi því til að mynda bara 3,03% í tilviki Reykjavíkurborgar? (þar sem R-listinn hækkaði skatta ítrekað)
Er ætlunin að skattur verði til frambúðar 10% á lífeyristekjur? Það er að segja einnig þegar full áhrif lífeyrissjóðakerfisins eru komin fram? Góð hugmynd annars að lækka skatta, svo framarlega sem það þýði ekki bara hækkun annars staðar. Þess væri svo óskandi að fleiri samfylkingarmenn væru hægri kratar eins og ég geri ráð fyrir að þú sért.
Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 09:49
Þú ... já þú, Jóhann Páll!
Þegar menn eru að tala um að aðrir fari með rangfærslur þá vil ég bara benda þér á að maður kastar ekki grjóti úr glerhúsi Framsóknarflokksins - án þess að skaða sig!
Það er nefnilega þannig að þú ert sjálfur að fara með rangfærslur í komennti þínu hér að ofan þar sem þú segir að Ágúst tali um að skattbyrði hafi hækkað um 90%.
Réttara er að Ágúst segir að skattbyrði hafi hækkað á um 90% einstaklinga í tíð þessarar ríkisstjórnar, en hin 10%in (auðmennirnir) njóti góðs af því.
Til að fyrirbyggja frekari misskilnig hjá þér þá er það alveg á hreinu að það er ekkert að því að fólk græði peninga og hafi það gott, það á bara einfaldlega ekki að bitna á samneyslunni. Það eiga allir að vera jafnir fyrir Guði og lögum - þess vegna köllum við okkur "jafnaðarmenn" ...
... svo Jóhann Páll, lestu nú greinina aftur - með gleraugunum - og sjáðu hvað hann Ágúst er að skrifa!
Ég tek undir með þeim sem eru að hrósa þér Ágúst fyrir góða framkomu, og þú varst flottur fulltrúi okkar jafnaðarmanna í Kastljósi i gærkveldi.
Ég tek líka undir það að þessi "stærlætis" taktík sjálfstæðismanna fer þeim ekki vel - sérstaklega ekki fyrir framan alþjóð!
Kveðja, GHs
Gísli Hjálmar (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 10:13
Þú stóðst þig vel. Það kom fram á mjög áberandi hátt að stefna fjármálaráðherrans er ein hún heitir "það er ekki satt" einu svörin sama hvaða rök eru sett fram eru "það er ekki satt". Ekkisattstefna Sjálfstæðisflokksins er orðin dálítið hlægileg.
Lára Stefánsdóttir, 2.5.2007 kl. 10:38
Sæll Ágúst Ólafur, glæsilega frammistaða hjá þér í Kastljósinu. Sammála flestum þeim sem setja inn athugasemdir hér að ofan, sérstaklega með páfagaukinn á öxlinni á Árna Matt.
XS
Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.5.2007 kl. 10:47
Mér finnst alveg hreint ótrúlegt að það sé hægt að þræta fyrir það að skattbyrðin hafi færst frá hinum tekjumeiri yfir á þá tekjuminni, þegar fyrir liggur að tekjuskatturinn hefur verið hækkaður flatt, samhliða því að persónuafslættinum hefur verið haldið niðri. Mér finnst Árni Matt og félagar skulda skýringar á því hvernig þau fá þetta út!
Þarfagreinir, 2.5.2007 kl. 10:48
Hvar ætlar Samfylkingin að eiga fyrir sínum loforðum? Vill endilega fá þínar skýringar á því. Ellert B Schram segir að frítekjumarkið eigi að fara í áföngum upp í 160 þús kr á mánuði. Er það stefna Samfylkingarinnar eða bara enn eitt dæmið um að það sem henta þykir á hverjum stað er sagt og svo er vonað að það fréttist ekki?
Er að reyna að taka þetta saman hér, svo vonandi er Ellert ekki ykkar málsvari í efnahags- og skattamálum, en hann má eiga það að hann er sá eini af talsmönnum Samfylkingarinnar sem nefnt hefur tölur.
Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 14:01
Það hafa komið einstaklingar úr öllum hinum flokkunum líka sem hafa sagt eitthvað vitlaust. Eins og einn sem sagði við mig um daginn að hann vildi bæta hag nemenda, en sagði stuttu seinna að við þyrftum ekki hærri námslán
mér finnst alveg glatað að vera með svona á Ágúst, sérstaklega þar sem hann er einn af þeim sem mér finnst vera hvað trausverðugastur af öllum !!!
Með hjúkrunarrýmin, þá þarf að vera fljótari til við þetta og þar hefði verið gott að hafa Ágúst Ólaf við stjórn, þörfinni hefur ekki verið mætt þó ýmislegt hafi jú verið gert. það má ekki gera lítið úr því.
Svo skammist ykkar með þessa gagnrýni á Ágúst
Inga Lára Helgadóttir, 2.5.2007 kl. 14:07
Já og ég segi enn og aftur að þið ættuð að skammast ykkar þó að Samfylkingin sé ekki ykkur að skapi, þá má ekki gera lítið úr stöðu eldri borgara. Staðan þar er ekki nógu góð, þó að margir hverjir hafi það jú gott.
Inga Lára Helgadóttir, 2.5.2007 kl. 14:09
Held að enginn sé að gera lítið úr stöðu eldri borgara þó að hann vilji fá skýringar á lausnum Samfylkingarinnar.
Einnig er grátlegt að lita þetta svo einföldum litum að ríkisstjórnin sé vond og vilji ekkert gera. Málið er að hún er að veita fé í ýmis önnur mál og það segir sig sjálft að ef á að stórefla fjárveitingar í eitt þarf annað hvort að afla meiri tekna eða skerða annað.
Þannig að ætlar S að afla meiri tekna og þá hvernig? Eða hvað á þá að skerða í staðinn?
Þetta eru erfiðar spurningar og kannski eðlilegt að fara í vörn ef engin eru svörin.
Björn Viðarsson, 2.5.2007 kl. 15:21
það væri svosem ágæt byrun að fella niður þetta blessaða ellilaunafrumvarp.... eins og Ágúst og fleiri vilja gera, þá væri meira til handa þeim sem eru þurfandi ....svo að Ágúst hefur rétt fyrir sér
Inga Lára Helgadóttir, 2.5.2007 kl. 15:47
Fyndið hvernig það mál ætlar að sofna aftur þó að Ingibjörg, sem á mikið hrós skilið fyrir, hafi vakið máls á því.
Einn þeirra seku í málinu, Össur, var í Silfrinu á sunnudaginn og þar nefni Egill þetta mál sem dæmi um að aldrei næðist meiri þverpólitísk sátt um önnur mál en þau sem snerta pyngju þingmanna.
Allir sem sátu við borðið létu sem þeir heyrðu þetta ekki og gjömmuðu um eitthvað annað.
Björn Viðarsson, 2.5.2007 kl. 15:57
Mjög góður þarna félagi... Verulega ánægður með þig
Jón Ingi Cæsarsson, 2.5.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.