Klám, Guðni, evran og Halifax

SamkeppniJæja, nú er ég búinn að vera á Moggablogginu í eina viku og líkar vel. Um 2.700 heimsóknir hafa verið á þessu tímabili og ég mjakast hægt og rólega upp hinn sívinsæla vinsældalista. Annars finnst mér nokkuð gaman að blogga enda setur maður sig í allt aðrar stellingar við það en þegar grein eða ræða er skrifuð. Ég reyni að setja inn 2 færslur á dag en það verður bara að koma í ljós hvort það helst til lengdar.

Viðfangsefnið á þessum fyrstu dögum hefur verið fjölbreytilegt og má þar nefna Breiðavíkurmálið, þingmannstarfið, Guðni Ágústsson, klámið, skattar, kostnaður við barnsfæðingar, evran, West Wing og síðast en ekki síst Halifax en í þeim pistli móðgaði ég víst einhverja.

En ég vil allavega þakka þeim sem hingað hafa ratað og sérstaklega þakka þeim sem hafa fyrir því að kvitta fyrir sig í athugasemdakerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Já það er ágætt að setja niður vangaveltur sínar um leið og maður les Moggann en síðan má gæta þess að blaðið fari í rauninni ekki að stjórna því sem maður skrifar hverju sinni.

Ég tek undir það að athugasemdirnar eru einna skemmtilegastar það er alltaf gaman að lesa það sem fólki finnst um vangavelturnar og síðan lærir maður margt af skoðunum annarra;-)

Lára Stefánsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:54

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Velkominn í bloggsamfélagið.Gott að sjá varaformann Samfylkingarinnar kominn í skotgrafirnar.Við þurfum á góðum liðstyrk að halda,það er hart sótt að Samfylkingunni,einkanlega Ingibjörgu Sólrúnu,sem íhaldið leggur í einelti með hvers konar rógi og ósannyndum.Það er ljóst,að ríkisstjórnarfl.eru hræddir við hana,enda er hún sókndjörf.skynsöm og framsýn kona,sem á framtíðina fyrir sér.

Kristján Pétursson, 22.2.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband