Á ég að gæta bróður míns?

AlthingishusEinstök samstaða hefur myndast á milli allra stjórnamálaflokka á Íslandi. Það er mjög sjaldgæft að allir þingflokkar landsins taki sig saman og álykti sameiginlega. Það gerðist hins vegar í morgun þegar þingflokkarnir ákváðu að senda frá sér sameiginlega ályktun gegn klámráðstefnunni. Og nú er komið á daginn að búið er að blása af ráðstefnuna og er það vel.

Auðvitað á okkur ekki að vera sama ef klámframleiðendur ætla að koma til landsins til að ræða viðskiptatækifæri sín á milli. Klám er ólöglegt á Íslandi og allt sæmilega upplýst fólk veit af eymdinni og kúgunni sem er á bak við klámiðnaðinn.

Það er lífseig þjóðsaga að telja að fólk sé í klámi og jafnvel í vændi af fúsum og frjálsum vilja. Og um það snýst þetta, að ráðast gegn misnotkun á fólk og eymd þess. Þess vegna létu allir stjórnmálaflokkar landsins í sér heyra um málið. Við erum í stjórnmálum til að gæta bræður okkar og systur.

Það væri óskandi að fleiri mál gætu uppskorið jafn þverpólitíska samstöðu og þetta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frægasti Vestmanneyingurinn var nú hvalur, óttalegur pornódog sem fékk hér gott atlæti, dekk og fleiri kynlífsleikföng, en nú segja klámhundarnir að við séum á móti hvölum!: "It seems that being connected in any way to pornography has become a new Icelandic law for declaring you persona non grata in their country. A country that seems to care more about adult women taking their clothes off by their own choice - without any pressure or threat - than about the extinction of living creatures like whales!" (Snjóleikarnir 2007.)

Steini Briem (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:19

2 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Ég var ótrúlega ánægður að heyra ályktunina! Frábært að allir hafi tekið sig saman í þessu máli, því að auðvitað hefði hver flokkur getað ályktað bara sjálfur!

Sjáumst,

- Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 23.2.2007 kl. 00:55

3 identicon

hef skömm fyrir mínum mönnum að hafa látið glepjast af þessari fyrru að vilja meina þessu fólki að koma hingað, og hleypa svo inn í landið með lúðrablæstri kínaleiðtoga sem leyfir morð á sínum eigin þegnum hingað, skrítið siðferði, PS: er sjalli

haukur (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 01:54

4 identicon

Þið alþingismenn hafið enn og aftur sýnt að þið eruð ekki starfi ykkar vaxnir.

daDude (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 07:36

5 identicon

Þetta eru tímamót !   

Það er mjög mikilvægt að berjast gegn  misnotkun á fólki og þeim glæpum sem fylgja óneitanlega klámiðnaðinum.  Það að alþingi sendi út svona sterk skilaboð  er mjög mikilvægt.

Ég trúi því að allir séu í hjarta sínu sammála, að svona starfsemi á ekki að viðgagngast.  Það kemur bara mis illa við fólk að skoða þetta og því miður kjósa sumir að loka upplýsingarnar úti. Ég held í vonina um að það muni breytast og þeir sláist í lið með okkur sem viljum passa systur okkar og bræður, hvar sem er í heiminum.

Heiða Björg (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:09

6 identicon

Mér finnst þetta segja mikið um hversu átakanlegur smáborgarháttur þrífst á alþingi.  Það að grófflokka fólk svona í hópa, eigna svo hópunum hina ýmsu eiginleika og áætla þeim hegðun er einn að grunnþáttum fordóma. Í ljósi þessarar samstöðu þingmanna sést að gagnrýnin hugsun er umframfarangur hjá ráðamönnum okkar. 

Það að klína barnaníðingsskap og annarri ólöglegri starfsemi uppá þetta fólk er ekkert annað en svæsinn rógburður og fordómar af verstu gerð.  Ég bendi á að víða um jarðir selja eiturlyfjasala alskonar lyf sem einnig má kaupa í apótekum - varla stendur til að úthýsa lyfjasölum fyrir að ala á eymd annarra? 

Fyrrum kjósandi samfylkingarinnar (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 12:12

7 identicon

Sælir ágætu stjórnmálamenn
Að undanförnu hafa kjörni fulltrúar okkar tekið þátt í því að úthrópa útlendinga, sem eru frjálsir ferða sinna í öðrum löndum hins vestræna heims og tekið undir öldu "fordómavæðingar" í íslensku samfélagi. Allt í einu er frelsið lagt á hilluna og hópi fólks sem vill heimsækja okkar land útskúfað af stjórnmálamönnum. Allir stimplaðir sem barnaíðingar, kynferðisglæpamenn og stundandi mansal. Lögreglan ekki látin ein um að meta hvort ástæða sé til að taka á "meintum" brotamönnum, ef þeir eru þá í hópnum, heldur hoppað með í "fordómavæðinguna".  Hvernig getur það átt sér stað í okkar annars ágæta lýðveldi að fulltrúar allra flokka fari með sömu þuluna. Þegar ekki er lengur að finna mun á D, B, S, F og VG sé ég ekki lengur til hvers ég ætti yfir höfuð að kjósa einhvern þessara flokka.
Menn geta mótmælt klámi, Ísrael, Falun Gong, Bandaríkjunum, Kína, Svíþjóð og hverju einu sem þá listir en stjórnmálamenn eiga að stíga varlega til jarðar - Alltaf.  Þeir eiga að passa að gæta hófs í allri nálgun sinni og við yfirlýsingar.  Ef okkar kjörnu fulltrúar ætla ekki að koma frelsinu til varnar þá illt í efni.  Frelsi er æðst allra gilda og það má alldrei skerða nema brýna nauðsyn beri til. Ég vona svo sannarlega að stjórnmálamenn átti sig á í hverju þeir hafa tekið þátt og það áður en aftur kemur upp "sambærilegt" málefni í samfélaginu. 
Að síðustu kæru stjórnmálamenn virðið orð John Stuarts Mill sem sagði:
"Einstaklingurinn beri aðeins ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum sem skaði hagsmuni annarra, en ekki þeim sem varða aðeins hann sjálfan. Því er hvorki ríkinu né öðru fólki heimilt að skerða athafnafrelsi einstaklingsins nema í sjálfsvörn. En það er ekki fyrst og fremst ríkisvaldið sem Mill beinir gagnrýni sinni að, heldur alræði meirihlutans, hin oft og tíðum þögla skoðanakúgun sem leitast við að steypa alla í sama mót og heftir þannig þroska einstaklingsins. Það er samfélaginu nauðsynlegt að meðlimir þess búi við hugsana- og málfrelsi og fái að þroskast í fjölbreytileika sínum til þess að allar skoðanir fái færi á að njóta sín, því það er aðeins í rökræðunni sem ljóst verður hvort skoðun sé sönn eður ei. Auk þess er hver sú skoðun sem við aðhyllumst ekki einlæg og hjartfólgin sannfæring, sem ræður breytni okkar, fyrr en við höfum tekist á við gagnrýni og efasemdaraddir."

kveðja

Sveinn V. Ólafsson

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband