28.3.2007 | 11:52
Hvar er allt gamla fólkið á Íslandi?
Mikið eru þetta nú jákvæðar fréttir. Einn hæsti meðalaldur í heimi og sá hæsti þegar kemur að körlum. En hvar er allt gamla fólkið? Ég hef það á tilfinningunni að maður sjái mun meira af öldruðu fólki erlendis en hér á landi. Þegar meðalaldurinn hér er um og yfir 80 ár ætti sýnileiki þessa þjóðfélagshóps að vera talsvert meiri en hann er nú.
Ég geri mér grein fyrir því að veðrið spilar án efa einhverja rullu hér en erlendis sér maður oft eldra fólkið sitjandi í hugglegum almenningsgörðum, teflandi, spjallandi, spilandi eða einfaldlega horfandi á mannlífið. Ég geri mér einnig grein fyrir því að hlutfall eldri borgara er lægra hér á landi en víðast hvar annars staðar í Evrópu. En samt. Mér finnst þetta vera eitthvað óeðlilegt.
Ætli sú staðreynd að stofnanavist meðal eldri borgara er mun meiri hér á landi en t.d. á hinum Norðurlöndum eigi sinn þátt í þessu? Eflaust.
Það er án efa mikil þörf að hugsa þessi mál alveg upp á nýtt og hætta að nálgast öldrun sem sjúkdóm. Sömuleiðis er lykilatriði að gera fólki kleift að vera hvað lengst heima hjá sér. Það er bæði betra fyrir viðkomandi og ódýrara fyrir samfélagið. Slíkt er hægt t.d. með öflugri heimahjúkrun en þegar ég sat í heilbrigðisnefnd Alþingis fengum við þær upplýsingar að heimahjúkrun er talsvert meiri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi.
Þessu (ásamt veðrinu) þarf því að breyta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2007 kl. 10:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Athugasemdir
Eflaust spilar margt inní þetta og kannski ekki síst sú staðreind að fyrir það fyrsta erum við nánast laus við alla huggulega almenningsgarða, skipulagið, ef við tölum t.d bara um höfuðborgina, er slíkt að byggðin er svo dreifð að eldra fólkið á litla möguleika á að hittast nema fara um á bíl. Síðan spilar eflaust langur vinnudagur inní þetta líka en margur maðurinn er einfaldlega þrotinn kröftum eftir æfistarfið. Enda við Íslandingar ennþá haldnir þeirri ranghugmynd að við lifum til að vinna í stað þess að við vinnum til að lifa.
Síðan er það nú bara svo að þrátt fyrir allt er ekki pólítískur vilji til þess að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Væri hann fyrir hendi væri þessi ein ríkasta þjóð heims búin að taka til í sínum ranni.
Þorsteinn Gunnarsson, 28.3.2007 kl. 12:26
Það væri gaman að geta breytt þessu. Ég sé ekki fyrir mér að við getum breytt veðrinu en ég sé fyrir mér að hægt sé að búa til aðstöðu í Kringlunni, Smáranum og fleiri verslunarmiðstöðvum fyrir fólk sem langar að sýna sig og sjá aðra. Þar er veðurblíða. Það mættu vera fleiri sæti og borð jafnvel spil, taflborð eða eitthvað þar myndi þá geta myndast ,,heitari landa stemning"
Þórdís Bára Hannesdóttir, 28.3.2007 kl. 13:29
Já Ágúst, stofnanir eru tilbúnar að taka á móti fólki hér, en bjóða ekki viðeigandi þjónustu. Hér þyrfti að hafa þetta eins og á fleiri Norðurlöndum, þar sem þjónustan er sniðin að einstaklingnum og verður því "enn meiri og betri þjónusta". Kannski það verði baráttumál þitt næsti kæri félagi
Við erum á eftir Norðurlöndum i aðeins of mörgu,
Inga Lára Helgadóttir, 28.3.2007 kl. 13:54
Hvað er svona "jákvætt" við þennan háa meðalaldur? Gæturðu nokkuð skýrt út þessa fyllyrðingu þína?
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.3.2007 kl. 21:40
Meðalaldur og ævilíkur eru alls ekki sami hluturinn. Íslendingar eru "ung" þjóð og meðalaldur hér mun lægri en í nágrannalöndunum, meðalaldur íslenskra karla er því ekki sá hæsti í heimi.
kv Björn Jónsson
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:06
Þó fólk fái inni á stofnunum þá er ekki þar með sagt að það sé karlægt. Frekar að það stundi sína félagsvist inná sumum þessara heldrimanna blokkum. Þar er víða félagsleg aðstaða. Kjör eldra fólks hér eru langt yfir meðaltali í Evrópu, svo það er nú frekar langsótt að kenna því um. Félagsfælni gæti verið skýring.
Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á aldur er að ég held ólíkari hvað félagsleg samskipti varðar en víða í nágrannalöndum okkar. Og þó sérstaklega ef við horfum sunnar í álfuna. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi t.d. er það aldagamall kúltúr að spjalla, spila eða hvað eina í görðum og veitingahúsum eða hvar svo sem hægt er að tilla sér niður. Þennan kúltúr þekkja ekki eldri Íslendingar. Fólk er ekki vant hér spjalli um allt og ekkert á götum úti. Eða að fara nokkuð í erindisleysu.
Ég held að þetta muni breytast þegar yngri kynslóðir dagsins í dag komast á efri ár. Eða ég vona það a.m.k. Veðrið er þó e.t.v. stærsti faktorinn. Ómar Ragnarsson vill selja útlendingum rokið og rigninguna. Vonandi tekst honum að selja það allt, en skilji eftir góða veðrið handa okkur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2007 kl. 23:30
Ágúst þið getið aftur tekið frumkvæði og forystu ef þið komið nú sterk inn með velferðarmálin, það er svo mikið ósagt um þau eftir 12 ára hrakningasögu velferðarkerisns okkar. - Þ.e. jafnðarmannaflokkurinn (ekki bara stytting úr "jafnrétti kynjanna") á að hverfa aftur til upphafsins og gera endurreisn velferðarkersins að aðal kosningamáli sínu, enda þegar með sterka og raunhæfa stefnu í umhverfismálum og Evrópumálum í bakgrunninum.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.3.2007 kl. 02:28
Velferðarkerfi skal það heita. - Effið mitt eitthvað þungt á lyklaborðinu og því ekki skilað sér í "velferðarkerfinu".
Helgi Jóhann Hauksson, 29.3.2007 kl. 02:35
Margir taka eftir því á Spáni hvað það er mikið af eldra fólki úti um allt, að spjalla saman á bekkjum í almenningsgörðum, á kaffihúsum, börum og hvar sem er. Eflaust skrifa margir það á mildara veðurfar, en hins vegar tók ég sérstaklega eftir því um miðjan kaldan vetur í Madríd að það varð engin breyting á, eldra fólkið var duglegt að fara út og lyfta sér upp.
hee (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:25
Sammála þessu hjá þér Ágúst, að miklu leyti. Ég sá t.d. oft gamalt fólk með göngugrind á leið út í búð í Danmörku - nokkuð sem maður sér ekki hér. En ef maður fer í sundlaugarnar á virkum degi, t.d. um tíuleytið, þá eru allir pottar fullir af hressum eldri borgurum, sem er ótrúlega gaman að tala við. Hins vegar er það auðvitað sjaldan sem við sem erum í vinnu höfum tíma til þess að fara í sund á þessum tíma. Prófaðu þetta Gústi, skrepptu í sund og spjallaðu við eldri borgarana í leiðinni!
Ingibjörg Stefánsdóttir, 29.3.2007 kl. 12:53
Skemmtilegt hvað allt í einu þið virðist hafa áhuga á að hugsa um gamla fólki, því þegar þið voruð í brogastjórn hvað byggðuð þið mörg elliheimili?? Mig minnir nú bara ekki neitt..
Þuríður (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.