Á hvaða lista eru um 1% þjóðarinnar?

Eldri borgararBiðlistarnir í velferðarkerfinu er ein besta ástæðan fyrir því að skipta þarf hér um ríkisstjórn. Auðvitað sýnir það kolranga forgangsröðun að láta 170 börn vera á biðlista eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar eða 400 eldri borgara vera í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Eða tæplega 300 börn sem eru látin bíða eftir greiningu hjá Greiningarstöð ríkisins í allt að þrjú ár.

Þá eru 650 námsmenn á biðlista eftir húsnæði. Og ekki má gleyma þeim 3.145 Íslendingum sem eru á biðlista eftir þjónustu á Landspítalanum en það er meira en 1% af þjóðinni! Svona mætti lengi telja.

Þessir biðlistar snerta nánast allar fjölskyldur í landinu. Og þeir snerta samvisku þjóðarinnar sem á ekki að sætta sig við biðlistapólitík ríkisstjórnarflokkanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Sammála, það er kominn tími til þess að fólkið í landinu skipti máli! Ríkissjóður hefur haft nóg af peningum - en ekki fyrir fólkið.

Lára Stefánsdóttir, 30.4.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Ágúst, 

Biðlistapólitík ríkisstjórnarinnar er í rauninni aðgerðapólitík því ýmislegt hefur verið gert í þessum málum:

Fyrsta áfanga í stækkun Barna og unglingageðdeildar lokið 2008: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1224865

Hvað varðar eldri borgara þá kjósa sífellt fleiri að búa heima og þyrftu því frekar á bættri heimaþjónustu að halda. Þetta er jú allt komið í farveg.

Margir aldraðir telja sig geta verið heima fái þeir næga þjónustu
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1237379

Siv vísar gagnrýni aðstandenda aldraðra á bug http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1234134

Ef við snúum okkur aftur að hjúkrunarrýmunum þá eruð þið í Samfylkingunni svolítið að veðja á rangan hest í kosningunum hvað það varðar. Má í því sambandi benda á nokkur atriði eftir lauslega skimun:

Samið um byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1202925

Hjúkrunarrýmum fjölgað á Akranesi
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1199464

Fjölga á dagvistarrýmum aldraða um 75
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1260814

Fyrsta skóflustungan tekin að nýju hjúkrunarheimili
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1253497

Framkvæmdir hafnar við byggingu nýs hjúkrunarheimilis
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1253467

Ráðherra ákveður að fjölga hjúkrunarrýmum um 174
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1232689

Samkomulag um aðgerðir ríkisvaldsins í málefnum aldraðra
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1213203

Ólafur Örn Nielsen, 30.4.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Sonja B. Jónsdóttir

Biðlistarnir eru þjóðarskömm og til marks um það hvað lítið hefur verið lagt upp úr velferðarmálum á undanförnum árum. Hér hefur allt snúist um að bæta hag hinna betur megandi á kostnað þeirra sem minna mega sín. Það er kominn tími til að snúa þessari öfugþróun við.

Sonja B. Jónsdóttir, 30.4.2007 kl. 15:53

4 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Ertu ekki, Ágúst Ólafur, sjálfur á biðlista þar sem nokkur þúsund manns eru í framboði? Mikið óttalega getið þið í Samfylkingunni bullað um allt og ekkert. Væri ekki nær að fagna afburða góðu vorveðri?

Herbert Guðmundsson, 30.4.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Það er rétt hjá þér Herbert við eigum að vera þákklát fyrir gott veður - en það á ekkert skylt við biðlista og pólitík yfir höfuð. Og víst er ég þakklátur fyrir þá staðreynd að núverandi stjórnarflokkar hafa ekkert með veðurfarið að gera nóg er nú samt sem þeir hafa á samviskunni. Áfram Samfylkingin - þjóðarinnar vegna. 

Páll Jóhannesson, 1.5.2007 kl. 00:00

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Svarið hjá honum Herbert svona stakk mig svolítið fast. Það er alltaf jafn leiðinlegt að mér finnst að sjá fólk gera lítið úr því sem kallast alvarlegt ástand í þjóðfélaginu

Kveðja Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 1.5.2007 kl. 00:25

7 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Frekar vildi ég hafa rok og rigningu í einhver ár en að hafa biðlistana í sömu málum og þeir eru nú! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 1.5.2007 kl. 11:10

8 identicon

Það er athyglisvert að allt sem Ólafur Örn  telur upp   á  að fara að gera  á næstu árum!  12  ár  í bakkgír  í velferðarmálum  og svo  fundu  þessir snillingar allt í einu  fyrsta gír

Er  það trúverðugt?

Kristján Elís (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 14:10

9 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Kristján, 

Trúverðugara en Samfylkingin og borgarstjóri hennar í Reykjavík til 8 ára, Ingibjörg Sólrun. Hún byggði ekki eitt einasta hjúkrunarrými. Borgarsjóður skuldaði 70 milljarða þegar Sjálfstæðismenn tóku við völdum í borginni síðasta vor eftir valdasetu R-listans. Hvað gerðist hjá þessum flokkum sem mynduðu R-listann og kenna sig við félagshyggju? Ekkert.

Er fólk tilbúið að fá þetta yfir sig í landsmálunum? Skuldir í dag eru skattar á morgun.

Ólafur Örn Nielsen, 1.5.2007 kl. 16:44

10 identicon

Eitt verðum við að viðurkenna að stjórvóld gátu eitt biðlistunum sem höfðu skapast vegna fjölgunar á sendiherrum á Rauðarárstígnum. Enda var það bráðnauðsinlegt og ekki þurfti að horfa í kostnaðin.

Hermann Lúðvíksson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband