2.3.2006 | 14:17
Krónunni kastað fyrir aurinn
Nú berast enn einu sinni fregnir af uppnámi í heilbrigðiskerfinu. Í þetta sinn vegna deilu ljósmæðra við Tryggingarstofnun ríkisins (TR). Vegna þessa tók ég þetta mál upp á Alþingi í dag og spunnust heilmiklar umræður um málið. Samningur milli ljósmæðra og TR rann út fyrir tveimur nóttum og í kjölfarið hefur heimaþjónusta ljósmæðra við sængurkonur lagst af, sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Alvarlegar afleiðingar og skert þjónusta
Í fyrsta lagi mun þjónusta við mæður, börn og fjölskyldur minnka og jafnvel hverfa. Nú þegar hefur þjónusta við mæður minnkað. Það er sömuleiðis alvarlegt ef nauðsynlegt og faglegt eftirlit með félagslegum aðstæðum nýfæddra barna leggst af.
Í öðru lagi mun sængurlega kvenna á Landspítalanum lengjast að meðaltali um tvo sólarhringa. Einn sólarhringur á sængurkvennadeild Landspítalans er dýrari en heil vika hjá starfandi ljósmóður í heimaþjónustu. Kostnaðurinn er í báðum tilvikunum um 50.000 kr. Þetta ástand leiðir því af sér umtalsverðan kostnað fyrir hið opinbera.
Í þriðja lagi skerðir þetta ástand valfrelsi foreldra á mismunandi þjónustu - en nóg hefur verið gert af því með niðurlagningu á hinni svokölluðu MFS-einingu en það hefur bæði skert valkosti fjölskylda kvenna og aukið eftirspurnina á þessari heimaþjónustu sem við erum hér að ræða.
Í fjórða lagi mun þetta fylla hratt fæðingardeildir spítalans og auka álag á aðrar deildir spítalans, s.s. bráðamóttöku og barnaspítalann þar sem skoðun og aðstoð ljósmæðra heima fyrir verður ekki lengur til staðar. Þetta mun aftur auka kostnaðinn í kerfinu í heild sinni.
Mjög ódýrar kröfur
Núna fær hver ljósmóðir um 4.200 kr. fyrir hverja vitjun. Hins vegar liggur fyrir kostnaðargreining á þjónustunni upp á um 5.900 kr. Ljósmæðrafélagið bauð TR tilboð upp á 4.800 kr. sem er talsvert undir kostnaðargreiningunni en því tilboði hafnaði TR. Síðan þá hefur fundur Ljósmæðrafélagsins ályktað að þær muni ekki sætta sig við minna en sem nemur kostnaðargreiningunni.
Fyrra launatilboð ljósmæðra hefði kostað ríkið um 2 milljónir króna á ári til viðbótar. Tryggingastofnun hafnaði því tilboði. Sé farið eftir kostnaðargreiningu þjónustunnar mun nýr samningur hafa í för með sér 15 milljón króna viðbótarkostnað á ári eða rúma milljón á mánuði.
Upphæðirnar sem hér er verið að ræða um eru því ekki háar. Sérstaklega í ljósi þess kostnaðar sem verður til þegar þessi þjónusta leggst af eins og staðan er núna. Nú fer mun stærri hluti kvenna fyrr heim af spítalanum en áður eða um 65% innan 36 klst. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir Tryggingarstofnun ríkisins sem greiðir fyrir heimaþjónustu ljósmæðra. Hins vegar lækkar þetta kostnað spítalans þar sem konur liggja styttra inn á spítalanum en áður. Þetta er því enn eitt dæmið um það þegar hið opinbera lítur ekki á heildarmyndina og eins og venjulega líður almenningur í þessu tilviki foreldrar og ungbörn fyrir það.
Fátt um svör frá ráðherranum
Mig langaði því til að spyrja heilbrigðisráðherra hver væri staðan í samningaviðræðum við ljósmæður og hvernig hann myndi bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu og þeim aukna kostnaði vegna þessa.
Fátt var um svör hjá ráðherranum sem sagði málið ekki snúast um upphæðir og hann vonaðist eftir að samningar næðust. Sem sagt deilan heldur áfram og fjölskyldur landsins líða fyrir það.
Alvarlegar afleiðingar og skert þjónusta
Í fyrsta lagi mun þjónusta við mæður, börn og fjölskyldur minnka og jafnvel hverfa. Nú þegar hefur þjónusta við mæður minnkað. Það er sömuleiðis alvarlegt ef nauðsynlegt og faglegt eftirlit með félagslegum aðstæðum nýfæddra barna leggst af.
Í öðru lagi mun sængurlega kvenna á Landspítalanum lengjast að meðaltali um tvo sólarhringa. Einn sólarhringur á sængurkvennadeild Landspítalans er dýrari en heil vika hjá starfandi ljósmóður í heimaþjónustu. Kostnaðurinn er í báðum tilvikunum um 50.000 kr. Þetta ástand leiðir því af sér umtalsverðan kostnað fyrir hið opinbera.
Í þriðja lagi skerðir þetta ástand valfrelsi foreldra á mismunandi þjónustu - en nóg hefur verið gert af því með niðurlagningu á hinni svokölluðu MFS-einingu en það hefur bæði skert valkosti fjölskylda kvenna og aukið eftirspurnina á þessari heimaþjónustu sem við erum hér að ræða.
Í fjórða lagi mun þetta fylla hratt fæðingardeildir spítalans og auka álag á aðrar deildir spítalans, s.s. bráðamóttöku og barnaspítalann þar sem skoðun og aðstoð ljósmæðra heima fyrir verður ekki lengur til staðar. Þetta mun aftur auka kostnaðinn í kerfinu í heild sinni.
Mjög ódýrar kröfur
Núna fær hver ljósmóðir um 4.200 kr. fyrir hverja vitjun. Hins vegar liggur fyrir kostnaðargreining á þjónustunni upp á um 5.900 kr. Ljósmæðrafélagið bauð TR tilboð upp á 4.800 kr. sem er talsvert undir kostnaðargreiningunni en því tilboði hafnaði TR. Síðan þá hefur fundur Ljósmæðrafélagsins ályktað að þær muni ekki sætta sig við minna en sem nemur kostnaðargreiningunni.
Fyrra launatilboð ljósmæðra hefði kostað ríkið um 2 milljónir króna á ári til viðbótar. Tryggingastofnun hafnaði því tilboði. Sé farið eftir kostnaðargreiningu þjónustunnar mun nýr samningur hafa í för með sér 15 milljón króna viðbótarkostnað á ári eða rúma milljón á mánuði.
Upphæðirnar sem hér er verið að ræða um eru því ekki háar. Sérstaklega í ljósi þess kostnaðar sem verður til þegar þessi þjónusta leggst af eins og staðan er núna. Nú fer mun stærri hluti kvenna fyrr heim af spítalanum en áður eða um 65% innan 36 klst. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir Tryggingarstofnun ríkisins sem greiðir fyrir heimaþjónustu ljósmæðra. Hins vegar lækkar þetta kostnað spítalans þar sem konur liggja styttra inn á spítalanum en áður. Þetta er því enn eitt dæmið um það þegar hið opinbera lítur ekki á heildarmyndina og eins og venjulega líður almenningur í þessu tilviki foreldrar og ungbörn fyrir það.
Fátt um svör frá ráðherranum
Mig langaði því til að spyrja heilbrigðisráðherra hver væri staðan í samningaviðræðum við ljósmæður og hvernig hann myndi bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu og þeim aukna kostnaði vegna þessa.
Fátt var um svör hjá ráðherranum sem sagði málið ekki snúast um upphæðir og hann vonaðist eftir að samningar næðust. Sem sagt deilan heldur áfram og fjölskyldur landsins líða fyrir það.
Breytt 12.2.2007 kl. 14:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Málin mín á Alþingi
- Afnám fyrningar í kynferðisafbrotum gegn börnum
- Óháðar rannsóknarnefndir
- Lögfesting Barnasáttmála
- Löggjöf um heimilisofbeldi
- Auglýsingar heilbrigðisstétta
- Sérdeild fyrir unga fanga
- Vernd heimildarmanna fjölmiðla
- Líffæragjafir í ökuskírteinum einstaklinga
- Rannsaka þunglyndi eldri borgara
- Sendiráð ESB á Íslandi
- Mistök í heilbrigðiskerfinu
- Fleiri þingmál
Eldri færslur
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
- Janúar 2006
- Desember 2005
- Nóvember 2005
- Október 2005
- September 2005
- Ágúst 2005
- Maí 2005
- Apríl 2005
- Febrúar 2005
- Janúar 2005
- Desember 2004
- Nóvember 2004
- Október 2004
- September 2004
- Ágúst 2004
- Júlí 2004
- Júní 2004
- Maí 2004
- Apríl 2004
- Mars 2004
- Febrúar 2004
- Janúar 2004
- Desember 2003
- Nóvember 2003
- Október 2003
- September 2003
- Ágúst 2003
- Júlí 2003
- Júní 2003
- Maí 2003
- Apríl 2003
- Mars 2003
- Febrúar 2003
- Janúar 2003
- Nóvember 2002
- Október 2002
Póstlisti
Skráðu netfang þitt hér að neðan.
Fólk
- - -
-
Litla fjölskyldan
Breiðfylking jafnaðarmanna
Mikilvægar stofnanir
Hagfræðin
-
Joseph Stiglitz
-
John Kay
-
Paul Krugman
-
Þorvaldur Gylfason
-
Ásgeir Jónsson
-
Tímaritið Economist
-
Seðlabanki Íslands
-
Rannsóknarmiðstöð um efnahagsmál
-
Ríkiskassinn
-
Hagstofan
Lögfræðin
Atvinnulífið
-
Alþýðusambandið
-
Viðskiptaráð Íslands
-
Samtök atvinnulífsins
-
Samtök iðnaðarins
-
Félag kvenna í atvinnurekstri
-
Samtök sprotafyrirtækja
-
Félag íslenskra stórkaupmanna
-
Samtök verslunar og þjónustu
-
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
-
Impra nýsköpunarmiðstöð
Evrópusamstarf
Hjartans mál
Bloggvinir
-
almapalma
-
andri
-
husmodirivesturbaenum
-
arnalara
-
ahi
-
gusti-kr-ingur
-
alfheidur
-
arniarna
-
asarich
-
astan
-
heilbrigd-skynsemi
-
baldurkr
-
bardurih
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
masterbenedict
-
bleikaeldingin
-
salkaforlag
-
bryndisfridgeirs
-
calvin
-
charliekart
-
rustikus
-
dagga
-
deiglan
-
dofri
-
egill75
-
egillg
-
eirikurbergmann
-
eirikurbriem
-
ernafr
-
skotta1980
-
kamilla
-
evropa
-
vinursolons
-
ea
-
fanney
-
arnaeinars
-
gesturgudjonsson
-
gislihjalmar
-
grumpa
-
gudni-is
-
gudbjorgim
-
gudfinnur
-
mosi
-
gummiogragga
-
orri
-
gudridur
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
gunnaraxel
-
gbo
-
coke
-
gunnlaugurstefan
-
gylfigisla
-
holi
-
hallurg
-
handtoskuserian
-
smali
-
hannesjonsson
-
hhbe
-
haukurn
-
heidistrand
-
heidathord
-
latur
-
hlf
-
tofraljos
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
hinrik
-
kjarninn
-
hlekkur
-
hrafnhildurolof
-
hrannarb
-
hreinsi
-
hvitiriddarinn
-
hordurj
-
hoskuldur
-
hoskisaem
-
ibbasig
-
ingabesta
-
ingibjorgstefans
-
jara
-
iagustsson
-
ingo
-
id
-
jensgud
-
jenni-1001
-
joik7
-
johannst
-
skallinn
-
joneinar
-
joningic
-
joninaros
-
drhook
-
jonthorolafsson
-
juliaemm
-
julli
-
juliusvalsson
-
komment
-
killerjoe
-
hjolaferd
-
kjoneden
-
kiddirokk
-
kristjanmoller
-
kvenfelagidgarpur
-
lauola
-
lara
-
presleifur
-
korntop
-
matti-matt
-
mortenl
-
olimikka
-
omarminn
-
pallieinars
-
pallkvaran
-
pallijoh
-
palmig
-
robertb
-
salvor
-
xsnv
-
fjola
-
sigfus
-
siggikaiser
-
sigurjonsigurdsson
-
stebbifr
-
fletcher
-
steindorgretar
-
ses
-
pandora
-
kosningar
-
svanurmd
-
svenni
-
saethorhelgi
-
sollikalli
-
thelmaasdisar
-
tidarandinn
-
tommi
-
unnar96
-
sverdkottur
-
valdisa
-
overmaster
-
valgerdurhalldorsdottir
-
valsarinn
-
vefritid
-
vestfirdir
-
ver-mordingjar
-
tharfagreinir
-
steinibriem
-
skrifa
-
thordistinna
-
thorirallajoa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning