"Framsæknasti flokkur á Íslandi í dag"

samfylkingasólNú liggur fyrir hverjir verða í framboði fyrir minn blessaða flokk í borginni. Listarnir voru kynntir í gærkvöldi og flugu þeir í gegn athugasemdalaust á fundinum. Það er sérstaklega gaman að sjá hversu mikið af ungu fólki er á listanum. Samfylkingin hefur alltaf treyst ungu fólki vel og hin öfluga ungliðahreyfing flokksins, Ungir jafnaðarmenn með formann sinn Magnús Má Guðmundsson í broddi fylkingar, á fjölmarga fulltrúa á listanum.

Sömuleiðis er ánægjulegt að sjá hvað atvinnulífið á marga fulltrúa á listanum. Má þar nefna Reyni Harðarson, stofnanda CCP og frumkvöðull, en þessi stofnandi Framtíðarlandsins og fyrrverandi Sjálfstæðismaður, sagði nýverið að Samfylkingin væri framsæknasti flokkurinn á Íslandi í dag. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður kvenna í atvinnurekstri, er þarna sömuleiðis og G. Ágúst Pétursson, viðskiptaráðgjafi, Rúnar Geirmundsson, framkvæmdastjóri, Helga Rakel Guðrúnardóttir, stjórnarformaður og margir fleiri.

Menningin á sína málsvara á listanum. Sólveig Arnarsdóttir, leikkona, Ragnheiður Gröndal, söngkona, Lárus Ýmir Óskarsson, leikstjóri, Halldór Guðmundsson, rithöfundur o.s.frv.

Meira að segja er Forseti Alþýðusambands Íslands á listanum enda iðulega ágætur samhljómur milli Samfylkingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Þetta er því breiður og góður listi þar sem jafnræði ríkir á milli kynja,  kynslóða og starfsstétta.

Nú er bara að hefja baráttuna á fullu og taka stjórnina þann 12. maí svo fólk geti farið að búa í bæði betra og ódýrara Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband