Flensan og skoðanakannanir

samfylkingasólEr ekki bara einhver flensa í gangi hjá þjóðinni? Jákvæðu fréttirnar í þessari skoðanakönnun eru auðvitað að ríkisstjórnin er fallin. En það er alveg ljóst að við í Samfylkingunni ætlum okkur meira í kosningunum en það sem þessi könnun sýnir. Í aðdraganda síðustu alþingiskosninga árið 2003 toppuðum við í janúar og nú ætlum við að toppa þann 12. maí. En það vekur eftirtekt hversu margir eru óákveðnir í þessum könnunum sem er verið að birta þessar vikurnar.

Ég er annars bjartsýnn fyrir okkar hönd enda er hugmyndafræðin um frjálslynda jafnaðarmennsku okkar tromp. Með hækkandi sól og betri heilsu landans mun almenningur án efa fylkjast á bak við Samfylkinguna.


mbl.is VG með meira fylgi en Samfylking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Ekki spurning! Flensan hefur sitt að segja, ég ligg hér heima sjálfur í einni slíkri. Við ætlum okkur hærra og förum hærra!

- Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 1.3.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já hættið þessu sleni og náið í nokkur atkvæði af djélistanum og þá er þetta innsiglað. Vinstri græn og Samfó geta farið í stjórn saman. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.3.2007 kl. 22:09

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Eg vona að Jón Baldvin setjist í friðarstól,hætti að rugga Samfylkingarskútunni,það gætu einhverjir hrokkið fyrir borð.Hann ætti að ljúka við seinni bindi sinnar athyglisverðu æfisögu.

Nú er bara að bretta upp ermar ágætu þingmenn og framvarðarsveitir flokksins, það er svo auðvelt og skemmtilegt að vera másvari jafnaðarmanna.Fram til sigurs,hvergi hopa.

Kristján Pétursson, 1.3.2007 kl. 22:18

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ágúst, ég hélt að þú hefðir sagt um daginn að Ingibjörg Sólrún væri trompið ykkar í Samfylkingunni en núna er það s.s. frjálslynd jafnaðarmennska? :D

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.3.2007 kl. 22:55

5 Smámynd: Haukur Kristinsson

en hamrið á því að stjórnin sé fallin en fylgi samfylkingar mun bara fara upp, því ekki sjalla og frammara??

Haukur Kristinsson, 2.3.2007 kl. 00:42

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ég finn hvernig fylgið er að fara upp.

Tómas Þóroddsson, 2.3.2007 kl. 01:20

7 identicon

hvernig væri nú að boða aðskilnað ríkis og kirkju

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 02:55

8 identicon

Ágúst ... taka lýsi - það virkar, svínvirkar!

Beztu kveðjur,

Gísli Hjálmar

Gísli Hjálmar Svendsen (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 08:55

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

En já, ástæðan fyrir fylgisleysi Samfylkingarinnar er auðvitað sú að þjóðin er veik. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt... ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2007 kl. 11:36

10 Smámynd: Púkinn

Eru kjósendur Samfylkingarinnar semsagt sjúklingar?  Ussu...sussu...

Púkinn, 3.3.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband