Geta karlar líka verið forsetar?

Það var hreint út sagt ótrúlegt að vera á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Um 1.300 manns í Egilshöll, baráttuandinn sveif yfir vötnum og góð pólitík rædd.

Ingibjörg Sólrún dró vel fram stefnumál hins eina sanna jafnaðarflokks Íslands þar sem áherslan var m.a. lögð á stórbætt kjör eldri borgara, öryrkja og barnafjölskyldna, raunverulegt jafnrétti milli kynjanna og byggða landsins ásamt áherslum á þekkingariðnaðinn og fagra og unga Ísland. Þetta eru málin sem skipta máli. Og þetta eru áhersluatriðin sem Samfylkingin hefur sérstöðu í.

En það var einnig ótrúlega eftirminnilegt að sjá þær á sviðinu, Ingibjörgu Sólrúnu með Monu Sahlin formanni sænska jafnaðarmannaflokksins og Helle Thorning-Schmidt formanni danska jafnaðarmannaflokksins.

Mér finnst skipta miklu máli að þrír formenn jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum séu konur og það sem meira er að þessar þrjár konur geta allar orðið forsætisráðherrar innan skamms ef kjósendur vilja það. Kyn skiptir nefnilega máli.

Ég gleymi því ekki þegar 4 ára dóttir mín spurði hvort karlar gætu líka verið forsetar á vinnustað pabba. Fyrirmyndir og sýnileiki kvenna í valdastöðum er því ómetanlegur fyrir svo margar.


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Góð saga.....vorum við of mikið saman í dag sjá hér

Tómas Þóroddsson, 14.4.2007 kl. 01:08

2 identicon

Rangt hjá þér Ágúst, kyn skiptir ekki máli.  Þessar áherslur Sf, um að kyn skipti máli, er ein ástæða þess að jafnaðarmenn kjósa ekki þennan kvennalista.  Hugsjónir sannra jafnaðarmanna snúast nefnilega ekki um kynferði fólks, heldur um jöfnuð EINSTAKLINGA ÓHÁÐ slíkum þáttum.

Þegar forysta flokksins er svo gjörsamlega búin að tapa sjónum á grundvallarþáttum stefnu flokksins, þá er viðbúið að kjósendur leiti annað.

Á það að vera einhver sérstök himnasending fyrir hinn venjulega borgara landsins að hafa konu sem forsætisráðherra?  Lækkar það greiðslubyrgði húsnæðislána?  Bætir það lífskjör almennings?

Samfylkingin stendur augljóslega fyrir ekkert annað og meira en kvennalistinn gerði á sínum tíma, ekkert nema kynja- hitt og þetta.  Sannir jafnaðarmenn eiga enga samleið með slíkum flokki. 

Þrándur (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 12:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með að hafa lausnina á fjárhagsvanda aldraðra, öryrkja og barnafólks, því ekki að deila þessu með landslýð strax, þurfum við að bíða eftir að þið komist til valda? ætlið þá ekkert að segja ef þið komist ekki til valda ? þá getum við sagt að það sé ykkur að kenna að við búum við slæm kjör, þið hafið lausnina en viljið ekki gefa hana uppi nema þið fáið að ráða í sandkassanum. En ISG var reyndar bara að leggja áherslu á þessi máli, hún hefur nú reyndar gert það oft áður án þess að hafa lausn á málunum.  Ég bý við fullkomið jafnrétti kynja og hef alltaf gert, jafnréttið er að hluta til í huga hvers og eins og þegar allir hugsa sig jafna öðrum þá er þetta komið tel ég.  Svo er mjög líklegt að ég sé ekki að tala um sama jafnrétti og aðrir, jafnrétti er einstaklingsbundið líka.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 12:58

4 identicon

Það er mér mikið gleðiefni, sem fyrrverandi stuðningsmanni Sf, að verða vitni að þessari örvæntingu sem hefur gripið forystu flokksins.  Eftir að hafa árum saman sniðgengið og hundsað hugsjónirnar sem flokkurinn á rætur sínar til að rekja, er nú forystan farin að minna óþyrmilega á "korter-í-þrjú-gæja".  Setið að sumbli fram að lokun, en á uppbótartíma er öllu tjaldað til og gefin fögur fyrirheit.  En tilfellið er að trúverðugleikinn er fokinn út í veður og vind.  Kannski að forystan vakni upp við þá óþægilegu staðreynd að það þarf meira en pizzur og bjór til að tryggja góða kosningu.

 Svo ætti forystan líka að átta sig á því að útilokun á samstarfi við íhaldið er ekki farsælt til lengdar.  Og ef eitthvað er verra en útilokun á samstarfi við íhaldið, þá er það loforð um að koma öfgakommúnistum í VG til valda.  Yfirlýsing um samstarf við VG í ríkisstjórn er algjört harakiri fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem er.  Kaffibandalagið var heimskulegra en orð fá lýst.

Þrándur (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 02:29

5 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Þessi þjóð mun því miður ekki verða þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga jafnaðarkonu fyrir forsætisráðherra, miðað við útlitið í dag. Ég á ekki von á að fjöldinn vitkist á þessum fáu dögum sem eftir eru fram að kosningum.

Jón Þór Bjarnason, 15.4.2007 kl. 15:26

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þrándur: Kynið skiptir máli fyrir ungar stelpur, þær þurfa líka að hafa fyrirmynd. Þær höfðu hana í Vigdísi í Ingibjörgu sem borgarstjóra en núna er staðan ekki nógu góð. Ég er á móti kynjakvóta, finnst hann ekki sangjarn.

Kaffibandalagið var aðalega bandalag um að "stilla saman strengi í stjórnarandstöðu" 

Tómas Þóroddsson, 15.4.2007 kl. 22:55

7 identicon

Sæll Tómas, rétt að ungar stelpur þurfa fyrirmyndir og allt það.  En rétt eins og unga drengi, þá þurfa þær miklu frekar framtíð þar sem þær hvorki lýða fyrir, eða hagnast á kynferði sínu.  Framtíð þar sem kyn skiptir ekki máli.  Framtíð sem Sf, undir núverandi forystu, ætlar EKKI að stefna að.

Kaffibandalagið var bandalag um að fella ríkisstjórnina og hefja ríkisstjórnarsamstarf eftir kosningar.  Enginn sannur jafnaðarmaður getur sætt sig við samstarf við VG.  Þessi flokkur er ósamstarfshæfur, það verður aldrei friður eða framþróun með það erkiafturhald við stjórnvölina.

Þrándur (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband